Morgunblaðið - 02.07.2021, Side 12
12 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 2021
Skoðið fleiri innréttingar á
innlifun.is
Suðurlandsbraut 26 Sími 587 2700
Opið 11-18 virka daga innlifun.is ALVÖRU ELDHÚS
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Samkvæmt ríkisreikningi var af-
koma síðasta árs neikvæð um 144
milljarða en jákvæð um 42 milljarða
árið 2019. Tekjur án fjármunatekna
drógust saman úr 830 milljörðum í
802 milljarða en
rekstrargjöld
jukust úr 809
milljörðum í 990
milljarða.
Bjarni Bene-
diktsson fjár-
málaráðherra
segir að eins og
vænta mátti hafi
verið mikill halli á
ríkissjóði vegna
kórónuveirufar-
aldursins en tekjustofnar reynst
sterkari en áætlað var í verstu spám.
Botninum hefur verið náð
„Þannig er ótvírætt að við fundum
botninn undir lok síðasta árs og
kannski á fyrri hluta þessa árs. Því
verður mjög fróðlegt að sjá hversu
mikill kraftur verður í hagkerfinu þá
mánuði sem lifa eftir af árinu.
– Nú hafa sérfræðingar Íslands-
banka og Analytica endurmetið hag-
vaxtarspár í ár til hækkunar. Hafa
líkur á mýkri lendingu aukist?
„Ég tel reyndar að okkur hafi tek-
ist að verja heimilin og fyrirtækin
ótrúlega vel miðað við þær hamfarir
sem gengu yfir. Og já, mér sýnist, ef
horft er á afkomu ríkissjóðs, að útlit
sé fyrir að afkoman verði örlítið
skárri en við gerðum ráð fyrir. En
þetta er samt gríðarlegur halli.“
– Hvaða afleiðingar mun sá halli
hafa á næstu árum?
„Við horfum ekki síst á atvinnu-
stigið og hagvaxtartölurnar. Það
skiptir miklu máli að landsfram-
leiðslan nái hærra stigi strax á næsta
ári. Við tökum það þá með okkur inn
í framtíðina og höfum, ef vöxturinn
verður meiri, þá ekki sömu þörf fyrir
aðhald á næstu árum. Þetta er í raun
það sem okkar áætlanir hafa gengið
út á – að ná landsframleiðslunni upp
örar en spálíkön gera ráð fyrir. Til
þess hafa allar okkar efnahagsráð-
stafanir verið smíðaðar.“
– Þannig að forgangurinn er að ná
upp landsframleiðslunni og með því
ná niður atvinnuleysinu?
„Já, það er einmitt málið.“
Minni skuldir en útlit var fyrir
– Hvernig sérðu fyrir þér þróun
ríkisskulda á næstu árum?
„Við horfum til þess að þær stefni í
að vera töluvert minni en við gerðum
ráð fyrir. Við lukum fjármálaáætlun
til fimm ára undir lok síðasta árs og
lögðum hana svo aftur fram um
páskana. Horfur um þróun skulda
höfðu í millitíðinni batnað og það er í
mínum huga raunhæft að ná frum-
jöfnuði og stöðva skuldasöfnunina á
næstu fimm árum og þá verður
skuldastaðan sjálfbær.
Ég hef talað fyrir því að þá sé
mikilvægt að byrja að lækka skulda-
hlutföllin að nýju svo við höfum við-
námsþrótt til að takast á við áföll í
framtíðinni. Einn helsti lærdómur-
inn af niðursveiflunni hlýtur að vera
sá hversu dýrmætt það var að geta
beitt ríkisfjármálum til að takast á
við hana. Við munum ekki geta gert
það nema við lækkum skuldahlutfall-
ið að nýju eftir að hafa náð jöfnuði.“
– Hreinar skuldir ríkissjóðs voru
um 20% af landsframleiðslu í febrúar
í fyrra en síðan hefur hlutfallið
hækkað í 30%. Er raunhæft að sjá
svona hlutföll aftur og þá hvenær?
„Já, það er raunhæft að setja
markið á 20% [skuldahlutfall] að
nýju og okkur er reyndar að takast
það. Ég tel það vel geta náðst á innan
við áratug. Ég held að það sé mik-
ilvægara fyrir þetta hagkerfi en
mörg önnur að halda skuldahlutföll-
unum lágum, vegna þess hversu við-
kvæm við getum verið fyrir sveiflum.
Við erum með tiltölulega fábrotið
efnahagslíf.
Sá er munurinn á skuldabyrðinni
fyrir nokkrum árum og nú að við
njótum nú mun betri kjara á lána-
mörkuðum – alla vega sem stendur
en getum ekki treyst á það til allrar
framtíðar – og það munar gríðarlega
mikið um það. Þannig að skuldahlut-
föllin sem við horfum fram á næstu
ár verða miklu léttari en hefði verið
fyrir nokkrum árum.“
Erfitt að spá um viðnámið
– Við ræddum nýjar hagvaxtar-
spár. Ertu farinn að leyfa þér meiri
bjartsýni um viðsnúning í ár?
„Já. Reynslan sýnir að það er
sveigjanleiki í íslenska hagkerfinu.
