Morgunblaðið - 02.07.2021, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 02.07.2021, Qupperneq 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 2021 starfsliðinu fullbólusettir en hinir þurfa að fara í sóttkví,“ sagði Ólaf- ur. Stór hluti leikmannahóps Fylkis er nú í sóttkví og verður það næstu daga. „Styrktarþjálfarinn okkar er kominn í sóttkví og eins og staðan er núna eru átján leikmenn einnig í sóttkví. Það gæti breyst eitthvað en ég geri fastlega ráð fyrir því að alla vega helmingur leikmanna- hópsins þurfi að vera í sóttkví næstu daga. Það er ekkert sem klikkar hjá okkur og við höfum fylgt öllum reglum hingað til. Þetta atvikaðist bara þannig að það áttu einhverjir eftir að fá seinni sprautuna sína af bóluefni og þar af leiðandi var all- ur leikmannahópurinn ekki full- bólusettur.“ Lítið spil á æfingum Þetta er í þriðja sinn sem leik- menn Fylkis þurfa að fara í sóttkví vegna kórónuveirufaraldursins. „Við ætlum okkur að æfa með þeim strákum sem mega æfa og við stefnum á að æfa með alla vega fimm leikmönnum í dag. Það verð- ur lítið um spil á æfingunni en ég get lofað þér því að við munum finna okkur eitthvað skemmtilegt að gera. Þegar allt kemur til alls er þetta í þriðja sinn sem það kemur upp smit í kringum okkur og það er auðvitað það sem fer mest í taug- arnar á manni. Á sama tíma er þetta staðan hjá okkur í dag og við þurfum bara að takast á við hana eins og hún er.“ Líkt og flestir Íslendingar var þjálfarinn farinn að sjá fyrir end- ann á kórónuveirufaraldrinum. „Það var algjört sjokk að fá þessar fréttir, ég get alveg við- urkennt það, og maður hélt fyrst að um lélegan brandara væri að ræða. Við stóðum í þeirri trú að þessi blessaði faraldur væri loks- ins búinn en fengum það svo sann- arlega í bakið. Vonandi leysist þetta hratt og núna vonum við bara að allir haldi heilsu og verði klárir í næsta leik sem gæti verið í næstu viku gegn HK. Það eru einhverjar vangavelt- ur um að fresta leiknum gegn KA sem á að fara fram um þarnæstu helgi og við myndum þá spila við HK um miðja næstu viku,“ bætti Ólafur við í samtali við Morgun- blaðið. Í gær bárust svo fréttir af því að tveir leikmenn karlaliðs Víkings úr Reykjavík væru komnir í sóttkví eftir að hafa umgengist smitaðan leikmann Fylkis en leikur Víkings og ÍA í úrvalsdeildinni á Víkings- velli, næstkomandi mánudag, mun fara fram samkvæmt áætlun. Ólafur hélt að um lélegan brandara væri að ræða - Fylkismenn í sóttkví - Leikmaður liðsins greindist með kórónuveiruna Ljósmynd/Kristinn Steinn Traust Smit Leikmaður Fylkis úr Árbæ greindist með kórónuveiruna á þriðjudag og er stór hluti leikmannahópsins í sóttkví auk sjúkraþjálfarans. FRÉTTASKÝRING Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Mikill meirihluti karlaliðs Fylkis í knattspyrnu er kominn í sóttkví eftir að leikmaður liðsins greindist með kórónuveiruna á þriðjudag- inn. Til stóð að Fylkir myndi mæta HK í úrvalsdeild karla í knatt- spyrnu, Pepsi Max-deildinni, sunnudaginn 4. júlí í elleftu um- ferð deildarinnar en þeim leik hef- ur verið frestað. Fylkismenn hafa verið á ágæt- isskriði í undanförnum leikjum eft- ir brösótta byrjun en liðið vann 3:1-sigur gegn ÍA í Árbænum