Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.07.2021, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.7. 2021
EM Í KNATTSPYRNU
Fyrir
líkama
og sál
L augarnar í Reykjaví k
w w wsýnumhvert öðru tillitssemi
drottning. Jæja, eða svona hér um
bil.
Aðeins fjórir sem léku úrslitaleik-
inn gegn Vestur-Þjóðverjum eru enn
á lífi; Bobby Charlton, Geoff Hurst,
Roger Hunt og George Cohen. Þeir
hljóta að verða í heiðursstúkunni um
helgina – ásamt fastagestinum David
Beckham sem Englendingar flagga
af öllu og engu tilefni. Enda huggu-
legur maður, Beckham, og prýði að
honum í stúkunni. Með einhverjum
hætti þarf að svara hinum eitursvala
þjálfara Ítala, Roberto Mancini, að
ekki sé talað um glæsimennið hon-
um til aðstoðar, Alberico Evani.
Prýði hefur líka verið að enska lið-
inu á EM; það hefur komið mörgum
á óvart með öguðum og skilvirkum
leik sínum. Leiðin í úrslit hefur verið
til þess að gera fumlaus enda þótt
vítið gegn Dönum væri auðvitað
gjöf. En sanngjarn var sigurinn,
varla er hægt að halda öðru fram.
Aumingja Danirnir hlupu á vegg eft-
ir um 70 mínútur og örmögnuðust
eftir frábæra frammistöðu á mótinu.
Englendingar juku þvert á móti
hraðann í framlengingunni og Ra-
heem Sterling, helsta stjarna þeirra
á mótinu til þessa, tók ófáa kraft-
sprettina á dönsku vörnina, meðal
annars í aðdraganda vítadómsins
umdeilda.
Varamaður fyrir varamann
Ítalir fóru líka í framlengingu gegn
Spánverjum sem var hæg og lokuð.
Og flestir á vellinum komnir að fót-
um fram er á hana leið, nema þá
helst Dani Olmo. Englendingar litu
út fyrir að vera í miklu betra líkam-
legu formi en þessi lið og varla
þreytu að sjá á nokkrum manni.
Enda vanir að leika á 30% hærra
tempói í ensku úrvalsdeildinni en
þekkist á Ítalíu eða Spáni.
Gareth Southgate gat meira að
segja leyft sér að taka varamann af
velli í framlengingunni, Jack Greal-
ish, til þess að breyta um leik-
skipulag svo sigla mætti skútunni á
hægu stími heim. Einhverjir móðg-
uðust fyrir hönd Grealish, eins og
Inga Björns Albertssonar forðum,
en það er óþarfi. Tilgangurinn helg-
ar meðalið og liðið gengur alltaf fyr-
ir. Alltaf. Það skilur Southgate.
Sterling og Harry Kane voru líklegri
til að gera usla á breikinu undir lokin
en Grealish. Svokallaður „nó-
breiner“ hjá Southgate sem vaxið
hefur hratt í áliti á þessu móti. Hann
hefur nú komið Englandi í undan-
úrslit á tveimur stórmótum í röð og
liðið er ungt og spennandi, jafnvel
rétt að byrja.
Varnarleikurinn hefur verið aðals-
merki Englands á EM en liðið hefur
aðeins fengið á sig eitt mark í leikj-
unum sex – beint úr aukaspyrnu
gegn Dönum. Þetta sætir tíðindum,
ekki síst í ljósi þess að flestum ber
saman um að markvörðurinn, Jor-
dan Pickford, sé veikasti hlekkur
liðsins. Aumingja maðurinn lítur út
fyrir að vera stöðugt á barmi tauga-
áfalls og á fjörutíu árum rúmum sem
sparkunnandi hef ég aldrei séð
markvörð losa sig jafn ofboðslega
hratt við boltann. Það er engu líkara
en hann sé með heila túbu af sinnepi
þið vitið hvar. En til að gæta allrar
sanngirni þá hefur Pickford á köfl-
um varið mjög vel á EM enda prýði-
legur skotstoppari.
Sultuslakir í vörninni
Algengt er að taugaveiklaður mark-
vörður komi róti á vörn sína en það á
ekki við hér. Hvorki hefur dottið né
dropið af John Stones og Harry Ma-
guire í leikjunum til þessa. Meira að
segja ólíkindatólið Tyrone Mings
hélt ró sinni í fyrstu leikjunum. Bak-
verðirnir hafa verið síst verri en
kollegar þeirra frá Ítalíu; Luke
Shaw fastur fyrir í vörn og hárbeitt-
ur fram á við með þrjár stoðsend-
ingar sem leitt hafa til marks og
Kyle Walker oftar en ekki birst sem
frelsandi engill þá sjaldan hinir álp-
ast út úr stöðum. Hraði hans og
styrkur eru eins og að hafa þrjá
hjálparkosti í rimmunni, alla góða,
eins og Þorsteinn Joð var vanur að
segja; spyrja salinn, taka burt tvö
röng svör og hringja í vin. Alltaf er
Walkerinn mættur.
Það er ekki bara vörnin sem hefur
skilað Englandi alla leið í úrslit. Sagt
er að nýir vendir sópi best og Declan
Rice og Kalvin Phillips hafa farið
mikinn á miðjunni fyrir framan hana
og haldið leiðtoga liðsins, Jordan
Henderson, á bekknum. Sú stað-
reynd segir meira en öll orð. Ein-
hver fegurð í því líka að þeir leiki
með þeim fornfrægu félögum West
Ham og Leeds. Mikið mun mæða á
þeim tveimur í úrslitaleiknum þegar
Ítalirnir byrja að hápressa. Í þeim
skilningi voru Danirnir fín general-
prufa meðan þeim entist þrek.
Ungstirni upp af ungstirni
Sterling hefur sem fyrr segir farið á
kostum á EM og ekki ólíklegur í
nafnbótina „maður mótsins“. Kane
byrjaði rólega en rumskaði eftir
riðlakeppnina, er kominn með fjögur
kvikindi og virkar í vígamóð nú.
Munar um minna. Mason Mount
hefur verið harðduglegur en ekki
skapað sérlega mikið. Heldur þó
ábyggilega sæti sínu um helgina.
Ungstirnið Bukayo Saka byrjaði á
hægri-kantinum gegn Dönum og
lagði upp jöfnunarmarkið. Vex við
hverja raun, sá piltur. Phil Foden
kom sprækur inn á gegn Dönum og
Jadon Sancho lék vel gegn Úkraínu.
Marcus Rashford getur spilað þarna
líka. Sumsé haugur af ungum og
bráðefnilegum mönnum og fram-
tíðin hjá enska landsliðinu er björt.
Spurningin er bara þessi: Byrjar
hún í dag?
Harry Kane fyrirliði og félagar
í enska landsliðinu fagna
sigrinum á Dönum í vikunni.
AFP