Morgunblaðið - 02.07.2021, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 2021
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Hugsjónir mínar eru raunverulegt
lýðræði; mannréttindi; réttlæti og
sanngirni,“ segir Álfheiður Eymars-
dóttir sem skipar efsta sætið á lista
Pírata í Suðurkjördæmi í alþingis-
kosningum í haust. „Ég er ekki föst
í kreddum. Opinber rekstur virkar
best í mörgu en markaðurinn og
frjáls samkeppni eru ágæt lausn á
öðru. Ég sé ekkert að því að einhver
græði peninga svo lengi sem leik-
reglum er fylgt. En ofurgróði er
engum hollur.“
Fólkið velur kosningamálin
Um sl. helgi kom fólkið sem skip-
ar forystusveit Pírata saman til
ráðagerða um áherslur og kosninga-
mál. Ný stjórnarskrá, auðlinda-
stjórnun og loftslagsmál í stærra
samhengi voru þar í deiglu sem og
sjávarútvegsmál. „Augu fleiri eru að
opnast fyrir ranglæti, göllum fisk-
veiðistjórnunar, samþjöppun,
hvernig farið er í kringum kvótaþak,
ójafnræði og að strandveiðikerfið er
meingallað,“ segir Álfheiður.
„Mikilvægt er að færa íslenskt
samfélag í nútímalegt velsældar-
hagkerfi sem bætir kjör fólks í sátt
við náttúru og loftslag. Slíkt þarf að
koma í stað hagvaxtar- og hvalreka-
hagkerfis þar sem skammtímagróði
á kostnað auðlinda og loftslags ræð-
ur ríkjum. Þá koma heilbrigðismálin
sterk inn, geðheilbrigðisþjónusta og
breytingar á skólakerfinu í takt við
samfélagið. Á endanum er það svo
alltaf fólksins í landinu að að velja
stóru kosningamálin. Þannig virkar
lýðræðið.“
Píratar áorkað miklu
Komist Píratar til valda í haust
verða stjórnarskrármál sett í for-
gang, segir Álfheiður. Gerð nýrrar
stjórnarskrár verður strax sett í
málsmeðferð innan þings til að
tryggja innleiðingu hennar. Bragar-
bót á almannatryggingakerfinu með
afnámi skerðinga á öryrkja og eldri
borgara er sömuleiðis mál sem
brýnt er að bæta úr sem fyrst. End-
urreisn atvinnulífs í kjölfar Covid í
gegnum breytingar á fiskveiði-
stjórnun, styðja betur við einyrkja
og styrkja umhverfisvænan land-
búnað. Gefa verulega í samgöngu-
bætur og hefja strax nauðsynlegar
aðgerðir í loftslagsmálum.
„Ekkert hálfkák og blaður. Við
ætlum ekki að tala við almenning í
gegnum blaðamannafundi í Hörpu
þar sem er borinn á borð hálfsann-
leikur, hentugleikatölfræði og lúðra-
þytur. Við viljum tala við almenning
á mannamáli. Raunar er ótrúlegt
hverju við Píratar höfum áorkað.
Við buðum fyrst fram til Alþingis
árið 2013 og höfum – þrátt fyrir að
vera í minnihluta – gjörbreytt um-
ræðunni þegar kemur að skaðam-
innkun, skilyrðislausri framfærslu
eða borgaralaunum “ segir Álfheið-
ur og heldur áfram.
„Svo höfum við beitt okkur fyrir
nýsköpun og rannsóknum, upplýs-
inga- og tjáningarfrelsi, vernd upp-
ljóstrara og rannsóknarblaða-
mennsku. Aukið gagnsæi í
ríkisrekstri, aðgangur að fyrir-
tækjaskrá og ársreikningum fyrir-
tækja eru sömuleiðis mikilvæg mál
sem aldrei hefðu náð í gegn hefðu
Píratar ekki látið til sín taka. Ég
held til dæmis að gagnsæi, upplýs-
inga- og tjáningarfrelsi sé besta
leiðin til að vinna gegn spillingu.“
Mörg stefnumála Pírata segir Álf-
heiður að skipti byggðirnar úti á
land og fólkið þar miklu. Að völdin
séu færð til nærsamfélagsins með
íbúalýðræði sé í raun dæmigert
landsbyggðarmál. „Samgöngu-
bætur á landi, láði og legi eru mik-
ilvægar fyrir okkur öll. Við höfum
talað lengi fyrir bættri heilbrigð-
isþjónustu í Vestmannaeyjum en
íbúar þar þurfa að reiða sig á flug og
ferju og þar er engin fæðingarþjón-
usta. Dagleg verkefni og þjónusta í
nærsamfélaginu eru ekki hallæris-
leg mál heldur raunveruleiki allra.
Við erum á móti kjördæmapoti en
viljum tryggja fullnægjandi þjón-
ustu og innviði.“
Heimurinn breytist í þorp
Álfheiður Eymarsdóttir er fædd
árið 1969, Hornfirðingur að upp-
lagi en fluttist í Garðabæ 12 ára
gömul. Hefur búið á Selfossi frá
2015, á tvö börn og fjölbreytilega
samsetta stórfjölskyldu. Álfheiður
er menntaður stjórnmálafræðingur
en hefur starfað mest í tæknigeir-
anum.
