Morgunblaðið - 02.07.2021, Síða 21

Morgunblaðið - 02.07.2021, Síða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 2021 ✝ Guðrún Jónína Jósafatsdóttir fæddist 23. ágúst 1932 á Gröf á Höfðaströnd. Hún lést á Hjúkrunar- heimilinu Brák- arhlíð 23. júní 2021. Foreldrar henn- ar voru hjónin Jónanna Sigríður Jónsdóttir hús- freyja, f. 25.9. 1907, d. 3.12. 2000, og Jósafat Sigfússon verkamaður, f. 14.9. 1902, d. 10.12. 1990. Systkini Guðrúnar: a) Bragi Þór, f. 1930, d. 2018, maki María Guðmundsdóttir, f. 1936, b) Jón Rögnvaldur, f. 1936, d. 1999, maki Sigríður Ingimars- dóttir, f. 1935, d. 2021, c) Ingi- björg Gunnhildur, f. 1940, maki Sveinn Friðvinsson, f. 1938, d. 2017. Guðrún giftist 23.8. 1955 Birni Arasyni, f. 15.12. 1931, d. 22.2. 2002. Foreldrar hans voru Ari Jónsson, f. 8.5. 1906, d. 3.12. 1979, sýsluskrifari á Blönduósi, og Guðríður Björns- dóttir, f. 21.9. 1897, d. 18.5. 1990, húsfreyja. Börn Guðrúnar og Björns eru: 1) Jónanna, f. 8.10. 1955, framkvæmdastjóri, maki Níels Karlotta Malín, f. 2020, c) Ar- on, f. 1992, d) Orri, f. 1994. 4) Jón Jósafat, f. 25.9. 1970, framkvæmdastjóri, maki Dagný Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri, dætur þeirra a) Aníta Ýr, f. 1996, sambýlismaður Sölvi Valdi- marsson, synir þeirra Brynjar Leó, f. 2017, og Oliver Dagur, f. 2018, b) Sara, f. 2003. Árið 1935 flutti fjölskylda Guðrúnar frá Gröf á Höfða- strönd að Sælandi á Hofsósi og þaðan til Sauðárkróks 1947. Guðrún lauk skólanámi á Sauðárkróki og vann tilfall- andi störf næstu ár. Guðrún var í Húsmæðraskólanum á Laugarvatni 1952-1953 og var námið henni mikil lyftistöng. Hún var matráðskona í Forna- hvammi, og vann um tíma á Keflavíkurflugvelli. Þau hjónin fluttu í Borgarnes 1956 og bjuggu þar alla tíð síðan. Þau ráku Shellstöðina í Borgarnesi í áratugi og stofnuðu versl- unina Stjörnuna með Braga bróður Guðrúnar. Starfsvett- vangur hennar var þó aðallega á Shellstöðinni þar til þau hættu þeim rekstri. Guðrún var félagslynd, söng í kirkju- kór Borgarneskirkju stóran hluta ævinnar og var lengi í sóknarnefnd kirkjunnar. Guð- rún var alla tíð mikill Skag- firðingur og nýtti hvert tæki- færi til að heimsækja ættingja og vini í Skagafirði. Útför Guðrúnar verður gerð frá Borgarneskirkju í dag, 2. júlí 2021, kl. 14. Guðmundsson verkfræðingur, dætur þeirra eru a) Guðrún Eva, f. 1980, eiginmaður Bjarki Hvannberg, börn þeirra: Andr- ea, f. 2008, Jónas Tryggvi, f. 2012, og Ylfa, f. 2019, b) Sigríður Soffía, f. 1985, sambýlis- maður Marinó Thorlacius, börn þeirra Emma, f. 2004, Ísold Freyja, f. 2014, og Níels Nói, f. 2019. 2) Ari, f. 25.8. 1960, rafmagnsiðn- fræðingur, maki Fanney Krist- jánsdóttir, starfsmaður íþrótta- miðstöðvar Borgarness, börn þeirra a) Guðrún Ágústa Möll- er, f. 1976, sonur Jakob Fann- ar, f. 2004, b) Anna María, f. 1990, c) Birna Ósk, f. 1993, sambýlismaður Óskar G. Ósk- arsson, dóttir þeirra er Fanney Ósk, f. 2019. 3) Guðríður, f. 4.8. 1963, þroskaþjálfi, maki Einar Hermannsson framkvæmdastjóri. Börn þeirra eru: a) Soffía, f. 1989, maki Davíð Ólafsson, börn þeirra eru Bjartur Freyr, f. 2016, og Tinna Móey, f. 2020, b) Sunna, f. 1992, maki Trausti Friðbertsson, dætur þeirra eru Arabella Sigrún, f. 2016, og Guðrún Jósafatsdóttir tengdamóðir mín er látin. Guð- rún bjó lengst af í Helgugötu 9 í Borgarnesi. Ég hef oft sagt að Helgugatan sé gatan mín. Á Helgugötu 3 bjuggu afi minn og amma, á Helgugötu 5 bjó föð- urbróðir minn og á Helgugötu 9 bjuggu Guðrún og Björn ásamt börnum sínum. Þegar við Jonna dóttir Björns og Guðrúnar tók- um saman fyrir 43 árum þá þekktu þau hjón til mín. Mér var vel tekið og alla tíð síðan hefur mér og Guðrúnu verið vel til vina og aldrei orðið sundur- orða. Guðrún var skemmtileg kona, hispurslaus. Hún var dugleg húsmóðir, vann með Birni við rekstur Shellstöðvarinnar. Guð- rún tók aldrei bílpróf, hún gekk mikið, kvik í hreyfingum, og var vel á sig komin líkamlega fram undir það síðasta. Við Jonna bjuggum í Borgarnesi til 1990 en fluttum þá til Reykjavíkur. Guðrún saknaði dætra okkar eftir að við fluttum. Oft var komið í heimsókn en kveðju- stundir voru stundum trega- blandnar. Við fjölskyldan eigum Guðrúnu mikið að þakka. Hún hjálpaði til við uppeldið og gætti oft barna okkar í lengri og skemmri tíma, og dæturnar hafa ávallt verið mjög hændar að ömmu sinni. Guðrún ræktaði garðinn sinn í orðsins fyllstu merkingu. Hún var dugleg í blómarækt, ræktaði blóm frá fræi og plantaði fjöl- ærum jurtum eins og tíminn leyfði. Þegar við fluttum til Reykjavíkur gaf hún okkur fjöl- skyldunni bóndarós úr garði sín- um sem lifir enn nú 30 árum seinna. Á rósina komu 26 blóm í fyrra. Guðrún ræktaði einnig garð- inn í óeiginlegri merkingu. Hún laðaði öll börn að sér. Hún lék við þau, spilaði á gítar og söng, og sagði sögur. Guðrún trúði á Guð og kærleikann alla tíð. Hún var einstaklega ættrækin, heim- sótti ættingja og hélt þeim boð. Hún var mikill gestgjafi, hélt skemmtilegar veislur og svo hafði hún gaman af stangveiði. Einu sinni var fjölskyldan í veiðiferð og hafði Guðrún farið snemma út. Hún setti í lax og náði að þreyta hann um stund þegar laxinn greip til þess ráðs að synda kringum stóra gras- torfu sem hafði fallið í ána. Allt sat fast en Guðrún dó ekki ráða- laus, stakk stönginni í árbakk- ann, hljóp í veiðikofann og bað um aðstoð við að kljúfa torfið með skóflu. Ég fann skóflu og kom með báðar dætur mínar, sem voru mjög spenntar yfir veiði ömmu. Hún landaði lax- inum strax og línan var laus. Laxinn var nefndur skóflulaxinn og var atburður þessi myndaður frá öllum hliðum. Mynd sem tekin var af Guðrúnu og dætrum mínum að dást að laxinum stóð á áberandi stað í stofu tengda- móður minnar alla tíð. Nú er þessi mynd í stofu minni á áber- andi stað. Nú þegar komið er að kveðju- stund vil ég þakka elskulegri tengdamóður minni sameigin- lega vegferð öll þessi ár, við munum öll sakna hennar sárt. Níels Guðmundsson. Mig langar að minnast elsku ömmu Gunnu í nokkrum orðum. Amma hafði svo marga góða eiginleika sem gerðu hana að þeirri hjartahlýju og góðu konu sem hún var. Hún var svo skemmtileg og hress. Svo létt- lynd og kát og svo stutt í glensið hjá henni. Það var alltaf svo mikið líf og fjör í kringum hana. Hún var mikill gestgjafi og rösk til allra verka. Oftar en ekki var veislumatur á borðum fyrir þá sem komu við hjá henni í Borgarnesi. Og svo átti hún það líka til að baka og búa til alls kyns góðgæti og senda til okkar barnabarnanna. Hafra- kex, marmelaði, smákökur og skonsur voru sendingar sem komu reglulega frá ömmu. Það var yndislegt að fá þessar kræs- ingar frá henni á fullorðinsárum og þetta var sko alltaf klárað upp til agna á mínu heimili. Ég hef alltaf verið mjög stolt af því að heita í höfuðið á ömmu. Amma ávarpaði mig oft sem „Nöfnu“ og það þótti mér afar vænt um. Í huganum heyri ég hana segja með sinni góðlegu rödd: „Nafna mín, viltu rétta mér kanilsykurinn“ og minnist góða grjónagrautsins sem hún gerði oft handa okkur systrun- um þegar við vorum litlar. Amma var svo barngóð og mikil fjölskyldukona sem skilur eftir sig stóran hóp afkomenda. Hún hefur haft svo djúpstæð og góð áhrif á okkur. Það var svo fallegt að líta yfir hópinn sem sat við rúmstokkinn hennar síð- ustu dagana sem hún lifði. Ég skynjaði svo sterkt hve elskuð hún var og hve stóran sess hún skipaði í lífi okkar allra. Elsku ömmu Gunnu minnar mun ég ávallt minnast með svo mikilli hlýju í hjarta. Hún er mér fyrirmynd í því að vera góð móðir og að verða dásamleg amma og langamma. Hvíl í friði yndislega amma mín. Ég sakna þín. Guðrún Eva Níelsdóttir. Stjúpur og morgunfrúr minna mig alltaf á ömmu Gunnu, hún hefur verið mér mikil fyrirmynd í lífinu og listinni. Mér fannst alltaf svo heillandi að sjá litlu umslögin í ísskápshurðinni hennar merkt blómategundum. Hún kenndi mér að taka fræ og rækta stjúpur. Á Helgugötunni lét amma gera stórt skrautbeð við heimreiðina, blómabeð sem hún ræktaði sjálf öll blómin í frá fræi. Ég man hvað mér fannst þetta blómahaf stórfenglegt þegar ég sat 5 ára á hellunum úti og beið eftir foreldrum mín- um. Og nú 30 árum seinna dáist ég að því að hún hafi ein síns liðs ræktað yfir 100 blóm frá fræi sem prýddu þetta glæsilega beð í Borgarnesi. Amma leyfði mér að vera með sér í eldhúsinu, ég lærði að gera rabarbarasaft og sulta, gera rifsberjahlaup en mest spenn- andi var þegar hún lét það eftir mér að gera hundasúrusaft. Og einhvers staðar var alltaf hægt að finna fallega dós með heima- bökuðum Siggakökum, skonsum eða vínarbrauði. Ekki má gleymast hvað amma var ótrú- lega fyndin og orðheppin, blátt áfram og stórskemmtileg og hún gat fengið mann til að svitna og fara í hláturskast með spreng- hlægilegum nýyrðum. Mér er minnisstætt hvað það voru yndislegir morgnar á Helgugötunni, maður vaknaði og hljóp inn í hjónarúm til ömmu og afa til að spjalla. Þar lágu stundum amma, ég og Guðrún systir, við fótgaflinn mamma, Gurrý og stelpurnar, allir kúrðu undir sænginni hennar ömmu og spjölluðu með morgunsólina skínandi gegnum gardínurnar. Ég hugsa til ömmu allar morgna þegar ég fæ mér hrökk- brauð með marmelaði og heitt kaffi. Takk elsku amma mín fyrir allt, fyrir hlýjar minningar og hlýjar tásur, fætur barnanna minni haldast heitir í lopasokk- um frá þér. Þín Sigríður (Sigga) Soffía. Í dag lýkur okkar fallegu veg- ferð í gegnum lífið sem staðið hefur í 28 ár, fimm mánuði og eina viku upp á dag, elsku amma mín. Dagurinn í dag er eins fal- legur og hugsast getur. Sólin skein sitt breiðasta, nýslegin graslykt í lofti og logn, 23. júní 2021. Síðastliðnir dagar hafa ein- kennst af sorg, gleði, hræðslu, samheldni, hamingju, ást og baráttu. Það sem stendur mér efst í huga núna er ástin og sam- heldnin. Amma skilur eftir sig svo mikla ást og samheldni og var það henni ríkast að allir hennar erfingjar héldu góðu sambandi. Sem ríkt hefur yfir henni síðastliðna daga af hennar afkomendum. Minningar út af fyrir sig eru magnaður veruleiki. Þá sérstak- lega þegar maður missir ein- hvern sem er manni einstaklega mikilvægur partur af lífinu. Ein- hvern veginn hellast yfir mann minningarnar í hrönnum og all- ar eru þær góðar. Allar minn- ingar mínar af ömmu eru góðar. Ég vil meina að við tvær höf- um átt einstakt samband. Amma var svo miklu meira en „bara“ amma mín. Hún var og verður alltaf mín besta vinkona, leiðtogi í gegnum lífið og ein helsta fyr- irmynd lífsins. Það tæki mig mörg ár að rita niður allar þær minningar sem við tvær eigum á blað en ég ætla að nefna nokkrar. Ég til að mynda trúi því að ég sé eina barnabarnið í öllum heiminum sem á „heimsmet“ í áskrift á einka-hádegisverði hjá ömmu sinni í þrettán ár í röð. Ég, meira en hálfpartinn, flutti til ömmu veturinn 2002, þegar afi Bíi lést skyndilega. Að mínu mati og samkvæmt minn- ingum dagsins áttum við amma algjörlega eitt og hálft ár út af fyrir okkur, saman tvær – við vorum saman öllum stundum. Missirinn að afa Bía var gríð- arlegur og áttum við þá hvor aðra að – nótt sem dag. Þessar erfiðu minningar ylja þó í dag, amma grét og ég var sterk, ég grét (mun oftar) og amma hug- hreysti mig. Það er sönn ást, kærleikur og samheldni. Þarna varð okkar dýrmæta einstaka samband til í mínum huga. Einkunnarorð ömmu að mínu mati eru; dugnaður, ást, kær- leikur og samheldni. Amma Gunna skilur eftir sig fjögur dásamlega vel gefin börn, níu dásamleg barnabörn og 13 yndisleg barnabarnabörn sem sakna hennar sárlega. Enda var amma okkur öllum svo kær og hlúði að okkur öllum fram í sinn seinasta andardrátt. Þakklæti er mér þar efst í huga að hugsa til þess að amma hafi fengið það tækifæri að fylgjast með sigrum sinna afkomenda, ekki bara barna sinna og barnabarna sinna heldur líka barnabarna- barna sinna. Sem alltaf fengu hana til að brosa. Allt fram á síðustu stundir. Amma mín, ég ætla að verða eins og þú. Þú ert og verður alltaf mín helsta fyrirmynd í líf- inu. Hvíldu í friði elsku hjartans gullið mitt. Við syrgjum því við erum svo lánsöm að hafa elskað og hef ég engin orð yfir það hversu mikið ég mun sakna þín elsku besta vinkona mín. Ég veit og trúi því heitt að afi Bíi sé búinn að taka á móti þér skælbrosandi, í hvítri straujaðri skyrtu hnepptri upp að háls (nema síðasta talan), gráleitum brotabuxum og grábrúnum axla- böndum og býður þér strax upp í dans. Njótið dansgleðinnar. Ég elska þig af öllu mínu hjarta amma mín. Þín Birna Ósk Aradóttir. Gunna frænka hefur nú kvatt okkur falleg og glæsileg kona allt til enda. Gunna var fastur punktur í lífi svo margra, mann- eskja sem þú vissir hvar var og hvað vildi, ákveðin en ljúf, skemmtileg og hreinskiptin. Ég var skírður í höfuðið á Gunnu og kallaði hún mig nánast aldrei annað en „nafna“. Nafni var allt- af velkominn á Helgugötuna og ófáar vikurnar var dvalið í Borg- arnesi hjá Gunnu og Bía, Braga og Mæju. Það var enginn svang- ur hjá Gunnu enda hún sífellt að baka og elda. Fiskibollurnar voru góðar, eitthvað í þeim sem fékk matvöndustu drengi til að biðja um meira. Helgugatan var ævintýri og ekki leiðinlegt að brasa með og í kringum krakk- ana þeirra Bía. Klettarnir voru freistandi og Gunna vissi vel af klifri og áhættuatriðum og lét okkur alveg heyra það en sagði svo gjarnan fariði bara varlega. Held hún hafi vitað að erfitt yrði að stoppa þetta gengi. Þau ráku Shellstöðina í Borgarnesi um árabil. Shell var ævintýri út af fyrir sig enda hálfgerð fé- lagsmiðstöð á þeim tíma og stundum fékk maður að reyna tíkallaspilið. Mörgum stundum eyddum við á Shell með Gunnu og Bía. Við bræðurnir vorum alltaf velkomnir til hennar og síðar ef einn okkar kom við, þá spurði hún alltaf um hina. Hún fylgdist vel með og var afar stolt af sín- um börnum og þeirra afkom- endum. Var óspör á að segja hvað þau voru að gera enda full ástæða til að vera stolt af því frábæra fólki. Þegar ég hitti hana sl. laugardag var grínast með eitt og annað. Glotti hún nafna mín þegar það kom upp, að í rúm 12 ár hafði einn fengið besta plássið á ísskápnum en þar var hún með framboðsmynd af nafna sínum. Ekki leiðinlegt það! Gunna hafði líka húmor. Á einu fjölskyldumótinu var af- hentur bikar, Grafarbikarinn, kenndur við Gröf á Höfðaströnd. Ég sagði við hana hvort það væri ekki nær að afhenda silf- urbakka, Hann gæti kallast Grafarbakkinn. „Nafni!“ sagði hún og kímdi svo við. Fjölskyld- an að norðan kom oft við í Borg- arnesi til skemmri eða lengri tíma. Alltaf vorum við velkomin og var sambandið gott. Farið var í ferðalög, vestur að á að veiða nú eða að taka upp kart- öflur og var Gunna ætíð að drífa hlutina áfram. Þegar þau voru með hjólhýsið við Laugarvatn voru þau stundum heimsótt enda ævintýri að koma þangað. Það er gaman fyrir okkur bræð- ur að rifja upp þessa tíma þegar við vorum hjá Gunnu því sam- band foreldra okkar og hennar og Bía var náið og gott. Ófáar myndir eru til af þeim á ferða- lögum saman eða þá í Borg- arnesi og fyrir norðan. Gunnu var alltaf hlýtt til Skagafjarðar. Hún hafði eitt sinn orð á því þegar hún kom að Arnarstapa fyrir ofan Varmahlíð, sá yfir fjörðinn og út að eyjunum að þetta væri líklega fallegasta sýn sem til væri. Þannig var hún stolt af sínu fólki og uppruna sínum. Gunnu kveðjum við með söknuði. Hún átti gott líf, skilur eftir sig fullt af afkomendum sem ylja sér, líkt og við hin, við góðar minningar um glæsilega og góða konu. Ég, Björgvin og Atli sendum fjölskyldunni sam- úðarkveðjur og mamma minnist stóru systur sinnar með hlýhug og þakklæti. Gunnar Bragi „nafni“. Minningar liðinna ára læðast að við andlát Guðrúnar Jónínu Jósafatsdóttur. Margt er að þakka, sérstaklega vil ég þakka leiðsögn og traust á erfiðum tíma í lífi mínu haustið 1983. Gunna Jós var falleg kona og eftirminnilega snaggaraleg í hreyfingum. Göngulagið bar með sér dugnað og stefnufestu. Þegar hún og Björn maður hennar ráku Shell í Borgarnesi var hún svo sannarlega mann- eskjan á bak við tjöldin; skar lauk, þvoði svuntur og tuskur, stóð brosandi vaktina við af- greiðslu og gerði allt það sem til féll í rekstrinum. Ég var svo lánsöm að vinna hjá þeim sóma- hjónum í skólafríum. Gunna gat verið ákaflega hnyttin í tilsvör- um og var óhrædd við að segja sína meiningu. Gunna var fyrirmyndarhús- móðir og móðir. Þegar ég og Gurrý dóttir hennar leigðum saman íbúð í Reykjavík naut ég góðs af myndarskap hennar og þau hjón færðu okkur mat og nauðsynjavörur og fyrir það hef ég alla tíð verið þakklát. Sér- staklega vil ég nefna fiskiboll- urnar hennar en enginn gat gert þær betri. Lengi söng Gunna með sinni fallegu sópranrödd í kirkjukór Borgarness og þannig lagði hún mikilvægt framlag til kirkju- starfs. Hún hafði mikið yndi af af- komendum sínum öllum enda mikið sómafólk. Sumarstörf stundaði ég í Borgarnesi og fannst Gunnu ómögulegt að ég nagaði nesti í hádeginu á kaffistofunni og bauð mér því að borða hádegismat alla daga í heilt sumar. Það var nefnilega alltaf heitur matur í hádeginu á Helgugötu 9. Heim- ilið allt bar myndarskap Gunnu fagurt vitni. Hreint og fínt og innandyra var það Gunna sem var við stjórnvölinn, við þau störf bar hún svuntu. Ég kveð velgjörðarkonu mína Guðrúnu Jónínu Jósafatsdóttur með virðingu og þökk og sendi öllu hennar fólki hlýjar kveðjur á þessum tímamótum. Alda Árnadóttir. Guðrún J. Jósafatsdóttir Elsku eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁSGEIR B. ELLERTSSON dr. med., yfirlæknir, lést á heimili sínu 22. júní. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Ásgeir þakkar öllu samferðafólki sínu samfylgdina á lífsgöngunni og afþakkar vinsamlegast minningargreinar. Ástvinir þakka auðsýnda samúð og hlýhug við andlát hans. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Skógarmenn KFUM. Eiríka Urbancic Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Lárus S. Marinusson Steinunn Ásgeirsdóttir Eric Rudholm Ragnhildur Ásgeirsdóttir Gunnar H. Ingimundarson Hilmir Ásgeirsson Sólveig Ó. Aðalsteinsdóttir Birgir U. Ásgeirsson Karen Jóhannsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.