Fiskifréttir


Fiskifréttir - 15.06.1990, Qupperneq 9

Fiskifréttir - 15.06.1990, Qupperneq 9
föstudagur 15. júní 9 Veððarfæri Guðni Þorsteinsson Norska smáfiskafælan Pað fer víst ekki á milli mála, að í veiðafærapistlunum í Fiskifréttum er býsna oft fjallað um vörpugerð- ir, sem eiga að hlífa smáfiski og smárækju. Þetta er sem betur fer ekkert einkaáhugamál undirritaðs eða Flafrannsóknastofnunarinnar heldur sér þess víða stað, að menn hafi áhuga á að vernda ungviði nytjastofna. Þannig má vart opna erlend fiskveiðitímarit án þess að rekast á greinar um leggpoka og fæluvörpur ýmis konar. Einn kyn- legasti kvisturinn á þessum meiði er norskur útbúnaður sem þar í landi kallast trollex en hér er kosið að kalla smáfiskafælu. Aðeins var imprað á þessum útbúnaði í pistli þ. 9.3. sl. og því hálft í hvoru lofað að fjalla um þetta tól síðar og er hér verið að efna það loforð. Útbúnaðurinn Útbúnaðurinn, sem á að flokka smáfiskinn frá og sleppa honum út úr belgnum, er sýndur á 1. mynd. Er þar fyrst um að ræða net, sem leiðir allan fisk upp á við í belgn- um. Fælunet þetta, sem merkt er A á myndinni verður að vera smár- iðið til að koma í veg fyrir ánetjun. Næst kemur skiljugrindin (B á teikningunni). Hún er úr málmi og er fjarlægð á milli rimla valin þann- ig, að undirmálsfiskur sleppi út en stærri fiskur hrekist niður að neðra byrði þar sem gat er á grindinni (C á teikningunni) og þar í gegn fer svo fiskurinn, sem ekki kemst í gegnum grindina, og lendir síðan aftur í poka. Þess má geta, að grindur úr áli hafa reynst of veikar. Til þess að smáfiskurinn, sem sleppur í gegnum grindina, komist út úr vörpunni er talsvert net tekið úr belgnum, eins og sýnt er á teikn- ingunni. Þar sem op þetta lokast sð aftan, merkt D á teikningunni, verður möskvastærð að vera lítil til þess að fiskur, sem sleppur út um grindina, ánetjist ekki eða syndi jafnvel í gegnum þetta net inn í belginn að nýju. Er jafnvel haft segl á þessum stað. Loks er stund- um höfð keðja að ofanverðu á milli grindarinnar B og aftara netsins D til styrktar og til þess að útbúnað- urinn haldist í réttum skorðum. * Arangur Enda þótt þessi útbúnaður sé býsna flókinn, hefur hann reynst vel í tilraunum eins og myndir 2 og 3 sýna. Hvort sem um þorsk eða ýsu er að ræða, minnkar veiði á undirmálsfiski gífurlega mikið, án þess að verulegt magn tapist af stórum og nýtanlegum fiski. En auðvitað má hafa áhrif á lengdar- dreifingu fisksins sem veiðist með því að breyta bili á milli rimla í grindinni. Til þess að fylgjast með því hvað sleppur út., var hafður fínriðinn poki yfir útgönguopinu á belgnum. í tilrauninni var pokinn 1. mynd: Skýringarteikning af norsku smáfiskafæiunni. A: netfæla, B: grind, C: op aftur í poka, D: smáriðið net. Frekari skýringar í texta. IVeidist Usieppur Lengd (cm ) 2. mynd: Veiðihlutfall af þorski eftir lengd með smáfiskafælu. klæddur, þannig að ekkert slapp út um hann. Súlurnar á myndum 2 og 3 sýna því eingöngu hversu mikið fer út um grindina. Með því að nota venjulegan pokariðil, sleppur síðan eitthvað til viðbótar út um pokann. Þess skal getið, að Norð- menn nota 135 mm riðil í poka, þegar polýamíð (nælon) er notað í netið en 145 mm, þegar um polýet- hýlen er að ræða. Auk þorsks og ýsu fengust karfi og ýmsar kolategundir við þessar tilraunaveiðar. Alls slapp um 85% kolans, enda sleppur koli vel út um rimla vegna hins flata vaxtarlags. Karfinn slapp einnig í allt of miklu magni út um grindina, eins og fram kemur á 4. mynd. Er greinilegt að stytta verður bil á milli rimlanna, þegar verið er á karfaveiðum. Vandamál Ætla mætti, að það væri talsvert umhendis að vera með stífa grind í belg á venjulegri fiskivörpu. Norð- menn láta þó ekki illa af þessu, þegar þess er gætt að hafa þennan umbúnað nógu langt frá pokaend- unum til þess að hann verði ekki fyrir, þegar verið er að slá stroffum á belginn, þegar mikið er í. Eins og gefur að skilja getur grindin stíflast, ef stórir hlutir lif- andi eða dauðir berast aftur eftir belgnum. Af sjávarbúum má nefna hákarl og beinhákarl en af dauðum hlutum má nefna grjót og drasl ým- is konar. Þess má geta að lokum, að Norðmenn ætla að prófa ýmsar út- færslur smáfiskafælum á þessu ári og ætti þá að koma betur í ljós, hvernig þessi útbúnaður reynist í hita bardagans. Heimild: Larsen, R.B. 1990: A new app- roach of size selectivity in com- mercial codfish trawls using the “trollex“ system. Vinnunefndar- fundur Alþjóðahafrannsóknaráðs- ins um veiðarfæri í Rostock í apríl 1990. VeidistDsieppur 3. mynd: Veiðihlutfall af ýsu eftir lengd með smáfiskafælu. 4. mynd: Veiðihlutfall af karfa eftir lengd með smáfiskafælu.

x

Fiskifréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar: 23. tölublað (15.06.1990)
https://timarit.is/issue/418605

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

23. tölublað (15.06.1990)

Iliuutsit: