Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.08.2021, Side 4
FRÉTTIR VIKUNNAR
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.8. 2021
T
æplega verður mikilla átaka að
vænta á vinnumarkaði í haust
þegar endurskoðunarákvæði
lífskjarasamninganna svonefndu
virkjast. Ragnar Þór Ingólfsson,
formaður VR, telur ekki mikla
stemningu fyrir því í ljósi veirunnar
og efnahagsafleiðinga hennar.
Síðustu útihátíðir sumarsins fóru
fram um liðna helgi, en vegna nýrra
samkomutakmarkana þurfti að af-
lýsa öllu hátíðahaldi um versl-
unarmannahelgina. Þar er áfallið án
vafa mest í Vestmannaeyjum, en
þar íhuga eyjaskeggjar að sækja
bætur til ríkisins vegna þeirra bú-
sifja.
Ein þeirra fjöldasamkoma, sem
kunna að vera í uppnámi, er lands-
fundur Sjálfstæðisflokksins, sem á
að setja hinn 27. ágúst, en kann að
þurfa að fresta verði samkomutak-
mörkunum ekki aflétt. Fundinn
sækja að jafnaði um 1.500 manns.
Um 70% smita voru meðal bólu-
settra, sem tæplega kom á óvart í
ljósi þess að um 85% 16 ára og eldri
Íslendinga hafa verið bólusett. Eins
var eitthvað um endursýkingar, en í
nær öllum tilvikum voru einkenni
væg ef nokkur.
Farsóttarhúsin tvö fylltust og því
var hinu þriðja bætt við þegar 130
voru komnir í einangrun og fór enn
fjölgandi.
Gosið í Geldingadölum færðist tals-
vert í aukana í vikunni.
Fjóla Hrund Björnsdóttir hafði bet-
ur í oddvitakosningu Miðflokksins í
Reykjavík, en þar laut þingmaðurinn
Þorsteinn Sæmundsson í lægra
haldi.
. . .
Nýjar sóttvarnareglur tóku gildi við
komu til landsins, en nú þurfa allir
komufarþegar, bólusettir eða með
staðfesta fyrri sýkingu, að sýna inn-
an við þriggja daga gamalt neikvætt
Covid-próf áður en þeir fá að ganga
um borð í flugvél ytra.
Talsvert álag var í sjúkraflutn-
ingum vegna farsóttarinnar, en þeir
eru nú um 25 á dag að meðaltali.
Af 609 manns, sem voru undir eft-
irliti Covid-deildar á mánudag voru
593 með væg eða engin einkenni.
Lík fundust á fjallstindi K2, en
kennsl voru borin á samferðamenn
Johns Snorra Sigurjónssonar, sem
týndust á fjallinu í febrúarbyrjun.
Í Vestmannaeyjum er áformað að
boða til Þjóðhátíðar síðsumars leyfi
sóttvarnareglur það. Eftir sem áður
verður brekkusöng streymt á netinu
nú um helgina.
Sögulegar sættir tókust innan Við-
reisnar, þegar Benedikt Jóhann-
esson, stofnandi og fyrrverandi for-
maður flokksins, og Þorgerður
Katrín Gunnarsdóttir, núverandi
formaður flokksins, urðu ásátt um að
Benedikt mætti með fullri reisn
stofna málfundafélagið Endurreisn
innan vébanda flokksins. Jafnframt
náði Benedikt því í gegn að í framtíð-
inni yrði leitast við að halda prófkjör
í flokknum.
Alþýðusamband Íslands metur nú
stöðuna í kjaramálum fyrir haustið
og mun kappkosta að viðhalda kaup-
mætti umbjóðenda sinna. Hins vegar
hefur það ekki áhyggjur af lang-
tímaatvinnuleysi.
Lottóspilari gaf sig fram til þess að
ná í 55 milljóna króna vinning, sem
kom á miða hans fyrir einum og hálf-
um mánuði. Hann hafði ekki gáð að
vinningnum fyrir nú og sagði raunar
hundaheppni að hann hefði ekki glat-
að miðanum.
. . .
Halldór Benjamín Þorbergsson,
framkvæmdastjóri Samtaka at-
vinnulífsins, segir að atvinnustig í
landinu þurfi að vera í brennidepli í
komandi kjaraviðræðum. Aukið at-
vinnuleysi væri óásættanlegt. Sömu-
leiðis þurfi að ræða efndir stjórn-
valda á fyrirheitum þeirra í
tengslum við samningana.
Mikill erill hefur verið í Leifsstöð,
bæði vegna farþega á leið úr og til
landsins. Þrátt fyrir að þar ræði
engan veginn um sama fjölda og fyr-
ir plágu, þá er umstangið vegna sótt-
varna mun meira.
Blíðviðri var á höfuðborgarsvæðinu,
en sumarið hafði látið bíða lengur
eftir sér þar en í öðrum lands-
hlutum. Þrátt fyrir að allar útihátíðir
væru úr kortunum fyrirhuguðu
margir ferðir úr bænum um helgina,
í sumarbústaði og tjaldútilegur. Að-
sókn á tjaldsvæði fór þó rólega af
stað.
