Morgunblaðið - 02.07.2021, Side 9

Morgunblaðið - 02.07.2021, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 2021 Unnur Freyja Víðisdóttir unnurfreyja@mbl.is Ófrjósemi er vaxandi vandamál í heiminum, en samkvæmt Alþjóða- heilbrigðismálastofnuninni (WHO) glíma 48 milljónir para og 168 millj- ónir einstaklinga á barneignaaldri við ófrjósemi einhvern tímann á lífs- leiðinni. „Mér fannst ég oft vera einn í heiminum með þetta vandamál,“ segir Rúnar Smári Jensson sem skrifaði lokaverkefni í Háskóla Ís- land, sem ber yfirskriftina: „Að kveljast í hljóði: Upplifun karla af ófrjósemi“. Eigin upplifun af ófrjósemi varð kveikjan að verkefninu Kveikjuna að verkefninu segir Rúnar hafa verið eigin upplifun af viðfangsefninu en hann og kona hans glíma bæði við ófrjósemi. „Nafnið á ritgerðinni finnst mér lýs- andi fyrir það hvernig ég upplifi ófrjósemi sem karlinn í sambandinu og fyrir þær rannsóknir sem ég rýndi í og skrifaði út frá,“ segir Rún- ar. „Þær rannsóknir sem ég skoða endurspegla svolítið þær tilfinningar sem ég upplifi í þessu öllu saman. Það er sorgina og skömmina yfir því að geta ekki gert það sem aðrir eru að gera í kringum mann og að geta ekki gefið makanum sínum barn.“ Ófrjósemi er mikið áfall Niðurstöður úr rannsókn Rúnars benda til þess að karlar upplifi ófrjó- semi sem mikið áfall sem breytir lífi þeirra og væntingum til framtíðar- innar. „Þeir upplifa togstreitu milli eigin tilfinninga og þeirra væntinga sem samfélagið gerir til þeirra sem karlmanna,“ segir Rúnar. Þá segir hann karlmenn finna mikla þörf til þess að tjá tilfinningar sínar en að þeir upplifi sig ekki mega láta þær í ljós. „Þetta kemur svo niður á sam- skiptum þeirra. Þeir eiga erfitt með að tjá sig gagnvart vinum og fjöl- skyldu og ekki síður gagnvart mök- um sínum. Þeir upplifa sig í einhvers konar verndarhlutverki þar sem þeir eiga að passa upp á maka sinn og tilfinningar hans. Þeim finnst þeir þurfa að vera kletturinn í sam- bandinu.“ Hafa farið í sjö frjósemis- meðferðir á þremur árum Rúnar og kona hans hafa reynt að eignast barn saman í þrjú ár og hafa farið í gegnum sjö frjósemis- meðferðir bæði hér á landi og er- lendis. „Þetta er mikill tilfinninga- rússíbani og tekur verulega á. Maður áttaði sig ekki sjálfur á því hvað þetta væri mikið ferli í upphafi og maður hélt einhvern veginn að þegar maður væri kominn inn á stofnun væri þetta bara komið í höfn en þetta er svo margþættur vandi þar sem við erum bæði að glíma við ófrjósemi,“ segir Rúnar. „Í haust munum við hefja ferli þar sem notast verður við gjafasæði. Það er ekkert gefið að það gangi upp en maður verður að halda í vonina. Það er það sem dregur mann áfram. Vonin um að þetta muni heppnast einn dag- inn,“ bætir hann við. Að sögn Rúnars upplifir hann sig fram að þessu hafa verið settan svo- lítið til hliðar í ferlinu. „Allir tímar sem við höfum bókað hjá þeim stofn- unum sem við höfum leitað til hafa verið bókaðir á konuna mína en það var ekkert bókað á mig. Þótt vand- inn sé jafn mikið mín megin í þessu er það konan mín sem þarf að leggja líkama sinn undir í öllu ferlinu,“ seg- ir hann. „Mér finnst mitt hlutverk aðallega felast í því að styðja við bakið á konunni minni.“ „Það má gráta …“ Hann segir ferlið þó ekki síður erfitt fyrir þá karla sem glíma við ófrjósemi í samböndum. „Karlar vilja jafn mikið eignast börn og kon- ur. Svo tekur það líka alveg gríðar- lega á andlegu hliðina að horfa á maka sinn fara í gegnum allar þess- ar hormónameðferðir,“ segir Rúnar. „Fram að þessu hefur maður ein- hvern veginn bara þurft að taka þetta allt á hnefanum, byrgja allar tilfinningar inni og halda áfram.