Morgunblaðið - 02.07.2021, Side 6
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 2021
Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is
Amerísk heimilistæki
rafvorur.isRAFVÖRUR ehf
Þvottavélar
og þurrkarar
sem taka
10-17 kg
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Áfram verða eldsneytisdælur við
Álfabakka í Mjódd í Reykjavík, enda
þótt þjónustustöð fyrirtækisins þar
víki samkvæmt samkomulagi við
borgina sem
gengið var frá í
síðustu viku.
Bensínstöðin við
Álfheima er svo á
útleið samhliða
uppbyggingu á
borgarlínu.
Fækkun bensín-
stöðva í borginni
hefur lengi verið í
deiglunni og á
næstu árum
munu minnst fimmtán slíkar fara úr
rekstri. Svæðin sem stöðvarnar taka
í dag verða nýtt undir aðra starfsemi,
svo sem ýmsa hverfistengda þjón-
ustu eða íbúðir.
Fyrir sjálfstæði í orkumálum
„Núna verður losað um stöðvar
sem eru inni í íbúðahverfum og nærri
gönguleiðum og skólum. Umhverfis-
sjónarmið ráða hér og svo er þetta
líka þýðingarmikið þegar kemur að
sjálfstæði Íslendinga í orkumálum,“
segir Dagur B. Eggertsson, borgar-
stóri í Reykjavík. „Í stað þess að flyja
inn eldsneyti verða rafbílarnir sem
sífellt fjölgar knúnir innlendri orku.
Þetta er þróun sem ekki verður
stöðvuð og allir vissu að fækkun væri
fram undan þótt fáir hefðu búist við
að við gætum strax tekið svona stór
skref. “
Svigrúm er veitt
Margvíslegt svigrúm er veitt í
samningum Reykjavíkurborgar við
olíufélögin, sbr. framangreind atriði
sem að Olís snúa. Lóð félagsins við
Álfabakka liggur við hlið Stekkja-
bakka 2-4 sem er í eigu Haga. Þessar
lóðir verða þróaðar samhliða og verð-
ur heimild til að setja niður tvær dæl-
ur en fleiri möguleikar á verslun eru
einnig til staðar, segir Jón Ólafur
Halldórsson, forstjóri Olís. Fyrir-
tækið hefur einnig áfram ráð yfir
reitnum í Álfheimum, en ákvörðun
um hvaða starfsemi verður þar er
seinni tíma mál. Þá víkur sjálfsaf-
greiðslustöð ÓB á horni Snorra-
brautar og Egilsgötu fyrir annarri
starfsemi. Í staðinn fær Olís heimild
til þess að setja upp fjölorkustöð á
Esjumelum á Kjalarnesi auk þess að
setja upp eina sjálfsafgreiðsludælu í
Skeifunni og er þá horft til svæða við
Hagkaup eða Bónus.
„Vilji borgarinnar til fækkunar
bensínstöðva er skýr, en jarðefna-
eldsneyti verður þó áfram næstu ára-
tugina heimsbyggðinni mikilvægur
orkugjafi. Ég hef jafnframt fulla trú
á því að verkfræðiþekking sé slík að
finna megi lausnir sem dregið geta
enn meira úr skaðlegum útblæstri og
gróðurhúsaáhrifum,“ segir Jón Ólaf-
ur. „En hvað varðar stöðvarnar við
Álfabakka og Álfheima sem verður
lokað á næstu árum má benda á að á
þeim báðum hefur verið veitt mikil-
væg þjónusta fyrir tvö fjölmenn
íbúðahverfi. Því má velta fyrir sér
hvort íbúar verði jafnsettir um þjón-
ustu, enda þótt rafbílum og hleðslu-
stöðvum fjölgi stöðugt.“
Samið við N1 og Skeljung
Samkomulag borgar og Festar,
móðurfélags N1, gerir ráð fyrir að
fjórar bensínstöðvar félagsins víki;
það er við Ægisíðu, Stóragerði,
Skógarsel og Elliðabraut. Fyrst fer
Ægisíðustöðin, það er í byrjun ársins
2023. Þá liggja drög að sérstöku sam-
komulagi vegna lóðarinnar Hring-
brautar 12, bensínstöðvarinnar sem
er skammt frá BSÍ. Ekki liggur enn
fyrir hvort sú stöð víki en er þó senni-
legt, segir Hinrik Bjarnason fram-
kvæmdastjóri N1. Enn fremur er
gert ráð fyrir að eldsneytisstöð verði
sett upp fyrir utan verslun Krónunn-
ar við Fiskislóð á Granda.
Þá hefur verið samið við Skeljung
um stöðvar félagsins við Birkimel,
Skógarhlíð 16 og Suðurfell. Á síðast-
nefnda staðnum verður þó áfram
sjálfsafgreiðsla á ýmsum orkugjöf-
um.
