Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.08.2021, Síða 21

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.08.2021, Síða 21
1.8. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21 Elsku Fiskurinn minn, þú ert svo margslunginn. Annaðhvort elskarðu breyt- ingar eða þolir þær ekki og þarft að hafa skoðun á öllu sem þér tengist og öllum. Það býr mikil fórnfýsi og stundum viltu líka vera fórnarlamb, því að vera venjulegur er eitur í þínum beinum. Þú ert svo mikil tilfinning að það er næstum þannig þú þurfir lyf við því. Þú ert tólfta merki dýrahringsins og hefur þann sérstaka kost að búa yfir eiginleikum hinna merkjanna. Hættu að horfa á líf þitt með röntgenaugum og farðu að lifa með kaldhæðninni og húmornum sem gerir þig svo einstakan. Þú þolir illa öll höft, og þú ert á því tímabili að þú munt slíta þau af þér og hugsa svo: „Ég hefði ekki trúað að þetta væri svona auðvelt!“ Þú ert í björtum og skemmtilegum tíma þar sem þú verður umvafinn ást og gleði, ferðast meira en þú bjóst við og byggir þig upp, hvort sem það hefur verið líkamleg eða andleg heilsa sem hefur hrjáð þig. Þú verður svo lausnarmiðaður að ríkisstjórnin og önnur stærri fyrirtæki ættu að ráða þig í vinnu. Þegar líða tekur á sumarið þá færð þú tilboð eða boð um samninga eða verkefni sem þú hefur verið að hugsa um, en bjóst ekki við þeim, allavega ekki í náinni framtíð. Lífið og gjafirnar eru að færast þér nær og þú ert svo fallegur þegar þú ert ástfanginn. Ef þér finnst þig vanta partner, þá er ekki ólíklegt að í einhverju boðinu eða ferðalagi í gegnum sér- kennilegan stað að einhver fullkominn bíði þín, sem passar þér fullkomlega. Engin ástartilfinning er eins, svo ekki leita að því sem þú hafðir einhvern tímann, heldur bjóddu nýjar tilfinningar vel- komnar. Það er undir þér að finna þína tvíburasál, ef þú ert ekki nú þegar kominn með hana. Umvafinn ást og gleði FISKARNIR | 19. FEBRÚAR 20. MARS Elsku Nautið mitt, ég fæ hreinlega gæsahúð yfir því hvað lífið á eftir að gefa þér. Þú færð verðlaun eða hrós frá ótrúlegustu stöðum og þú vinnur svo sérstaklega vel undir hrósi og/eða einlægni. En það kemur fyrir að þú finnur ekki árangur af erfiði þínu og þá máttu sleppa því um stund eða víkja hugsunum þínum annað. Það þýðir ekki þú eigir að hætta einhverju, heldur þýðir það að það ríkir ekki keppnisandi í hjarta þínu yfir því sem þú ert að gera. Og þótt þú leggir eitthvað til hliðar og beinir athugulum krafti þín- um annað, þá segir það mér samt að þú munt klára meira en þú heldur og á skemmri tíma en þér dettur í hug. Það hefur angrað þig að þér finnst hafa verið þoka yfir heilabúinu þínu. Og þú frýst og sýnir verri mynd eins og sjónvarpið þegar netið er ekki nógu virkt. Í staðinn fyrir að finnast þetta alveg ómögu- legt skaltu bara segja að þú ætlir að hvíla þig í smástund. Og þá meina ég að hvíla þig í alvöru, ekki bara sofa, heldur að finna það innra með þér hvernig þú sleppir öllu úr huga þínum. Lærðu helst önd- unaræfingar og hugsaðu bara um að anda inn og út. Með þessu ertu að uppfæra sálina, því það hefur einfaldlega verið svo mikið álag út af svo mörgu. Samt hefur margt verið svo athyglisvert og svo gaman. Þú ert, hjartað mitt, merki ástarinnar og þess vegna er hin hreina og tæra ást mikilvægari en hjá öðrum merkjum dýrahringsins. Og í þeirri aðstöðu geturðu látið binda þig allt of fast niður, hvort sem það er út af ást sem var, ást sem er eða ástinni sem þér finnst þig vanta. Það er svo mikilvægt fyrir konur í Nautsmerkinu að hafa andlegt og veraldlegt öryggi, og þetta stoppar þig oft í því að gera það sem þú vilt. Ef þér finnst þú vera búin/n að labba í hringi og allt það sama sé að birtast þér, og þá er ég að sjálfsögðu að tala um bæði kynin í þessu blessaða merki, þá geturðu bara klippt á þessa vanahringi, það kemur enginn annar þér til bjargar að lifa. Ég sagði á forsíðunni á Morgunblaðinu um áramótin: „Segðu já“, og ég er gallhart Naut en hef oft komið mér í alls kyns vesen og vitleysu út af þessum „jáum“ þótt mig langi til að segja nei. Svo þetta er áskorun bæði fyrir þig og mig; segðu bara já, það er lykillinn. Að segja já er lykillinn NAUTIÐ | 20. APRÍL 20. MAÍ Elsku Krabbinn minn, láttu alls ekki tilfinningarnar bera þig ofurliði í neinu á þessu sérstaka tímabili sem þú ert að ganga inn í. Þú mátt alveg vita að þú getur gert greinarmun á réttu og röngu, svo íhugaðu að gera ekkert annað en að feta þann veg þar sem hið réttara skal sann- ara reynast. Það getur oft verið erfitt fyrir þig, yndið mitt, að halda með réttlætinu og hinu rétta. Og á sama tíma líka að standa fyrir utan allt sem þarf að taka ákvarðanir um, en þú færð aukakraft til þess að klára málin. Það er þér í blóð borið að hugsa um og annast aðra, þú ert alveg skilyrðislaus í þessari hjálpsemi sem lýsir upp hjarta þitt. Þú átt það örlítið til að taka yfir og stjórna til þess að létta líf annarra, en í þessu öllu skaltu skoða að rétt skal vera rétt. Það er blanda af bæði feimni og framtakssemi í hjarta þínu og eftir því sem þú eldist skilurðu feimnina meira eftir heima og framtakssemi verður frekar þitt einkenni. Þú leyfir þeim of mikið sem halda þér niðri og eru alltaf að hræra í sömu súpunni, sem er orðin al- veg bragðlaus. En þú þarft að sjá að sumt fólk er ekkert að gera í lífi sínu og á það til að hanga utan á þér eins og ketilbjöllur og hindra að þú færist til. Þetta er ekki þeim að kenna heldur sjálfum þér, því þú hefur ekki neinn kraft til að breyta til hins betra þeim sem ekkert vilja breytast. Það er birta yfir heimili þínu og þú ert örugglega löngu byrjaður á því að lagfæra allt og setja í skorður, því það streyma til þín ótrúlegar hugmyndir. Hugmynd er í raun og veru eins og spádómur, því þú sérð fyrir þér í huganum eitthvað sem er sent til þín. Og hvort sem það er lítil eða stór hug- mynd, þá muntu standa upp og gera eitthvað í málunum. Margir litlir hlutir verða að stórum, svo allt er að gerast eins og það á að vera. Ástinni tengist hlýja og fyrirgefning, þú lætur ekki þá hluti sem áður fóru í taugarnar á þér espa þig upp, því að styrkur fönixins er eins og hjálmur utan um þig. Margt smátt verður stórt KRABBINN | 21. JÚNÍ 22. JÚLÍ Elsku Hrúturinn minn, þú sterka og skoðanamikla alheimsafl sem ýtir svo sannarlega við okkur hinum þegar þess þarf. Það er svo margt og mikið búið að takast í sumar, en þér finnst það alls ekki nóg. Þú verður að vita að sú setning sem Alda Karen lífs- kúnstner sagði, „þú ert nóg“, er eitthvað sem þú þarft að tileinka þér núna. Þú ert á miklu betri stað en þú varst fyrir tveimur árum. Tækifærin í svo mörgu blasa við þér og þú átt eftir að stökkva á það hárrétta. Til þess að þú finnir hversu mikið upphaf er að bjóðast þér er það líka alveg staðreynd að það eru viss endalok sem fylgja upphafinu. Það verða ekki allir sáttir við þig, en það mun ekki hrófla við neinu hjá þér, né hafa tilætluð áhrif. Útkomuna færðu ekki fyrr en ágústmánuður er á enda og þegar þú tekur ákvörðun verður ekki aftur snúið. Þú ert búinn að gera allt sem þú getur í því þema sem þú hefur verið í, svo núna eru að koma atburðir sem verða þér í hag. Byrjaðu daginn með lofi og hrósi og vektu frekar athygli á því sem er að hjá þér sjálfum í stað þess að gagnrýna aðra. Þegar þú gerir þetta verðurðu alls staðar boðinn velkominn. Þú vekur áhuga fólks án þess að lyfta fingri og gerir aðra hissa, því einhvern veginn bjóst enginn við þessum breyt- ingum frá þér. Það kemst meiri hreyfing á hlutina eftir þann 8. ágúst og í kringum þann 22. ágúst sérðu veruleikann betur. Peningar munu koma og fara á þessu tímabili, en veraldlegt gengi verð- ur betra eftir því sem líður á veturinn, og að þú getir þetta, er það eina sem þú þarft að vita. Tækifærin blasa við HRÚTURINN | 21. MARS 19. APRÍL Elsku Tvíburinn