Morgunblaðið - 02.07.2021, Qupperneq 28
Verkefnið Flam-
enco á Íslandi er
nú hafið í þriðja
sinn. Í því koma
saman spænskir
og íslenskir lista-
menn og leika
flamenkólistir
sínar, leika á gít-
ara og syngja.
Flamenkógítar-
leikarinn Reynir Hauksson er þar í
fararbroddi og eru sex sýningar
fram undan.
Í kvöld kemur hópurinn fram í
Valhöll á Eskifirði kl. 21, 3. júlí í
Fjarðarborg á Borgarfirði eystri kl.
20.30, í Gamla bíói 8. júlí kl. 21, í
Frystiklefanum á Rifi 9. júlí kl. 21, á
Hvanneyri Pub 10. júlí kl. 21 og í
Alþýðuhúsinu í Vestmannaeyjum
11. júlí kl. 21.
Tilefni sýninganna er útgáfa
fyrstu íslensku flamenkóplötunnar,
El Reino de Granada, sem gefin var
út af Reyni sem kallar sig Reynir
del Norte. Hann býr og starfar í
Granada á Spáni og hefur hin síð-
ustu ár flutt til Íslands spænska
flamenkólistamenn til að kynna þá
fögru list fyrir landanum. Auk
Reynis koma fram Paco Fernández,
Jorge el Pisao, Jacób de Carmen og
Josue Heredia „Cheito“.
Flamenkóhópur
á ferð um landið
Reynir Hauksson
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 2021
Sýningaropnun laugardaginn 3. júlí kl. 14
LYSET FRA FJELDET
Opið virka daga
10–18,
laugardaga 12–16
Lokað á sunnudögum
ÖSSUR MOHR
Sýning í Gallerí Fold 3.-17. júlí
Hólmfríður María Ragnhildardóttir
hmr@mbl.is
„Þegar hann ýtti á hnappinn til að
eyða var það ákveðið áfall og eigin-
lega hálffyndið augnablik. Við eydd-
um öllum stafrænum skrám og nú er
í raun ekkert til af þessari plötu,“
segir Hildur Maral, útgáfustýra
plötufyrirtækisins Mercury KX, sem
á í samstarfi við klassíska, skoska
tónlistarmanninn Erland Cooper
sem leggur nú af stað í nýstárlegt
verkefni með
ófyrirséða út-
komu.
Cooper skrifaði
nýlega undir
samning hjá
fyrirtækinu um
útgáfu nýrrar
plötu sem er at-
hyglisverð fyrir
þær sakir að eng-
inn hjá Mercury
KX hefur heyrt tónverkin sem á
henni. Þess í stað hefur tónlistar-
maðurinn eytt öllum stafrænum
skrám og grafið eina eintakið af
verkunum á formi segulbands djúpt
ofan í jörðu á ótilgreindum stað á
Orkneyjum við Skotland. Að þremur
árum liðnum verður segulbandið
grafið aftur upp og plata gefin út með
lögunum í því ástandi sem þau finn-
ast. Mun Cooper í framhaldinu gera
tilraun til að flytja lögin á tónleikum í
tilheyrandi ástandi en ómögulegt er
að spá fyrir um lokaútkomuna eða
hvort verði yfirhöfuð hægt að spila
segulbandið.
„Það veit enginn hvernig veðrátt-
an eða jörðin mun hafa leikið segul-
bandið þegar það verður loks dregið
upp og því ákveðin áhætta sem felst í
þessu verkefni,“ segir Hildur.
Vill kanna áhrifin
Undanfarið hefur Cooper verið af-
ar afkastamikill í útgáfu tónlistar en
hann hefur gefið út nýja plötu á
nokkurra mánaða fresti síðastliðin
ár. Segir Hildur þetta nýja uppátæki
meðal annars til komið til að kanna
áhrif samtímans á listsköpun og
einnig rannsaka hvaða áhrif þessi
þriggja ára bið muni hafa á hann sem
tónlistarmann.
„Hann er spenntur að sjá hvort
hann verði enn hrifnari af verkinu
þegar það kemur upp úr jörðinni eða
hvort áhuginn dvíni. Svo er þetta
einnig spennandi verkefni í ljósi þess
tíma sem við erum uppi á núna, það
er svo mikið offramboð af tónlist. Það
verður áhugavert fyrir aðdáendur
hans að sjá hvernig þeim mun líða
eftir að hafa beðið eftir verkinu í þrjú
ár,“ segir Hildur.
Fjársjóðsleit á Orkneyjum
Til að bæta spennu í leikinn geta
áhugasamir leitað segulbandsins á
eyjunum út frá fjársjóðskorti og vís-
bendingum sem birtar verða á nokk-
urra mánaða fresti. Leitin verður þó
strembin, að sögn Hildar, og eru lík-
ur á að einungis þeir sem eru kunn-
ugir staðháttum geti lesið úr fyrir-
mælunum. Cooper biðlar til þeirra
sem ætla sér að leita segulbandsins
að skila því aftur til hans ef svo færi
að það skyldi finnast. Myndi hann í
framhaldinu bjóða viðkomandi ein-
staklingi að fara með sér í hljóðver
þar sem þeir myndu hlusta á loka-
útkomu verksins saman. Yrði platan
gefin út í kjölfarið, óháð því hvort
þrjú ár verða liðin.
