Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.07.2021, Side 19
’
Vændis-
konum, trúð-
um og fötluðum
var gert að klæð-
ast röndóttum
fötum sem voru
jafnvel kölluð
„föt djöfulsins“.
það er áberandi. Skilti birta oft
rendur til að vekja athygli, Valli í
Vallabókunum klæddist alltaf rönd-
óttum fötum og ýmis fyrirtæki hafa
nýtt sér rendur í merkjum sínum
eins og IMB og Adidas. Þegar þú
horfir á eitthvað röndótt er ekki
skýrt hvor liturinn er í bakgrunni og
hvor í forgrunni. Þetta getur haft
ruglandi áhrif og er ein kenning
þess hvers vegna sebrahestar eru
röndóttir á lit; til þess að rugla rán-
dýr í ríminu.
Á miðöldum klæddist heiðarlegt
fólk ekki röndum heldur aðeins fé-
lagslega útskúfað fólk, einmitt
vegna þess að rendur vöktu athygli
og fólki fannst eitthvað óþægilegt
við það röndótta. Vændiskonum,
trúðum og fötluðum var gert að
klæðast röndóttum fötum sem voru
jafnvel kölluð „föt djöfulsins“. Þá
þurftu handsamaðir glæpamenn að
klæðast þeim.
Rendur höfðu neikvæða merkingu
og þau sem klæddust slík-
um fötum höfðu farið yfir
ákveðin mörk. Í gríni sínu
var trúðum til dæmis
leyft að fara yfir ákveðin
mörk samfélagsins sem
aðrir gerðu ekki, því
klæddust þeir röndum.
Á 12. öld komu fyrstu
meðlimir kaþólsku
Karmelreglunnar til
Frakklands og þar sem
siður þeirra var að
klæðast röndum ollu
þeir hálfgerðu uppþoti
meðal íbúa. Var þeim
að lokum bannað að
bera slík klæði.
Sjóliðar og
hefðarfrúr
Á 18. öld fengu rendur já-
kvæðari merkingu þegar bæði
ameríska og franska byltingin
höfðu rendur á fánum sínum.
Rendur stóðu enn fyrir þá sem voru
öðruvísi en nú einnig á jákvæðan
hátt.
Stórt skref í að gera röndótt föt að
tískufyrirbrigði var hins vegar tekið
þegar Viktoría Bretlandsdrottning
klæddi son sinn Albert í sjóliðabún-
ing árið 1846. Sjóherinn hafði sett
þverrendur á einkennisbúning sjó-
liða, bæði svo hægt væri að koma
auðveldlega auga á þá sem féllu fyr-
ir borð og svo augljóst væri í hern-
um hverjir væru undirmenn og
hverjir ekki. Á þessum tíma höfðu
hefðarmenn og -frúr farið að klæð-
ast langröndóttum fötum til að sýna
fram á yfirburðastöðu sína saman-
borið við sótsvartan almúgann sem
þurfti að láta sér þverrendurnar
nægja.
En vegna Alberts litla var stig-
veldismunur þverranda og lang-
randa gerður óskýr. Þá fóru rendur
að tákna æsku og fjör sem almenn-
ingur vildi bendla sig við. Á
ákveðnum tímapunkti urðu rendur
samnefnari fyrir hreinleika og varð
því vinsælt að klæðast röndóttum
náttfötum.
Al Capone og
uppreisnarseggirnir
Á 20. öld hófu rendur innreið sína í
tísku almennings fyrir alvöru. Rönd-
ótt föt báru þó enn merki þess
slæma og öðruvísi. Glæpamenn á
borð við Al Capone tóku upp mjó-
röndótt jakkaföt sem einkennisbún-
ing sinn. Aðrir, t.d. listamenn,
klæddust röndum til þess að vekja á
sér athygli og sýna að þeir væru
öðruvísi.
Í kvikmyndum má sjá svipuð
áhrif. Illmenni og aðrir sem hafa sið-
ferðiskennd sem setja má spurning-
armerki við klæðast oft og tíðum
þverröndum og því þykkari sem þær
eru því ýktari er karakterinn. Að
sama skapi klæðast persónur í
myndum sem beint er að ungu fólki
oft þverröndum og þeir karakterar
sem það gera eru oft eins konar upp-
reisnarseggir.
Gott dæmi um þetta má sjá í Juno,
mynd um táningsstúlku sem verður
ólétt eftir vin sinn. Stúlkan klæðist
ýmsum röndóttum fötum í myndinni
en hún lýsir sér sjálfri sem upp-
reisnarsegg, er óhrædd við að láta
skoðanir sínar í ljós, lætur sér fátt
finnast um skoðanir annarra og hef-
ur óhefðbundinn tónlistarsmekk.
Hugsaðu þig því tvisvar um næst
þegar röndótta flíkin er tekin úr
fataskápnum. Hvaða skilaboð ertu
að senda?
Konur klæðast líka lang-
röndóttum jakkafötum.
Ljósmynd/Fox Searchlight
Langröndóttar skyrtur
eru vinsælar í dag.
Elliot Page sést hér í hlutverki tánings-
stúlkunnar Juno (t.h.) sem var mjög
hrifin af röndóttum fötum, enda fylgdi
hún ekki meginstraumi samfélagsins.
11.7. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19
www.husgagnahollin.is
V
E
F V E R S L
U
N
2ja sæta sófi
118.993 kr. 169.990 kr.
3ja sæta sófi
132.993 kr. 189.990 kr.
Hægindastóll
83.993 kr. 119.990 kr.
SICILIA
2ja og 3ja
sæta sófar
og hæginda-
stóll.
MODENA
Barstóll
19.794 kr.
32.990 kr.
AFSLÁTTUR
40%
ÚTSALA
AFSLÁTTUR
30%
ÚTSALA
LOKAHELGI SUMARÚTSÖLUNNAR