123 reyndust smitaðir í skimunum
þriðjudagsins en aldrei hafa fleiri
greinst á einum degi frá upphafi far-
aldursins hér á landi. Sem fyrr voru
þó sárafáir með mikil sjúkdóms-
einkenni.
Samkomulag tókst við Breta um að
fólki á aldrinum 18-30 sé heimilt að
búa og starfa í Bretlandi í allt að tvö
ár án sérstaks leyfis. Hið sama á við
um unga Breta, sem koma vilja hing-
að til lands.
Halldóra Mogensen, þingmaður
Pírata, hefur fengið stjórnarmynd-
unarumboð flokksins og fékk hún
sérstakt erindisbréf þar að lútandi.
Alþingiskosningar eiga að fara fram
25. september.
. . .
Faraldurinn hélt áfram að breiðast
út í smitum talið, en eftir sem áður
voru langflestir hinna smituðu með
lítil eða engin einkenni. Landspítal-
inn kvartaði undan álagi, því þótt lít-
ið væri um innlagnir var mikið um að
vera á göngudeild.
Tveir heimilismenn á elliheimilinu
Grund smituðust af starfsmanni, en
þeir voru báðir bólusettir.
Það er víðar órói en á Reykjanes-
skaga, þar sem enn flæðir hraun í
Meradali með aukinni eldvirkni.
Bárðarbunga í norðvestanverðum
Vatnajökli þenst út og mældust
snarpir jarðskjálftar. Sömuleiðis
hefur aukin skjálftavirkni verið í
Kötlu.
Að sögn Ölgerðarinnar urðu nýjar
samkomutakmarkanir til þess að
breyta neyslumynstri í aðdraganda
verslunarmannahelgar. Sala til bara
og Vestmannaeyja sé ljóslega minni,
en hins vegar beri meira á beinum
innkaupum neytenda á veigum.
Matvælaframleiðendur höfðu svip-
aða sögu að segja. Minna gengi t.d.
út af hamborgurum en meira af lær-
um, sem endurspegli öðruvísi helg-
ardvöl en fyrirhuguð var. Mikið sé
grillað þessa dagana í blíðunni, enda
uppsöfnuð grillþörf á höfuðborgar-
svæðinu.
Guðrún Hafsteinsdóttir, oddviti á
lista Sjálfstæðismanna í Suður-
kjördæmi, telur að átakalínan í kom-
andi kosningum liggi um heilbrigð-
ismálin. Hún segir flokk sinn eiga að
gera kröfu um heilbrigðisráðu-
neytið í ríkisstjórnarsamstarfi.
Á daginn kom að Ívar J. Arndal, for-
stjóri ÁTVR, aflaði sér ekki
lögfræðiálits áður en hann kærði
netverslun með vín til lögreglu og
skatts, en síðari kæran reyndist vera
tilhæfulaus. Hefur Ívar verið kærður
til lögreglu fyrir rangar sakargiftir.
. . .
Kvartað var undan því að heilbrigðu
og einkennalausu fólki væri haldið
lengur í einangrun en reglugerð
heimili.
Ferðaþjónustan kvartaði undan því
að krafa um PCR-próf fyrir komu til
landsins fæli ferðamenn frá. Á móti
kemur að þeim, sem ekki tíma að
taka það, er sennilega ekki laust um
fé eftir til komuna til landsins.
Umsjónarmaður farsóttarhúsa
kvartaði undan alvarlegu ástandi í
þeim, þau væru stútfull af fólki og
fyrirsjáanlegt að meira húsrými
vantaði.
Eldfjallafræðingurinn Þorvaldur
Þórðarson segir að gosið í Geldinga-
dölum sé „bara í góðum gír“ og að
það geti vel staðið í nokkur ár.
Ísland varð gulmerkt á sóttvarnar-
korti Evrópusambandsins, sem kann
að hafa einhver áhrif á ferða-
mannastraum þaðan. Bandaríkja-
menn, sem hafa verið duglegastir við
að ferðast hingað að undanförnu,
kæra sig hins vegar kollótta um þá
litamerkingu. Í Bretlandi er Ísland
enn á grænum lista.
Farið var að bólusetja barnshafandi
konur með bóluefni frá Pfizer og
Moderna.
Allt er klárt fyrir þjóðhátíð í Eyjum,
en í Herjólfsdal fær enginn að koma
nema Magnús Kjartan Eyjólfsson,
sem flytur einsöng í Brekkunni þetta
árið. Eyjamenn hafa hins vegar verið
að tjalda í garðinum, hver hjá sér, og
viðbúið að það verði eitthvað vakað í
bænum.
Þjóðhátíð
í blíðu og plágu
Peyjar og pysjur hjóla í Herjólfsdal til þess að virða fyrir sér Þjóðhátíðina, sem ekki verður haldin um verslunarmanna-
helgina eins og vant er. Hvað sem síðar verður. Að þessu sinni verður brekkusöngurinn einsöngur.
Ljósmynd/Sigfús Gunnar
25.7.-30.7.
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 |eirvik.is | Opið virka daga10-18
– 3 tæki í einu og mögulegt að breyta samsetningu ryksugu eftir þörfum
– Allt að 60 til120 mínútna samfelldur gangtími
– Breiður ryksuguhaus sem hentar fyrir allar gerðir gólfefna
Skaftryksuga frá Miele með Li-ion rafhlöðu