Cooper ólst upp á Orkneyjum og
hefur því persónulega tengingu við
landssvæðið en verkið hans var sam-
ið til að fagna ljóðskáldinu George
Mackay Brown sem hefði orðið 100
ára gamall á árinu og er einnig frá
Orkneyjum.
Gefa út plötuna sama hvað
Spurð að því hvers vegna þrjú ár
hafi orðið fyrir valinu segir Hildur
ákvörðunina að hluta til tilviljunar-
kennda, „en það er líka eitthvað við
þrennuna sem er góð tímasetning.
Hann er mjög hrifinn af þrenningum
og hefur áður gefið út þríleik af tón-
list. Svo táknar þetta líka upphaf,
miðju og endi, svo það eru einhverjir
þættir sem spila inn í,“ segir hún.
Mercury KX hefur skuldbundið
sig við að gefa út verkið nákvæmlega
eins og það mun hljóma þegar það
kemur upp úr jörðinni en stefnt er á
að gefa plötuna út í júní 2024.
„Það er afar sjaldséð að útgáfufyr-
irtæki geri samning án þess að hafa
heyrt eina nótu af plötunni. Eina
fólkið sem hefur heyrt lögin er
Erland sjálfur og þeir sem komu að
gerð laganna. Við leggjum gífurlegt
traust á hann enda höfum við mikla
trú á tónlistarhæfileikum hans og
þessu verkefni,“ segir Hildur.
Forsalan er nú þegar hafin en
Hildur segist ekki vita til þess að
önnur forsala hafi staðið yfir í jafn
langan tíma.
Segulbandið liggur nú í jörðu í
kassa ásamt fiðlu, bogastreng og nót-
unum af upprunalega verkinu. Ein-
ungis þrjú önnur eintök af nótunum
eru til í heiminum og verða þau einu
vísbendingar um hvernig lögin
hljómuðu ef allt fer á versta veg.
Í jörðu Segulbandið komið ofan í holu á ónefndum stað á Orkneyjum þar sem Erland Cooper er fæddur og uppalinn.
Eina eintakið grafið í jörðu
- Hildur Maral gefur út merkilegan listgjörning Erlands Cooper - Segulbands-
upptaka af plötu hans verður grafin í jörðu á Orkneyjum í þrjú ár og þá gefin út
Hildur Maral
„Tunglið, tungl-
ið taktu mig“ er
yfirskrift tón-
leika saxófón-
leikarans og
tónskáldsins
Stefáns S. Stef-
ánssonar og
dóttur hans Unu
Stef sem haldnir
verða í Bókabúð
Máls og menningar að Laugavegi
18 í kvöld kl. 21. Stefán flytur
eigin lög með Unu og hljómsveit
en hana skipa, auk feðginanna,
píanóleikarinn Vignir Þór Stef-
ánsson, bassaleikarinn Gunnar
Hrafnsson og trommuleikarinn
Einar Scheving.
Miðasala fer fram í bókabúð
Máls og menningar.
Feðgin og hljóm-
sveit í bókabúð
Una Stef
Listatvíeykið SÚL_VAD frumflytur
í dag kl. 16-18 hljóð- og mynd-
bandsinnsetninguna „vatnaveran
mín“ í Listasal Mosfellsbæjar.
SÚL_VAD eru myndlistarkonan
Ásdís Birna Gylfadóttir og tón-
skáldið Ragnheiður Erla Björns-
dóttir, báðar fæddar 1993 og æsku-
vinkonur úr Mosfellsbæ.
„SÚL_VAD hefur strax frá upp-
hafi samstarfsins árið 2017 vakið
mikla athygli. Listakonurnar hafa
sýnt bæði hérlendis og víða erlend-
is, unnið til fjölda verðlauna og tek-
ið þátt í virtum samstarfsverk-
efnum,“ segir í tilkynningu og að í
„vatnaverunni minni“ rannsaki
tvíeykið áhrif mannsins á umhverfi
sitt og mengun sjávar. Í mynd-
rænan hluta verksins notist Ásdís
Birna við líkamann sem myndlík-
ingu fyrir sjálfið þar sem hreyf-
ingar og efnisval eigi stóran þátt.
Hljóðveröld verksins er tónverk í
fimm hlutum fyrir þverflautu, rödd
og rafhljóð, samið af Ragnheiði
Erlu, að því er fram kemur í til-
kynningu. Segir að hér sé á ferðinni
„kjörið tækifæri til að heimsækja
þann dularfulla krika sem hljóð- og
myndbandsverk eru innan list-
arinnar og upplifa þar ferska
strauma SÚL_VAD“.
Sýningu lýkur 30. júlí. Listasalur
Mosfellsbæjar er inn af Bókasafni
Mosfellsbæjar í Þverholti 2.
Vatnavera Stilla úr hljóð- og myndbandsinnsetningunni „vatnaveran mín“.
SÚL_VAD sýnir vatna-
veruna sína í Mosfellsbæ