Morgunblaðið - 02.07.2021, Side 32
Hljómsveitin GÓSS mun fagna sumri, líkt og í fyrra, og
halda tónleika víða um land. Í kvöld kemur þríeykið
fram í bragganum á Ásbrekku í Skeiða- og Gnúpverja-
hreppi og hefjast tónleikarnir klukkan 19. Í GÓSS eru
þau Sigurður Guðmundsson, Sigríður Thorlacius og
Guðmundur Óskar. Fyrsta plata tríósins, Góssentíð,
vakti mikla athygli og var meðal annars tilnefnd sem
plata ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum í fyrra.
Tríóið GÓSS heldur sveitatónleika
í bragganum á Ásbrekku í kvöld
FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 183. DAGUR ÁRSINS 2021
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 739 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
„Þetta er mjög slæmt og þessar fréttar koma ekki á
góðum tíma enda hefur okkur gengið vel í undan-
förnum leikjum,“ segir Ólafur Stígsson, annar þjálfari
karlaliðs Fylkis í knattspyrnu, meðal annars í samtali
við Morgunblaðið í dag.
Mikill meirihluti liðsins er kominn í sóttkví eftir að
leikmaður þess greindist með kórónuveiruna á þriðju-
daginn. Fyrir vikið hefur næsta leik liðsins á Íslands-
mótinu verið frestað en þetta er í þriðja sinn sem Fylk-
ismenn fara í sóttkví vegna faraldursins. »27
Fylkismenn í sóttkví sem kemur
ekki á góðum tíma fyrir liðið
ÍÞRÓTTIR MENNING
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Guðrún Stefanía V. Ingólfsdóttir er
einn þeirra landvarða Vatnajökuls-
þjóðgarðs sem í sumar standa vakt-
ina á Heinabergssvæðinu, sem er
skammt vestan við Höfn í Horna-
firði. Ýmis áhugaverðir staðir eru á
þessum slóðum; svo sem jöklarnir
sem stöðugt gefa eftir. „Ég var
fyrst á landvarðavaktinni hér árið
2015 og munurinn sem ég sé til
dæmis á Hoffellsjökli frá þeim tíma
er mikill. Stöðugt er nýtt land að
koma undan snjófarginu,“ segir
Guðrún sem er öllum aðstæðum á
þessum slóðum kunnug. Hún býr á
Hornafirði og hefur verið starfs-
maður þjóðgarðsins í um tíu ár. Er
yfirlandvörður og í fullu starfi árið
um kring, enda þótt mest sé um-
leikis yfir sumartímann.
Þögn í dalnum
„Svæðið hér við Hornafjarðar-
jöklana, sem við köllum svo, er stór-
brotið. Hér sjáum við hverjar af-
leiðingar af hlýnun jarðar geta
verið, en einnig að náttúran er svip-
ul og maðurinn hefur litla stjórn á
framvindunni. Ár geta færst í nýjan
farveg hvar þær flæmast hér fram
um sanda. Svo er svæðið framan við
Heinabergsjökul eins konar hvilft
eða dalbotn, þögnin sem þarna ríkir
er sérstök,“ segir Guðrún.
Alla virka daga kl. 11 nú í júlí og
eitthvað fram í ágúst verður boðið
upp á fræðsluferðir um Heina-
bergssvæðið. Frá þjóðvegi 1 er veg-
slóði frá Hringveginum, um 1,5 km
austan við brúna yfir Kolgrímu og
um 3 km fyrir vestan Flatey á Mýr-
um. Skilti og skýrar merkingar eru
á staðnum, svo enginn ætti að vill-
ast.
Brúarsmíðin var óþörf
Sagan sem á þessum slóðum
gerðist er sú að vorið 1947 var reist
38 metra löng brú yfir Heinabergs-
vötn. Fáum misserum eftir að brúin
var tekin í notkun færði fljótið sem
kom úr Heinabergsvatni sig yfir í
farveg Kolgrímu. Síðan þá er talað
um Þurrubrú; mannvirki sem hefur
staðið á þurru í 74 ár; er áminning
um forgengileika verka mannanna
og að öfl náttúrunnar eru engu lík.
Í bókinni 151 Ísland eftir Pál Ás-
geir Ásgeirsson segir að staðkunn-
ugur Skaftfellingur hafi á sínum
tíma fundið út að Heinabergsvötn
myndu finna sér nýjan farveg fyrr
eða síðar. Brúarsmíðin væri óþörf.
Á þau varnaðarorð var ekki hlustað
– og gráglettin náttúran lék á
manninn. Allt átti þetta sér orsakir
í hopi skriðjökla, sem nú verður á
miklu meiri hraða en áður. Svo gæti
því farið í fyllingu tímans að fleiri
brýr verði á þurru landi eða eitt-
hvað ámóta gerist.
Fjöll, gróður og fuglar
„Náttúran hér við sunnanverðan
Vatnajökul er engu lík; er stór-
brotin og breytist stöðugt. Fjöllin
eru svipsterk, gróðurinn fallegur og
fuglalífið fjölbreytt. Ferðamenn
spyrja margs um þetta, bæði þeir
sem við landverðir hittum úti í þjóð-
garðinum og svo þeir sem koma til
okkar í upplýsingamiðstöð okkar í
Gömlubúð á Höfn í Hornafirði,“
segir Guðrún Stefanía að síðustu.
Ljósmynd/Guðný Gígja Benediktsdóttir
Þjóðgarður Guðrún Stefanía við brúna sem er á þurru eftir að Heinabergsvötn fóru í nýjan farveg fyrir 73 árum.
Landið breytist stöðugt
- Landvörður er á vaktinni við brú og bráðnandi jökul