Morgunblaðið - 02.07.2021, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 02.07.2021, Qupperneq 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 2021 Parque Santiago Apartments Ameríska ströndin TENERIFE 09. - 20. júlí Flug og vinsæl fjölskyldu íbúðagisting á besta stað verð frá 105.900kr. á mann miðað við 2 fullorðna og 2 börn www.sumarferdir.is | info@sumarferdir.is | 514 1400 11 DAGA FERÐ Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. „Nú er þétt raðað við bryggjurnar,“ segir Hafsteinn Garðarsson, hafnarstjóri í Grund- arfirði. Í gær voru þar í höfn Samherjatog- ararnir Björg og Björgólfur EA og úr þeim var landað 120 tonnum af afla. Þá kom inn skemmtiferðaskipið Le Dumont D’Urville sem er í reglulegum siglingum umhverfis landið. Nú var það í þriðja sinn á sumrinu í Grundarfirði og varð fyrst skemmtiferða- skipa til að leggjast að nýjum 130 metra löngum viðlegukanti, en framkvæmdum við gerð hans er að ljúka. Einnig eru við bryggju þrír bátar heimaútgerða í Grundarfirði sem eru í sumarstoppi. „Þessi dagur, 1. júlí, verð- ur einn sá stærsti hjá okkur í sumar. Hér er mikið að gera,“ segir Hafsteinn. sbs@mbl.is Ljósmynd/Sverrir Karlsson Skemmtiferðaskip og togarar fylltu Grundarfjarðarhöfn Guðni Einarsson gudni@mbl.is Miklir vatnavextir voru víða á norð- anverðu landinu í gær vegna leys- inga. Kolmórauðar ár og bólgnir lækir fossuðu til sjávar og mátti sjá greinileg skil þar sem litað vatnið mætti bláum sjónum. Veðurstofan spáði í gær áfram- haldandi auknum leysingum í hlý- indum á norðan- og austanverðu landinu. Mikið rennsli var í gær og í fyrradag í ám sem renna í Eyja- fjörð. Rennsli í Bægisá fór langt yfir 200 ára flóð en rennsli í Hörgá var á við 25 ára flóð og flæddi hún upp á tún. Fnjóská flæddi yfir bakka sína og á tjaldstæðið í Vaglaskógi. Eins var mjög mikið rennsli í Hvalá í Ófeigsfirði á Ströndum og í Hjalta- dalsá og Austari-Jökulsá í Skaga- firði. Sömuleiðis var mjög mikið rennsli í Svartá í Bárðardal. „Vorið var kalt og það er mikill snjór til fjalla. Svo komu þessi miklu hlýindi og þá fór allt af stað,“ sagði Hulda Rós Helgadóttir, náttúruvár- sérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Spáð var hlýindum áfram og því erf- itt að segja til um hvenær dregur úr leysingunum. Talsverður snjór er enn til fjalla eins og t.d. á Trölla- skaga. Hulda bendir á að vatnasvið Fnjóskár sé talsvert stórt og sama eigi við um Hörgá. „Það má búast við því að það muni hækka í ám á Austurlandi. Þar er talsverður snjór til fjalla og mikil hlýindi,“ sagði Hulda. Þar var tals- vert mikið í lækjum og ár mórauðar. Vegir grófust í sundur Vatnavextirnir skemmdu vegi og trufluðu umferð á nokkrum stöðum á Norðausturlandi í gær og í fyrra- dag. „Þetta er ígildi 50-100 ára flóðs,“ sagði Heimir Gunnarsson, þjónustustjóri Vegagerðarinnar á Akureyri. Hann fór um í gær þar sem vatnavextir höfðu verið til vandræða. Þá var um 20°C hiti og blástur á svæðinu. Hann sagði að ástandið í gær hefði verið svipað og í fyrradag. Vegurinn í Fnjóskadal var í gær- morgun farinn í sundur um 500 metrum sunnan við afleggjarann að Illugastöðum. Illugastaðavegur fór í sundur og lokaðist um tveimur kíló- metrum sunnan við Illugastaði í fyrradag. Reynt var að gera við þá skemmd um kvöldmatarleytið í fyrrakvöld en svo hratt hækkaði þá í ánni að menn urðu frá að hverfa. Heimir fór einnig um Eyjafjarð- arsveit í gærmorgun. Þá hafði að- eins sjatnað í ám og lækjum frá því í fyrradag. Þegar leið á daginn virtist sækja í sama horfið. Á Eyjafjarðarbraut eystri við Þverá rann frá ræsi og var umferðin færð á gamla brú með þungatak- mörkun upp á tíu tonn. Þar komust því aðeins minni bílar. Aðrir þurftu að aka lengri leið. Hinum megin í dalnum hrundi úr Finnastaðavegi við ræsi en það var ekki alvarlegt og í góðu lagi að fara þar um. Þá var ökuhraði lækkaður tímabundið í 30 km/klst. í Ljósavatnsskarði þegar fór að flæða inn á veginn. Hraðatak- mörkuninni var aflétt um leið og vatnið sjatnaði og vegurinn þornaði. Lögreglan á Norðurlandi eystra beindi því til íbúa að vera ekki á ferðinni á þjóðvegum að óþörfu og að sýna aðgát við ár og vötn. Íbúar á Akureyri voru beðnir um að vera ekki á ferðinni á göngustígum og í lægðum í kringum Glerá. Áfram spáð leysingum fyrir norðan og austan - Vatnselgur gróf í sundur vegi í Fnjóskadal og Eyjafirði Ljósmynd/Vegagerðin Fnjóskadalur Vegurinn fór í sundur nærri afleggjara að Illugastöðum í gær og fór líka í sundur og lokaðist um 2 km sunnan við Illugastaði í fyrradag. Ljósmynd/Almannavarnir Skemmdir Vatnsflaumurinn gróf undan sporði gömlu brúarinnar í Fnjóska- dal. Mikill vöxtur var í ám og lækjum á svæðinu og urðu víða skemmdir. Hópslys varð á Akureyri í gær þar sem 63 börn voru inni í hoppukast- ala þegar hann fauk upp í loft nokkra metra frá jörðu. Var hann staðsettur við Skautahöllina á Ak- ureyri. Sjö voru fluttir á Sjúkra- húsið á Akureyri til nánari skoðunar og var einn þeirra fluttur í kjölfarið með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Hinir sex voru sagðir minna slas- aðir. Lögreglan á Norðurlandi eystra rannsakar nú tildrög slyssins, en svo virðist sem óvæntur sviptivind- ur hafi komist undir eitt horn hoppukastalans og lyft því frá jörðu með þeim afleiðingum að festing- arnar gáfu sig. Gunnar Rúnar Ólafsson, vara- slökkviliðsstjóri á Akureyri, sagði í samtali við mbl.is í gær að allt til- tækt lið hefði verið kallað út og lék grunur á að margir krakkar væru fastir í kastalanum. Segir Gunnar Rúnar að mikið þrekvirki hafi verið unnið á vettvangi. Veita þurfti fjölda fólks áfallahjálp, sem varð vitni að slysinu, en margt fólk er nú statt á Akureyri vegna N1-mótsins í knatt- spyrnu drengja. Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlunnar, sem sá um hoppukast- alann, sagði í samtali við mbl.is í gær að atvik sem þessi ættu ekki að geta gerst. Stendur ekki til að opna hoppukastalann aftur. Barn flutt suður með sjúkraflugi - 63 börn voru í hoppukastala sem fauk

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.