hinn 20. júní og gerði svo jafntefli við Íslandsmeistara Vals á Hlíðarenda 27. júní. „Þetta er mjög slæmt og þessar fréttar koma ekki á góðum tíma enda hefur okkur gengið vel í und- anförnum leikjum,“ sagði Ólafur Stígsson, annar þjálfari Fylk- ismanna, í samtali við Morgun- blaðið. „Það er aldrei jákvætt þegar maður þarf hálfpartinn að stoppa æfingar bara allt í einu. Við vorum einmitt á leið á æfingu á þriðju- daginn þegar við fáum tilkynningu um það að einn af leikmönnum liðsins hefði smitast af kórónu- veirunni. Í kjölfarið hættum við við æf- inguna og allir eru sendir beint heim. Smitrakningarteymið setur sig svo í samband við félagið og við sendum þeim lista yfir alla leikmenn liðsins. Það eru ein- hverjir í leikmannahópnum og Knattspyrnukonan Sigríður Lára Garðarsdóttir hefur yfirgefið her- búðir Vals og er gengin í raðir FH á nýjan leik. Sigríður kom til Vals fyrir tímabilið og hefur komið við sögu í öllum leikjum liðsins á tíma- bilinu til þessa. Þrátt fyrir það er hún aftur komin í FH sem leikur í 1. deildinni, Lengjudeildinni. Eyja- konan á að baki 167 leiki í efstu deild fyrir ÍBV, FH og Val þar sem hún hefur skorað 24 mörk. Þá hef- ur hún leikið 20 A-landsleiki. FH er í þriðja sæti Lengjudeild- arinnar með 15 stig eftir sjö leiki. Frá Hlíðarenda í Hafnarfjörð Morgunblaðið/Kristinn Magnússon FH Sigríður er mætt aftur í Hafnar- fjörðinn eftir stutt stopp hjá Val. Guðrún Ósk Ámundadóttir hefur sagt upp sem þjálfari bikarmeist- ara Skallagríms í körfubolta í kvennaflokki. Guðrún Ósk, sem er 34 ára gömul, stýrði Skallagrími í tvö tímabil og gerði Borgnesinga að bikarmeisturum í fyrsta sinn í sögu félagsins á sínu fyrsta tíma- bili. Liðið endaði í sjötta sæti Dom- inos-deildarinnar á nýliðnu tíma- bili. Guðrún lék með Skallagrími áður en hún tók við þjálfun liðsins en hún hefur einnig leikið með Haukum og KR á ferlinum og varð tvívegis Íslandsmeistari. Sagði upp í Borgarnesi Morgunblaðið/Eggert Hætt Guðrún Ósk hefur stýrt Skallagrími undanfarin tvö tímabil. _ Atvinnukylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Big Green Egg Open sem fram fer á Ros- endaelsche-vellinum í Hollandi en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. Guðrún Brá lék fyrsta hringinn á tveimur höggum undir pari en annan hringinn á átta höggum yfir pari. Hún var samtals á sex höggum yfir pari eft- ir fyrstu tvo keppnisdagana í 66.-72. sæti en niðurskurðarlínan miðast við fimm högg yfir pari. _ Karlalið KA í fótbolta mun áfram leika heimaleiki sína á Dalvíkurvelli á meðan heimavöllur liðsins á Akureyri er ekki klár. KSÍ staðfesti í gær að leik- ur KA og KR á mánudaginn kemur verður leikinn á Dalvíkurvelli. KA hefur leikið alla þrjá heimaleiki sína í sumar til þessa á Dalvíkurvelli og unnið einn þeirra og tapað tveimur. _ Þýska knattspyrnufélagið Dort- mund hefur staðfest að félagið hafi náð samkomulagi við Manchester United um kaup á enska sóknarmann- inum Jadon Sancho. United greiðir 73 milljónir punda fyrir Sancho, sem er uppalinn hjá grannaliðinu Manchester City. Hann hefur leikið með Dortmund frá árinu 2017 og skorað 38 mörk í 104 leikjum í þýsku 1. deildinni þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs. _ Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur gengið frá samningi við Banda- ríkjamanninn Javon Bess og mun hann leika með Skagfirðingum á næstu leiktíð. Bess er 25 ára og 198 sentimetrar. Hann getur bæði leikið sem bakvörður og framherji. Hann kemur til Tindastóls frá Erie Bay Hawks úr þróunardeild NBA. Hann var liðsfélagi Ingva Þórs Guðmundssonar hjá St. Louis Billikens í bandaríska há- skólaboltanum. Tindastóll hefur á síð- ustu dögum gengið frá samningum við Sigtrygg Arnar Björnsson, Sigurð Gunnar Þorsteinsson og írska lands- liðsmanninn Taiwo Badmus. _ Phoenix Suns er komið í úrslit NBA- deildarinnar í körfuknattleik í fyrsta skipti frá árinu 1993 eftir sannfærandi 130:103-útisigur á Los Angeles Clip- pers í borg englanna. Chris Paul fór á kostum hjá Phoenix og skoraði 41 stig og gaf átta stoð- sendingar. Devin Booker skoraði 22. Marcus Morris gerði 26 stig fyrir Clip- pers. Kawhi Leonard, besti leikmaður Clippers, lék ekkert í einvíginu vegna meiðsla. Phoenix hef- ur aldrei orðið NBA- meistari en í tvígang komist í úrslit. Árið 1993 tap- aði liðið fyrir Michael Jordan og félögum í Chicago Bulls og árið 1976 beið liðið lægri hlut gegn Boston Cel- tics. Annaðhvort Mil- waukee Bucks eða Atlanta Hawks bíður Phoenix-liðsins í úr- slitunum. Eitt ogannað KNATTSPYRNA 1. deild kvenna, Lengjudeildin: Kórinn: HK – Grindavík ...................... 19.15 Víkingsvöllur: Víkingur R. – FH ........ 19.15 Vivaldi-völlur: Grótta – Augnablik ..... 19.15 Í KVÖLD! Grindavík stöðvaði sigurgöngu Fram þegar liðin mættust í 1. deild karla í knattspyrnu, Lengjudeild- inni, á Framvelli í Safamýri í 9. umferð deildarinnar í gær. Leikn- um lauk með 2:2-jafntefli en Laur- ens Symons fór mikinn í liði Grindavíkur og skoraði bæði mörk Grindjána. Þrátt fyrir jafnteflið eru Framarar með 25 stig í efsta sætinu og Grindavík er í því þriðja með 17 stig. _ José Enrique Sito skoraði tví- vegis fyrir ÍBV þegar liðið tók á móti Selfossi á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum en leiknum lauk með 3:2-sigri Eyjamanna. ÍBV er með 19 stig í öðru sætinu en Sel- fyssingar eru í því tíunda með 8 stig. _ Kairo Edwards-John skoraði þrennu fyrir Þrótt úr Reykjavík þegar liðið heimsótti Víking frá Ólafsvík á Ólafsvíkurvöll en leikn- um lauk með 7:0-stórsigri Þróttara sem eru með 7 stig í ellefta sætinu en Víkingar eru með eitt stig á botni deildarinnar. _ Pedro Vázquez skoraði sigur- mark Aftureldingar þegar liðið vann 2:1-sigur gegn Gróttu á Fag- verksvellinum að Varmá en Aftur- elding er með 12 stig í sjöunda sætinu en Grótta er í því níunda með 8 stig. _ Þá gerðu Þór frá Akureyri og Vestri 1:1-jafntefli á SaltPay- vellinum á Akureyri en Þórsarar eru með 11 stig í áttunda sætinu en Vestri er í því sjötta með 13 stig. _ Fjölnir og Kórdrengir gerðu svo markalaust jafntefli á Extra- vellinum í Grafarvogi en Fjölnir er með 14 stig í fimmta sætinu og Kórdrengir eru með 16 stig í fjórða sætinu. Grindavík stöðvaði toppliðið í Safamýri - ÍBV í annað sæti eftir nauman sigur Morgunblaðið/Eggert Skalli Haraldur Einar Ásgrímsson og Dion Acoff eigast við á Framvelli.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.