„Ég varð hugfangin af internet-
inu. Sá tækifæri til að fólk kynntist
og það myndi tryggja alþjóða-
samvinnu, auka skilning á mismun-
andi menningarheimum og stuðla
að friði og meiri samkennd. Að
heimurinn breyttist í þorp þar sem
allir hjálpuðust að. Ég hef ekki enn
misst þá von. Störf mín við nútíma-
væðingu þjónustu með tæknilausn-
um hafa gefið mér dýrmæta
reynslu sem mun vonandi nýtast
þjóðinni þegar ég mæti á Alþingi í
haust.“
Íbúalýðræði er dæmigert landsbyggðarmál
- Álfheiður
leiðir framboðs-
lista Pírata í
Suðurkjördæmi
Frambjóðandi Færa íslenskt sam-
félag í velsældarhagkerfi, segir Álf-
heiður hér í viðtalinu.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Vestmannaeyjar Þjónusta í nærsamfélaginu er ekki hallærislegt mál held-
ur raunveruleiki allra, segir Álfheiður um verkefnin í Suðurkjördæmi.
Hluthafafundur
Hluthafafundur Icelandair Group hf. verður haldinn rafrænt föstudaginn 23. júlí 2021.
Streymt verður frá Hilton Reykjavík Nordica og hefst fundurinn kl. 16:00.
1. Tillaga um að auka hlutafé félagsins í tengslum við áskriftarsamning
við Blue Issuer Designated Activity Company.
2. Tillaga um útgáfu áskriftarréttinda í tengslum við áskriftarsamning
félagsins við Blue Issuer Designated Activity Company.
3. Kosning stjórnarmanns með fyrirvara um samþykki 1. – 2. liðar.
1. A proposal to increase the Company’s share capital in relation to a subscription
agreement made with Blue Issuer Designated Activity Company.
2. A proposal to issue Warrants in relation to a subscription agreement made with
Blue Issuer Designated Activity Company.
3. Election of a Board Member subject to approval of items 1 – 2.
Hluthafar sem hyggjast sækja fundinn skulu skrá sig með 3 daga fyrirvara.
Skráning á fundinn fer fram á www.icelandairgroup.is/agm
Hluthafar eiga rétt á að leggja fram mál og/eða ályktunartillögur fyrir fundinn
ef gerð hefur verið skrifleg eða rafræn krafa um það eigi síðar en 10 dögum
fyrir fund, þ.e. í síðasta lagi kl. 16 þriðjudaginn 13. júlí 2021. Hafi hluthafar
krafist þess að tiltekið mál eða ályktun verði tekið fyrir verða endanleg
dagskrá og tillögur uppfærðar á vefsíðu félagsins eigi síðar en þremur
dögum fyrir fund.
Réttur hluthafa til að fá mál sett á dagskrá hluthafafundar og kosning
Hluthafar sem ekki eiga kost á að sækja fundinn geta veitt öðrum skriflegt
umboð eða greitt atkvæði skriflega. Þeim hluthöfum sem hyggjast nýta sér
annan hvorn þessara kosta er bent á að kynna sér hvernig þeir skuli bera sig
að á fundarvef félagsins www.icelandairgroup.is/agm . Þar er að finna
leiðbeiningar um skráningu atkvæða, form skjala og hvernig þeim skuli skilað
til félagsins. Aðgangur að fundinum á Hilton Reykjavik Nordica verður opinn
en allar kosningar og umræður fara þó fram rafrænt.
Á hluthafafundum fylgir eitt atkvæði hverri einni krónu í hlutafé. Eigin bréf
félagsins njóta ekki atkvæðisréttar.
Aðrar upplýsingar
Öll skjöl sem lögð verða fyrir fundinn, þ.m.t. ársreikningur félagsins,
upplýsingar um heildarfjölda hluta og atkvæðafjölda í félaginu á boðunardegi
sem og allar aðrar tillögur, eru hluthöfum tiltæk á
heimasíðu félagsins www.icelandairgroup.is/agm
Hluthöfum er bent á að skv. samþykktum félagsins skal tilkynna skriflega,
minnst sjö dögum fyrir hluthafafund, um framboð til stjórnar. Skal
framboðstilkynningum skilað til stjórnar í síðasta lagi
föstudaginn 16. júlí 2021 kl. 16:00. Hægt er senda inn framboð á netfangið
compliance@icelandairgroup.is
Endanleg dagskrá verður birt á heimasíðu félagsins tveimur vikum fyrir
fundinn, föstudaginn 9. júlí.
Allar nánari upplýsingar um fundinn er að finna á vefsíðu
félagsins, www.icelandairgroup.is
Reykjavík, 02. júlí 2021.
Stjórn Icelandair Group hf.
Frekari upplýsingar:
Ari Guðjónsson, yfirlögfræðingur
Netfang: ari@icelandairgroup.is