Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.07.2021, Side 29
í Búdapest, sem á hönk upp í bakið á
honum. Eiginmaður og tveir synir
hennar hverfa meðan þeir eru í or-
lofi í ungversku Ölpunum og hafa
þarf hraðar hendur. Baptiste sogast
með hraði inn í gerspillta undir-
heima borgarinnar og okkur verður
fljótt ljóst að hann er ekki samur
maður lengur, ef marka má kynn-
ingu á þáttunum á vefsíðu BBC.
Hann er sem fyrr vakinn og sofinn
yfir verkefninu en þegar harka fær-
ist í leikinn eru góð ráð dýr. Baptiste
þarf til dæmis að vinna með lögreglu
sem hann getur ekki treyst og fóðra
fróðleiksþyrsta fjölmiðla sem svífast
einskis til að afla upplýsinga um mál
sem vekur athygli langt út fyrir
landsteinana. Eða eins og okkar
maður segir mæðulega í stiklunni:
„Ekkert er eins og það lítur út fyrir
að vera!“ Einnig vekur athygli í
stiklunni að Baptiste kynnir sig að
hætti njósnara hennar hátignar. „Ég
heiti Baptiste, Julien Baptiste.“
Hvort það sé til marks um vaxandi
sjálfstraust persónunnar eða hand-
ritshöfundanna skal ósagt látið –
nema hvort tveggja sé.
Það er sem fyrr franski leikarinn
Tchéky Karyo sem fer með hlutverk
Juliens Baptistes. Hann var vel
peppaður í samtali við breska vef-
miðillinn What to Watch: „Ég er
fullur eftirvæntingar og stoltur af
Harry og Jack [Williams, höfundum
þáttanna] fyrir þessa djörfu sögu í
Ungverjalandi. Ég get ekki beðið
eftir að búa mig undir þetta nýja æv-
intýri Juliens og tilfinningarnar sem
hann er í þann mund að ganga gegn-
um. Ég hlakka til að deila þessari
mögnuðu vegferð með frábæru liði
leikara.“
Þar mæðir mest á bresku leikkon-
unni Fionu Shaw, sem margir
þekkja úr þáttunum Killing Eve, en
hún leikur sendiherrann. „Það er
mér sannur heiður að ganga til liðs
við þetta hæfileikaríka lið undir leið-
sögn Thomas Nappers [leikstjóra].
Handrit Harrys og Jacks er líka frá-
bært. Það er mikil gæfa að fá tæki-
færi til að vinna með öllum þeim
bestu af nýju kynslóðinni,“ hefur
What to Watch eftir Shaw.
Undir lok fyrstu seríunnar komst
Baptiste að því að hann á stálpaðan
son, Niels, sem er lögreglumaður í
Amsterdam og ósiðlegur í þokkabót.
Margir velta fyrir sér hvort hann
verði uppi á dekki nú en því hefur
því miður ekki verið svarað.
Íslendingar hafa komið nokkuð
við sögu Baptistes fram að þessu en
Börkur Sigþórsson leikstýrði sein-
ustu seríu og Ólafur Darri Ólafsson
lék hinn geðþekka Stefan Andersen
í seinni seríunni af The Missing.
Ekki er vitað til þess að Íslendingar
séu um borð að þessu sinni.
Fæddur í Tyrklandi
Tchéky Karyo er 67 ára gamall og
margreyndur á sviði leiklistarinnar.
Hann fæddist árið 1953 í Istanbúl og
hlaut nafnið Baruh Djaki Karyo.
Móðir hans var grískur gyðingur en
faðirinn tyrkneskur gyðingur með
rætur á Spáni. Fjölskyldan flutti
snemma til Parísar, þar sem Karyo
ólst upp og stafsetningu nafns hans
var breytt úr Djaki í Tchéky svo
Frakkar ættu auðveldara með að ná
valdi á framburðinum.
Karyo lærði leiklist og gekk ungur
til liðs við leikhús í Strasbourg, þar
sem hann tók þátt í fjölmörgum sýn-
ingum, bæði á sígildum og sam-
tímaverkum. Upp úr 1980 fór að
bera á honum í kvikmyndum eftir
leikstjóra á borð við Éric Rohmer,
Jean-Jacques Annaud og Luc Bes-
son en Karyo var í nokkuð stóru
hlutverki í The Bear eftir Annaud
1988 og La Femme Nikita eftir Bes-
son árið 1990. Síðan hefur hann leik-
ið jöfnum höndum í frönskum,
breskum og bandarískum myndum,
meðal annars í hasarmyndinni Bad
Boys eftir Michael Bay, þar sem
Will Smith og Martin Lawrence
voru í aðalhlutverkum.
Julien Baptiste er þó án nokkurs
vafa þekktasta persónan sem Karyo
hefur túlkað á tjaldinu eða skjánum
og hver gæti farið að verða seinastur
til að sjá hann en ef marka má sumar
heimildir gæti serían sem senn fer í
loftið orðið sú seinasta um þennan
geðþekka franska rannsóknarlög-
reglumann. Hvort það þýðir að okk-
ar maður týni þar lífi skal ósagt lát-
ið. Líklegra verður að teljast að
handritshöfundarnir hafi loksins
fengið móral yfir því að hundþeyta
okkar manni, lösnum og lúnum,
ítrekað um alla álfuna og hann fái nú
loksins kærkomna hvíld.
Julien Baptiste stendur
sem fyrr í stórræðum.
