Fiskifréttir


Fiskifréttir - 15.06.1990, Qupperneq 4

Fiskifréttir - 15.06.1990, Qupperneq 4
4 föstudagur 15. júní Fréttir Nýsmíði Eskfirðings hf: Vaka SU 9 sjósett á Spáni — er væntanleg heim í september Hin nýja skip Eskfirðings hf., sem er í smíðum á Spáni, var sjósett í aprfllok síðastliðnum. Skipinu var gefið nafnið Vaka SU 9. Það á að koma til landsins í september næst- komandi og verður þá klárt til þess að taka þátt í loðnuveiðunum. Nýja skipið kemur í stað Esk- firðings SU sem sökk á sínum tíma fyrir austan land en einnig fær það þann hálfa loðnukvóta, sem Harpa RE hafði yfir að ráða á síðustu ver- tíð. Aðalsteinn Valdimarsson út- gerðarmaður sagði í samtali við Fiskifréttir, að Vaka SU myndi fyrst og fremst stunda loðnuveiðar og rækjuveiðar, en auk þess kæmu veiðar á öðrum tegundum til greina, svo sem á úthafskarfa, ef fýsilegar þættu. Um borð er full- komin frysti- og vinnsluaðstaða. Eins og sést á meðfylgjandi mynd er Vaka SU frábrugðin öðr- um nýjum nótaskipum að því leyti að brúin er framarlega á skipinu eins og á skuttogurunum. „Með því fæst betri nýting úr úr dekkinu og þar er samfellt vinnupláss í stað þess að vera tvískipt," sagði Aðal- steinn. Karl Þorleifsson á Akur- eyri teiknaði nýja skipið en það er smíðað í Gondan skipasmíðastöð- inni í Figueras á Norður-Spáni. Skipið er 52,70 m á lengd og 10.50 m á breidd. Aðalsteinn sagði, að áætlanir um smíðatíma hefðu fylli- lega staðist til þessa. Vaka SU 9 sjósett á Spáni 26. aprfl sl. (Mynd Jón Eggertsson). Vorleiðangur Bjarna Sæmundssonar: Vont áríerði í sjónum Hjarta „FRIGOSCANDIA“ kerfisins er sjálfberandi „FRIGoBELTI“ sem gerir mögulegt að sníða frystinn að þínum þörfum, jafnvel þó þarfirnar breytist. Til eru mismunandi breiddir og hæðir á beltum og í þeirri lengd sem hentar. Hægt er að setja frystana upp bæði innan og utan dyra. AGA frigoscaimdia EVRÓPUVIÐSKIPTI H/F Hafnarhvoli v/Tryggvagötu 9 Reykjavík • Sími: 91-25366 • Fax: 91-624049 „í heild sýna niðurstöður vorleið- angurs 1990 fremur vont árferði í sjónum við landið. Sjávarhiti í hlýja sjónum fyrir sunnan land var undir meðallagi og á norður- og austurmiðum gætti kalds pól- og svalsjávar í ríkara mæli en síðan 1981-83.“ Þetta er í fáum orðum sagt nið- urstaðan úr þriggja vikna vorleið- angri á rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni, sem lauk 8. júní sl. Fram kemur í fréttatilkynningu frá Hafrannsóknastofnun, að á árun- um 1984-1987 hafi ríkt góðæri á miðunum við landið með inn- streymi hlýs sjávar á norðurmið nær óslitið allan ársins hring, en á árinu 1988 varð lát á því og árið 1989 náði það aðeins á móts við Húnaflóa. Vorið 1990 er því þriðja árið í röð með köldu árferði í sjón- um fyrir Norður- og Austurlandi og er reyndar þeirra kaldast. Þann- ig var vorhámark gróðurs í hafinu fyrir Norðurlandi fyrir garð gengið eins og á köldum vorum vegna lágrar seltu og lagskiptingar. Eng- in áta virðist þó hafa nýtt sér gróð- urinn. Leysingar á Suðurlandi virt- ust einnig hafa flýtt vorhámarki gróðurs í strandsjónum, sem hafði þar aftur á móti stuðlað að átum- agni sem var sambærilegt við rík- ustu ár síðasta áratugs. Annars staðar á landgrunninu við landið var átumagnið alls staðar með minnsta móti vorið 1990. Alls voru gerðar athuganir á 173 stöðum allt í kringum landið, bæði á landgrunninu sjálfu og utan þess. Leiðangursstjóri var Svend-Aaage Malmberg. Því má svo bæta við, að enda þótt fiskifræðingar hafi ekki fund- ið tölfræðilegt samband milli breytinga á hitastigi í sjónum og stærðar fiskárganga, er almennt talið að versnandi lífsskilyrði í sjónum dragi úr vexti fiskistofna. Grálúðan: Áfram treg veiði Áfram er tregt á grálúðunni og stendur hún svo djúpt, að aðeins stærstu skip ráða við þessar veið- ar. Skipin hafa verið að toga allt niður á 700 faðma dýpi og nú er af sem áður var, þegar togararnir þurftu aðeins að dífa trolli nokkr- um sinnum til þess að fylla sig. Samkvæmt heimildum Fiski- frétta eru þess mörg dæmi, að sóknarmarksskip sem ætluðu að nýta sér grálúðuna hafi gefist upp og haldið á brott af miðunum. Þegar þetta er ritað liggja ekki fyrir hjá Fiskifélaginu heildartölur um grálúðuaflann í maí. Þó fengust þær upplýsingar hjá Ingólfi Arnar- syni, að á Norðurlandi hefði verið landað um 5.000 tonnum af grál- úðu í mánuðinum á móti 8 þús. tonnum í sama mánuði í fyrra. í Hafnarfirði var landað um 1800 tonnum nú í maí en rúmlega 4.000 tonnum í maí 1989. Ekki lágu fyrir tölur frá Vestfjörðum.

x

Fiskifréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar: 23. tölublað (15.06.1990)
https://timarit.is/issue/418605

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

23. tölublað (15.06.1990)

Iliuutsit: