Morgunblaðið - 02.07.2021, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 02.07.2021, Qupperneq 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 2021 vottun reynsla ára ábyrgð gæði miðstöðvarofnar Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - sími 577 5177 - ofnasmidja.is Eigum úrval af miðstöðvar- og handklæðaofnum hafðu það notalegt „ÉG HEF VERIÐ Í 34 TOMMU MITTISSTÆRÐ FRÁ ÞVÍ ÉG VAR UNGLINGUR.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ... að koma heim. ÉG LÆRÐI EINU SINNI LÁTBRAGÐSLEIK EN ÞAÐ GEKK EKKI NÓGU VEL … ÉG FESTIST ALLTAF INNI Í ÓSÝNILEGA KASSANUM! JÓN, JÓN JÓN. HVORT MYNDIRÐU FREKAR VILJA … HUNDRAÐ MIÐLUNGSGÓÐA BARDAGAMENN … EÐA TÍU AFBRAGÐS- BARDAGAMENN? ÉG MYNDI FREKAR VILJA EINN VELLAUÐUGANÆTTINGJA! „HERRA DÓMARI, HANN GAT BARA EKKI LÁTIÐ ÞETTA TÆKIFÆRI FRAMHJÁ SÉR FARA. “ Kópavogi, f. 28.5. 1962. Foreldrar hennar eru hjónin Jón Þórarinn Bergsson járnsmíðameistari, f. 7.9. 1923, d. 8.12. 2007, og Sigrún Auður Sigurðardóttir, f. 22.1. 1934, d. 16.4. 2021. Dætur Guðmundar og Oddnýjar eru 1) Berglind Rósa Guðmundsdóttir, f. 14.7. 1984, með B.Ed. í leikskóla- kennarafræðum. Hún stundar tamn- ingar, þjálfun, ræktun og keppnir á eigin hrossaræktarbúgarði í Svíþjóð. Maki hennar er Daníel Ingi Smárason, sem vinnur við tamningar, þjálfun, ræktun og keppni hesta. Börn Berg- lindar og Daníels eru Almar Orri, f. 2008, Drífa Lind, f. 2015, og Kolbeinn Nói, f. 2020. 2) Guðný Birna Guð- mundsdóttir, f. 13.6. 1991, verkefna- stjóri með BS í sálfræði og MS í mark- aðsfræðum og alþjóðaviðskiptum. Maki hennar er Eyþór Bergvinsson málarameistari og þau eiga soninn Frosta Leó, f. 2016, og búa í Kópavogi. 3) Valdís Björk Guðmundsdóttir, f. 16.8. 1997, með BS í reiðmennsku og reiðkennslu frá Háskólanum á Hólum. Hún starfar við tamningar og þjálfun á Brekku í Biskupstungum. Maki henn- ar er Jón Óskar Jóhannesson, tamn- ingamaður og reiðkennari frá Háskól- anum á Hólum og starfar við tamningar og þjálfun hesta á Brekku í Biskupstungum. Systur Guðmundar eru Guðbjörg Skúladóttir aðalbókari sem býr í Reykjavík, f. 18.12. 1959, og Sigríður Helga Skúladóttir sjúkraliði, f. 30.6. 1965, sem býr í Borgarnesi. Foreldrar Guðmundar eru hjónin Skúli Ögmundur Kristjónsson, f. 18.2. 1935, d. 17.1. 2000, og Rósa Guð- mundsdóttir, f. 16.12. 1937. Þau voru bændur á Svignaskarði í Mýrasýslu í Borgarfirði, en síðar búsett í Borg- arnesi, þar sem Rósa býr enn. Guðmundur Skúlason Aðalheiður Baldvinsdóttir húsfreyja á Kjarna í Möðruvallaklausturs- sókn, Eyj., síðar í Kjarna á Galmaströnd, Eyj. Helgi Valdimarsson bóndi á Kjarna í Möðruvallaklausturssókn, Eyj., síðar í Kjarna á Galmaströnd, Eyj. Sigríður Helgadóttir vinnukona á Kjarna, Möðruvalla- klausturssókn Eyj. Guðmundur Rósinkarsson frá Kjarna í Arnarneshreppi, Eyj. Rósa Guðmundsdóttir húsfreyja á Svignaskarði í mýrarsýslu Þorgerður Septína Sigurðardóttir húsfreyja íÆðey á Ísafjarðardjúpi og í Kjarna í Arnarneshreppi Rósinkar Guðmundsson formaður íÆðey á Ísafjarðardjúpi, síðar b. á Kjarna í Arnarneshreppi og víðar Guðrún Stefánsdóttir vinnukona á Höll í Þverárhlíð og víðar. Síðast vinnukona í Svignaskarði Guðmundur Kristjánsson bóndi á Sleggjulæk, Stafholtssókn, Mýr. Sigurborg Guðmundsdóttir húsfreyja á Svignaskarði Kristjón Ögmundsson bóndi á Svignaskarði Dýrfinna Kristjánsdóttir vinnukona á Svínhóli í Sauðfellssókn, á Fjósum og víðar Ögmundur Jónsson tökubarn á Breiðabólsstað, Dal., vinnumaður á Svínhóli í Sauðafellssókn og húsmaður á Fjósum og víðar í Dal. Úr frændgarði Guðmundar Skúlasonar Skúli Ögmundur Kristjónsson bóndi á Svignaskarði í mýrarsýslu, síðast búsettur í Borgarnesi Á Boðnarmiði var skemmtilega kveðist á nú í vikunni, – ekki þó undir rímnaháttum. Sigrún Har- aldsdóttir byrjaði: Hann Sigvaldi sjálfhverfi á Bala var sífellt að blaðra og mala sá hlandhaus og sleði hlaut af því gleði að hlusta á sjálfan sig tala. Sigurlín Hermannsdóttir sagðist einu sinni hafa ort um frænda hans: Þið munið hann Manga á Hala það var mikið sem hann þurfti að tala. Var flinkur í frönsku og flæmsku og dönsku en skildi baun samt í bala. Hallmundur Guðmundsson bað Sigrúnu að fyrirgefa, – „en ég má til því þetta rímorð er búið að mala í hausnum á mér í nokkra daga“: Þegar kötturinn Malli malar og meybarn í vöggunni hjalar, þá heldur er leitt að heyr’ ekki neitt þegar Sigrún talar og talar. Anna Dóra Gunnarsdóttir: Systir hans Sigvalda á Bala sængar hjá Manga á Hala. Þau hoppa og hjala og hætta að mala, Mangi og vinkonan, Vala. Sigrún Haraldsdóttir: Konan hans Sigvalda ’ún Solla safnaði málverkum Tolla. Hún aðdáun vakti með einstæðum takti enda ansi hreint lausholda bolla. Hér skaut Sigrún inn at- hugasemdinni „þetta er nú meira bullið“. Jón Atli Játvarðarson hélt áfram: Hún Dórótea á Tjörnum á talsvert af velgerðum börnum, en kvöldi í maí var kastað á glæ er kom hún við getnaðarvörnum. Og að lokum Sigrún Haralds- dóttir: Fíngerða frúin á Tjörn fyrtist við manninn sinn Björn hún dálítið reiddist því dauð- henni –leiddist að dröslast með öll þessi börn Sigurður Breiðfjörð orti: Ég er eins og veröldin vill velta, kátur, hljóður, þegar við mig er hún ill ekki er ég heldur góður. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Sigvaldi sjálfhverfi og fleira gott folk

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.