minn, ég hef alltaf sagt að það ætti að kenna samskipti í skólum frekar en dönsku eða stærðfræði, en þú fékkst samskiptahæfni í vöggugjöf. Og þú ert að fara inn í langt tímabil þar sem þessi hæfileiki á eftir að njóta sín og lýsa eins og friðar- súlan hennar Yoko Ono úti í Viðey. Þér dettur svo margt í hug að þú ert eins og margmiðl- unarfyrirtæki. Þú veist þú getur leyst úr öllu sem fyrir þig verður lagt á styttri tíma en þú ímyndar þér. Þú leysir bókstaflega allt eins og þú værir sjálfur forsætisráðherra landsins, en þó með rétta samskiptahæfni. Þú blandar saman visku og húmor og ert eins og góð bíómynd ætti að vera. Maður lærir eitthvað af myndinni og getur skellt upp úr öðru hvoru yfir þessum einstaka húmor. Það eina sem getur tekið þig kverkataki á þessum tímum er að þér gæti hundleiðst þrátt fyrir að það sé engin dauð stund sem þú ættir að hafa tíma til þess að láta þér leiðast. Þegar þú býður þessi leiðinlegheit velkomin taparðu afli og þínum litríka anda. Svo það er ekki í boði að segja við Alheimsvitundina að þér leiðist, því það eru svo margir sem myndu vilja vera í þínum sporum og vera þú. Kraftur þinn kemur frá hugaraflinu og samskiptahæfnin hjálpar þér að vera hlutlaus og að sleppa tilfinningunum sem tengjast ákvörðunum. Í öllu því sem þú ert að skapa og gera þarftu að vita að það er orðið frelsi sem er sterkast inni í þinni vitund. Að vera ekki kúgaður, hvorki í ástinni, vinnunni né fjölskyldunni. Að sjá að þú getur flogið hvert sem þú vilt því að það er hægt að treysta þér í einu og öllu. Vertu samt skýrmæltur við þá sem þurfa að vita hvað þú vilt, þótt þú blandir ekki tilfinningum inn í þá rökræður. Getur flogið hvert sem er TVÍBURINN | 21. MAÍ 20. JÚNÍ Elsku Ljónið mitt, þú ert að fara inn í tímabil þar sem þú sérð stjörnunar, himininn og sjóinn í miklu skýrari litum. Þú finnur hjá þér þörf til að skapa og búa eitthvað til. Og þú verður að láta undan þessari þörf til þess að sálin þín víkki út og færi þér hamingju- straumana. Þú átt líka að leyfa þér meira að leika þér og í því er líka viss sköpun að skemmti- legra lífi. Hégóminn og egóisminn getur nagað af þér handarbökin og komið þér í ástand sem þú kærir þig alls ekki um að vera í. Það eina sem sigrar hégómann og egóismann er auðmýkt gagn- vart öllum þeim sem eru að reyna að hafa áhrif á líf þitt og líka gagnvart þeim sem vilja bara fá að vera með. Þér gengur svo miklu betur í fjármálunum núna og örlæti á allan þinn hug. Það er alltaf sælla að gefa en þiggja. Og í hvert skipti sem þú gefur, þá bætist ást og kærleikur við þig. Svo hafðu engar áhyggjur því þú færð allt til baka, þótt það sé ekki endilega frá þeim sem þú gefur. Það er sterkt í þér að vilja ekki eða nenna ekki að hafa áhyggjur. Og auðvitað er þetta rétt hugsun, því áhyggjur skapa bara meiri áhyggjur. Þú færð alltaf meira af því sem þú hugsar, það er staðreynd. En samt þarftu að sjá að þú þarft að loka þeim götum sem valda þér hugarvíli. Því að fresta því sem þú þarft að horfast í augu við, býr bara til meiri vitleysu. Þú getur klárað allt sem þú vilt leysa með því að standa upp og ráðast á vandann. Þú átt eftir að verða hissa og hrista höfuðið yfir því hversu létt sú vinna verður. Þú þarft að skrifa niður á miða eða í símann þinn hverju þú ætlar að ljúka. Þá gerist kraftaverk, því að með þessu seturðu kraft í verkið. Það er töfrandi ástarblik í kringum þig og hvort sem þú ert á lausu eða í sambandi, er eitt- hvað að dafna meira í ástinni en áður hefur gert. Þú átt eftir að finna sterkt þú ert ánægður með sjálfan þig. Og bara með því að hugsa að þú sért bara algjörlega frábær og óumræðilega spenn- andi til dæmis, þá hefur annað fólk það álit á þér líka, hvort sem það er með orðum eða hugs- unum. Þörf til að skapa LJÓNIÐ | 23. JÚLÍ 22. ÁGÚST Þú ert þinnar eigin gæfu smiður. Knús og kossar

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.