BBC
11.7. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29
VEIKINDI Matt Heafy, forsprakki
bandaríska þrassbandsins Trivium,
greindist á dögunum með kór-
ónuveiruna enda þótt hann sé full-
bólusettur. Heafy, sem er 35 ára,
greindi frá þessu á samfélags-
miðlum. „Þökk sé bólusetningunni
þá er þetta bara eins og hvert ann-
að túrkvef; faðir minn veiktist á
hinn bóginn óbólusettur og hefur
nú glímt í tólf vikur við slæm
lungna/hjarta/lifrarvandamál,“
skrifaði Heafy sem vonast til að
verða orðinn frískur fljótlega.
Bólusettur en greindist samt
Matt Heafy á tónleikum með Trivium.
AFP
BÓKSALA 30. JÚNÍ - 6. JÚLÍ
Listinn er tekinn saman af Eymundsson
1 Litla bókabúðin við vatnið
Jenny Colgan
2 Bréfið
Kathryn Hughes
3 Erfinginn
Camilla Sten
4 Palli Playstation
Gunnar Helgason
5 Sjáandinn
Stephen King
6 Leyndarmál
Sophie Kinsella
7 Independent People
Halldór Laxness
8 Faðir Brown
G.K. Chesterton
9 Iceland in a Bag
Ýmsir höfundar
10 Leysingar
Stina Jackson
1 Palli Playstation
Gunnar Helgason
2 Kettlingur kallaður Tígur
Holly Webb
3
Múmínsnáðinn og
Jónsmessuráðgátan
Tove Jansson
4
Vera til vandræða er ekki
af baki dottin
Joanna Nadin
5 Vera til vandræða veldur usla
Joanna Nadin
6 Rím og roms
Þórarinn Eldjárn/Sigrún Eldjárn
7
Harry Potter og
viskusteininn
J.K. Rowling
8
Hvar er Depill?
– bók og bangsi – gjafasett
Eric Hill
9
Ég fer í fríið með Andrési
og félögum
Walt Disney
10 Villinorn 6 – afturkoman
Lene Kaaberbøl
Allar bækur
Barnabækur
Ég hef unnið á bókasafni í rúm-
lega tuttugu ár og hef fyrir vikið
haft ágætan aðgang að skáldsög-
um á íslensku og ensku, en einn-
ig bókum um hugðarefni mín,
sem helst hafa verið knatt-
spyrna, tónlist, sagnfræði, ætt-
fræði og skringileiki heimsins.
Þar er líka mjög auðvelt að reka
nefið niður í allt það sem hug-
urinn girnist, þótt hann hverfi
oftast fljótt á allt aðrar slóðir:
viðhald heimilisins, skrautskrift,
ferðahandbækur og margt fleira.
Allar bækurnar sem ég nefni hér
hef ég fundið annaðhvort á
Borgarbókasafninu, þar sem ég
vann í átta ár,
eða í Tækniskól-
anum, núverandi
vinnustað mín-
um.
Ég hef alltaf
haft mikinn
áhuga á sagn-
fræði. Bókin Um
haf innan eftir Helga Guð-
mundsson er sérstaklega vel
heppnað sagnfræðirit á alla
kanta, áhugaverð, fróðleg og
mjög læsileg. Í bókinni fjallar
Helgi m.a. um hvernig arður Ís-
lendinga af sölu á skinnum og
rostungs- og hvalatönnum frá
Grænlandi í Evrópu gerði þeim
kleift að skrifa og búa til dýr
handrit þess tíma, og rekur um
leið ástæðu þess að sagnaritun
og handritagerð lognaðist á
endanum út af.
Sögulegar skáldsögur geta
sameinað sagnfræðilegan áhuga
og þörfina fyrir stílbrögð og
ljóðrænu skáldskaparins. Sturl-
ungar koma þannig mikið við
sögu í tveimur af mínum uppá-
halds sögulegu skáldsögum,
Morgunþulu í
stráum eftir Thor
Vilhjálmsson og
Óvinafagnaði eft-
ir Einar Kárason.
Það er eins og
Einar hafi tekið
upp þráðinn þar
sem Thor sleppti
og því mynda þær
mjög góða heild í
mínum huga,
ásamt seinni bók-
um Einars um
þessa róstutíma í
Íslandssögunni.
Seinustu árin
hefur áhugi minn sífellt meir
beinst að Ameríkuferðum Ís-
lendinga í lok 19. aldar og byrj-
un 20. aldar. Böðvar Guðmunds-
son gaf út tvö bindi af Bréfum
Vestur-Íslend-
inga, en sam-
skipti þeirra sem
fluttu vestur um
haf við ættingja
og vini sem eftir
sátu hér á landi
bera glöggt vitni
um hvað gæfan gat verið fallvölt
innflytjendum, sérstaklega fyrst
í stað. Böðvar hafði áður skrifað
tvær sögulegar skáldsögur, Hí-
býli vindanna og Lífsins tré, sem
fjalla einmitt um örlög fólks sem
flýr örbirgðina á Íslandi og flytur
til Vesturheims í von um betra
líf, og gera það mjög vel.
ÓMAR ÁRNASON ER AÐ LESA
Arður af sölu á skinnum og
rostungs- og hvalatönnum
Ómar Árnason
er bókavörður.
Fenix
• Slitsterkt og hitaþolið yfirborðsefni
• Silkimjúk áferð við snertingu
• Sérsmíðum eftir máli
Gylfaflöt 6-8, 112 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is