Stöðvar víkja fyrir sjálfsafgreiðslu
- Áfram eldneytissala í Álfabakka og Suðurfelli - Hugsanleg þjónustuskerðing í fjölmennum hverfum
- N1 stefnir á stöð við Krónuna á Granda - Lausnir dragi meira úr útblæstri, segir forstjóri Olís
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Breiðholt Olís við Álfabakka í Mjódd er ein fimmtán bensínstöðva í Reykjavík sem fara úr rekstri á næstu árum.
Jón Ólafur
Halldórsson
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Nýtt mastur fyrir siglingaljós
verður í næstu viku sett upp á
varðskipinu Óðni, hvar það liggur
við bryggju við Grandagarð sem
hluti af sýningu Sjóminjasafnsins í
Reykjavík. Gamla mastrið hefur
nú verið tekið niður, ryðgað og
ónýtt, og hið nýja er komið til
landsins. „Við eigum eftir að
ganga frá smáatriðum svo hægt sé
að setja nýtt mastur í krana og
hífa yfir á þilfar skipsins. Þar
verður það rafsoðið við dekkið,“
segir Ingólfur Kristmundsson vél-
stjóri, sem er einn liðsmanna Holl-
vinasamtaka Óðins.
Mastrið nýja er gjöf frá Mirai-
skipasmíðastöðinni í Kesennuma í
Japan. Þar er skipasmiðurinn
Takeyoshi Kidoura forstjóri. Gjöf-
in er þakklætisvottur til Íslendinga
fyrir liðsinni í kjölfar mannskæðra
jarðskjálfta og sjávarflóða sem
skullu á ströndum í norðaustur-
hluta Japans í mars árið 2011. Í
eftirleik þess tóku japanskar kon-
ur á Íslandi sig til og prjónuðu ull-
arfatnað sem svo var sendur til
bágstraddra landa þeirra í austri.
Ein þessara kvenna er Yoko A.
Þórðarson, sem með eiginmanni
sínum, Agli Þórðarsyni loftskeyta-
manni, fór austur til Japan um
sumarið umrætt ár og tóku þau
þátt í sjálfboðaliðastarfi á flóða-
svæðum. Ferðirnar urðu fleiri og í
einni þeirra kynntust Egill og
Kidoura, sem hefur komið hingað
til lands. Hann skoðaði þá meðal
annars gamla Óðin og fregnaði
síðar að nýtt siglingaljósamastur
þyrfti. Leið svo ekki á löngu uns
Kidoura gaf út að fyrirtækið sem
hann stýrir myndi gefa nýtt mast-
ur, sem þakklæti fyrir ullarflík-
urnar góðu og annað sem Íslend-
ingar lögðu til hjálparstarfsins á
sínum tíma.
Mastrið er nú komið og bíður á
bryggju í Reykjavík. „Við mældum
mastrið og stallinn sem það verður
fest á og allt passaði upp á milli-
metra. Þá erum við búnir að
skrúfa ljós og setja lagnir í mastr-
ið nýja svo þetta er allt að smella
saman,“ segir Ingólfur Krist-
mundsson.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Óðinn Ingólfur Kristmundsson vélstjóri hér við mastrið nýja sem sett verður upp einhvern tíma á næstu dögum.
Nýtt mastur á Óðni vin-
áttuvottur frá Japönum
- Varðskip fær viðhald - Sending úr austri - Smellpassar
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Vörður – fulltrúaráð sjálfstæðis-
félaganna í Reykjavík fundar í Val-
höll í dag kl. 16.00, en þar verða
framboðslistar fyrir alþingiskosn-
ingar í haust ákveðnir. Vilhjálmur
Þ. Vilhjálmsson, formaður kjör-
nefndar, segir vel hafa gengið að
gera tillögur þar um í samræmi við
prófjörsúrslit.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins voru niðurstöður í próf-
kjörinu látnar gilda um átta efstu
sæti þó aðeins tveir frambjóðend-
anna hafi náð bindandi kosningu í
sæti, þau Áslaug Arna Sigurbjörns-
dóttir og Kjartan Magnússon.
Samkvæmt því verða Guðlaugur
Þór Þórðarson, Diljá Mist Einars-
dóttir, Brynjar Níelsson og Kjartan
efst í Reykjavík norður en Áslaug
Arna, Hildur Sverrisdóttir, Birgir
Ármannsson og Friðjón R. Frið-
jónsson efst í Reykjavík suður.
Kjörnefnd gerir tillögu um næstu
sæti fyrir neðan óháð prófkjörs-
úrslitum, en öðrum frambjóðendum
munu hafa verið boðin sæti mun
neðar á lista. Meðal frambjóðenda í
næstu sætum, sem sum verða að
líkindum varaþingmannssæti, mun
eldri borgurum vera gert hátt undir
höfði, enda drjúgur hluti kjósenda.
Þar mun einnig vera að finna yngra
fólk og einn núverandi borgarfull-
trúa.
Listar í Reykjavík
bornir upp í dag
- Fulltrúaráð sjálfstæðismanna fundar