“ Þá segir hann þær rannsóknir sem hann rýndi í við gerð lokaverk- efnisins sýna að karlmenn upplifi sig ekki mega tjá tilfinningar sínar þar sem konan hafi það verra en þeir og að það geti skapað togstreitu í sam- bandinu. „Það er ekkert gott að fela tilfinningar sínar og vanlíðan. Konan vill heyra hvernig makanum sínum líður,“ segir hann. „Karlmenn eru bara því miður svo bældir í okkar samfélagi en þeir þurfa að þora að tjá tilfinningar sínar. Það má sýna tilfinningar og tala um þær. Það má gráta. Það er allt í lagi og hjálpar mjög oft við að vinna úr áföllum og sorg.“ Vill opna á umræðuna Rúnar stefnir á meistaranám þar sem hann hyggst framkvæma eig- indlega rannsókn á upplifun karla af ófrjósemi til að dýpka þekkingu sína á viðfangsefninu. „Mig langar að fara lengra með þetta, rannsaka þetta meira og opna enn frekar á umræðuna um ófrjósemi karla.“ „Karlar vilja jafn mikið eignast börn“ - Ófrjósemi varð kveikjan að lokaverkefninu í háskólanum Par Rúnar Smári Jensson ásamt konu sinni Öldu Magnúsdóttur Jacobsen. Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi • biljofur@biljofur.is Viðgerðir // Bilanagreining // Varahlutir // Smurþjónusta Sérhæfð þjónusta fyrir 544 5151 tímapantanir Rótgróið fyrirtæki, starfrækt frá 1992 Bíljöfur ehf er stoltur aðili að kynna aðgerðir ríkisstjórnarinnar ALLIR VINNA sem felur í sér endurgreiðslu á VSK af vinnulið einkabifreiða Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is Komdu í BÍLÓ! 15% afsláttur af sölulaunum í júlí Laus sölustæði - Komdu núna Þessir síungu strákar eru klárir í að selja bílinn þinn Kíktu við, hringdu eða sendu okkur skilaboð! Hlökkum til! Indriði Jónsson og Árni Sveinsson Unnur Freyja Víðisdóttir unnurfreyja@mbl.is Vinna við hleðslu nýs grjótvarnar- garðs framan við Norðurbakka í Hafnarfirði hefur staðið yfir síðan í vetur en áætlað er að framkvæmd- unum ljúki á næstu 10-15 dögum, segir Lúðvík Geirsson hafnarstjóri við Morgunblaðið. Verið er að hlaða grjótvarnirnar utan um gamalt stálþil sem sé orðið mjög slitið, að sögn Lúðvíks. „Það voru skoðaðir kostir í því að annað hvort reka niður nýtt þil eða klæða gamla þilið með grjóti eins og við erum að gera núna,“ segir hann. Nýtt stálþil hefði orðið kostnaðarsöm framkvæmd Grjótvarnirnar voru metnar mun álitlegri kostur þar sem mjög langt er niður á fast á þessu svæði og því væri erfitt að koma fyrir nýju stál- þili, að sögn Lúðvíks. „Það hefði líka kostað á annað hundrað millj- ónir að skipta gamla þilinu út. Svo er grjótfyllingin í meira samræmi við annan frágang þarna í fjarð- arbotninum,“ segir hann. „Þetta er verkefni sem búið er að vera lengi í pípunum og var kynnt vel fyrir íbú- um í upphafi.“ Þá verður einnig farið í fram- kvæmdir á Norðurgarðinum sjálf- um, að sögn Lúðvíks. „Stuttu eftir að gamli sjóvarnargarðurinn var reistur árið 1940 seig hann að hluta ofan í sjóinn og varð því miklu lægri en til stóð í upphafi. Hann hefur því í raun ekki þjónað tilgangi sínum síðan, sem var jú að verja höfnina,“ segir Lúðvík. Þá segir hann þykkan jökulleir, sem finna má á botninum, valda þessu sigi og því sé mikilvægt að vanda til verka í framkvæmdum á svæðinu. „Það eru mjög sérstakar aðstæður þarna og þess vegna farið mjög varlega í þetta allt saman.“ Gera svæðið aðgengilegra Yfirborðsfrágangur á Norður- bakka er svo í höndum Hafnarfjarð- arbæjar en nú þegar hefur verkið verið boðið út og áætlað að fram- kvæmdir hefjist um miðjan júlí og ljúki seint í haust. Til stendur að gera svæðið aðgengilegra almenn- ingi, m.a. með því að koma þar fyrir bekkjum og útsýnispöllum. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Höfn Vinnu við hleðslu grjótvarna framan við Norðurbakka miðar vel. Grjótvarnir við Norðurbakka - Séð fyrir endann á framkvæmdinni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.