Og eitt og annað bendir til að það sé
erfitt að spá fyrir um hversu mikill
viðnámsþróttur er í íslenska hag-
kerfinu. Það fellur ekki vel að lík-
önum sem lögð eru til grundvallar í
langtímaspám. Og það hefur sýnt
sig, aftur og aftur, að þegar við erum
komin á skrið er ofboðslegur slag-
kraftur í íslensku atvinnulífi. Þetta
sýndi sig til dæmis þegar við fórum
fram úr öllum spám um vöxt ferða-
þjónustunnar mörg ár í röð og er
mögulega að sýna sig nú þegar á
þessu ári, þegar við virðumst ætla að
fara fram úr eldri spám. Og ég hef
haft trú á því að ferðaþjónustan
muni til dæmis rétta hraðar úr kútn-
um en margir hafa spáð fyrir um til
næstu tveggja þriggja ára,“ segir
Bjarni Benediktsson.
Efnahagsbatinn umfram spár
80%
60%
40%
20%
0%
Skuldir ríkissjóðs frá ársbyrjun 2014, ma.kr. Þróun skulda ríkissjóðs
frá febrúar 2020
1.600
1.200
800
400
0
Milljarðar króna Feb. 2020 Maí 2021
Óverðtryggðar skuldir 395 730
Verðtryggðar skuldir 268 270
Erlendar skuldir 192 343
Samtals 854 1.343
...sem% af VLF* 27,5% 42,9%
Hrein skuld ríkissjóðs 596 928
...sem% af VLF 19,2% 29,6%
2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021
*Nafnverð með áföllnum verðbótum
Heimild: Markaðsupplýsingar Lánamála ríkisins
Hreinar skuldir
Heildarskuldir
Heildarskuldir sem% af VLF
Hreinar skuldir sem% af VLF
Feb. 2020 Maí 2021
- Heildarskuldir ríkissjóðs hafa aukist um tæplega 500 milljarða frá upphafi kórónuveirufaraldursins
- Fjármálaráðherra segir minni skuldasöfnun en útlit var fyrir munu draga úr þörf fyrir aðhald
Bjarni
Benediktsson
andlit vörumerkisins á Íslandi en
State Energy samdi við hann um
kynningu til rúmlega fjögurra ára.
Drykkurinn er framleiddur í
Danmörku og inniheldur meðal
annars koffín, grænt te, B-vítamín
og palatínósa en síðastnefnda sykr-
an er sögð tryggja hægari hækkun
blóðsykurs en venjulegur sykur.
Að sögn Þórarins þróuðu fé-
lagarnir Jon Andersen og Kim
Have drykkinn með það í huga að
hann veiti íþróttafólki orku lengur
en hefðbundnir íþróttadrykkir.
Markhópurinn sé ekki síst fólk
sem stundi íþróttir og hreyfingu.
Þórarinn segir Raritet hafa boð-
ist að gerast umboðsaðili fyrir
State Energy síðasta haust. Það
hafi gengið eftir og var samið við
Gylfa Þór í kjölfarið. Mikil sam-
keppni sé í sölu orkudrykkja á Ís-
landi en Raritet selji jafnframt
drykki og aðrar vörur frá Functio-
nal Nutrition. baldura@mbl.is
Þórarinn Þórhallsson, einn eigenda
heildsölunnar Raritet, segir orku-
drykknum State Energy hafa verið
vel tekið á Íslandi. Salan hófst í
Hagkaupum og víðar í Reykjavík í
febrúar og hafa síðan Nettó og Ice-
land og fleiri verslanir hafið sölu á
orkudrykknum.
Markaðssetningin hefur vakið at-
hygli en Gylfi Þór Sigurðsson,
landsliðsmaður í knattspyrnu, er
Sá tækifæri í orkudrykkjunum
- Gylfi Þór samdi við danskt félag
Morgunblaðið/Unnur Karen
Í Hagkaup Þórarinn við kælinn.
2. júlí 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 123.22
Sterlingspund 170.72
Kanadadalur 99.51
Dönsk króna 19.701
Norsk króna 14.403
Sænsk króna 14.488
Svissn. franki 133.42
Japanskt jen 1.115
SDR 175.79
Evra 146.5
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 177.7318
Hrávöruverð
Gull 1757.8 ($/únsa)
Ál 2518.5 ($/tonn) LME
Hráolía 74.67 ($/fatið) Brent
Þórhildur Ólöf
Helgadóttir, for-
stjóri Íslands-
pósts, segir
ákvörðun Póst-
og fjarskipta-
stofnunar leggja
skyldur á herðar
félaginu sem það
muni uppfylla.
Spurð hvenær
Pósturinn hygg-
ist breyta verðskrá á pakkasend-
ingum, allt að 10 kg, vísar hún til
þess að umrædd ákvörðun kveði á
um að Pósturinn þurfi að breyta
henni eigi síðar en 1.11. 2021.
„Í ákvörðuninni kemst PFS að
þeirri niðurstöðu að gjaldskráin hafi
verið í samræmi við lög frá 1. janúar
2020 sem svarar fullyrðingum um
ólögmæti gjaldskrár Íslandspósts.“
Mun breyta
gjaldskrá
Þórhildur Ólöf
Helgadóttir
- Forstjóri Póstsins
vísar til ákvörðunar