Fiskifréttir


Fiskifréttir - 15.06.1990, Page 11

Fiskifréttir - 15.06.1990, Page 11
föstudagur 15. júní 11 Fréttir (((•))) Kockum Sonics GLÆSILEGT 2JA ÁRA FISKISKIP TIL SðLU - Á MJÖG HAGKVÆMU VERfll M.S. Lisa Maria T-12-T Tromsö, Noregi, DNV +1A1, 37,5 metra línu og netaveiðiskip, byggt 1988, Portúgal, með 32.000 króka autoline-búnaði, frystingu 24 tonn/24 tíma, fullkominri vinnslubúnaður (Baader) fyrir heilfryst- ingu, flakafrystingu og saltfiskvinnslu. Aðalvél 1100 hest- öfl. Skipsskrokkur hannaður til breytinga í togveiðiskip. Nánari upplýsingar gefa: Halfdan Eilertsen, Tromsö, Noregi, sími 9047-83-85530, Úlfar Ármannsson, Vélorka, Reykjavík, sími 621222, hs. 52245. Christiania Bank og kredidkasse, Grönnegt 80, Tromsö, Norge. Masaji Kawada, Jóhann Ólafur Ársælsson, N. Kobayaski og M. Shimot- ori. Merkúr hf. selur Yanmar bátavélar Jóhann Ólafur Ársælsson, sem sá um sölu á YANMAR - bátavélum fyrir Bílaborg hf., hefur nú tekið við umboði fyrir YANMAR - báta- vélar hér á landi. Samstarfsaðili Jóhanns um sölu á vélunum er Merkúr hf. og mun það fyrirtæki jafnframt sjá um varahlutaþjón- ustu. VÆS hf., sem sá um viðgerð- ir fyrir Bílaborg, mun eftir sem áður sjá um viðgerðaþjónustu fyrir YANMAR - bátavélar. Svo sem kunnugt er var Bfla- borg hf. tekin til gjaldþrotaskipta og í framhaldi af því sótti Jóhann Ólafur um YANMAR - umboðið. Gengið var frá yfirtöku hans á um- boðinu í Hollandi fyrir skömmu og í framhaldi af því var komið á sam- starfi við Merkúr hf. Merkúr hf. mun nú selja allar bátavélar frá YANMAR, frá 1 hestafli og upp í 1100 hestöfl, en það þýðir m.ö.o. að fyrirtækið sel- ur vélar í vatnabáta og allt upp í 300 til 400 brúttórúmlesta skip. Að sögn Jóhanns Ólafs verður Merkúr hf. einnig með rafstöðvar frá YANMAR fyrir skip og einnig til nota í landi. Jóhann Ólafur fékk einnig umboðið fyrir Sleipner Motor a/s en það fyrirtæki fram- leiðir skrúfur fyrir skip og báta, öxla og hliðarskrúfur fyrir minni skip. Fyrir var Jóhann Ólafur með umboð fyrir Tsurumi - dælur. — Helsta nýjungin frá YANM- AR nú er nýr fullkominn dísel ut- anborðsmótor, 18, 27 og 36 hest- afla. YANMAR hefur ekki áður framleitt slíka díselmótora en þessir nýju mótorar ættu að gagn- ast sem trillumótorar, sagði Jó- hann Ólafur en þess má geta að um 200 YANMAR - bátavélar eru nú í notkun í íslenska flotanum. Stærð þeirra er frá 9 hestöflum og upp í 12 hestöfl. Ferskfisksölur: Höfum fyrirliggjandi þokulúðra og stjórntæki fyrir merkjagjöf frá Kockum Sonics. Vélarog skiphf. Eyjaslóð 7 — P.O. Box 47 — Seltjarnarnes, lceland - Sími 11040/11077 Hátt verð í Englandi þrátt fyrir mikið framboð Töluvert hefur verið um landanir íslenskra fískiskipa í Englandi að undanförnu. Sex skip hafa t.a.m. landað þar afla á tímabilinu 4. til 11. júní sl., alls rúmlega 700 tonn- um af fiski. Fiskverð hefur heldur hækkað í Englandi og t.a.m. hafa skipin verið að fá þetta 120 til 130 krónur fyrir þorskkflóið. I Þýska- landi hefur aðeins eitt skip landað afla nýverið, Óskar Halldórsson RE, og fékk það ágætt verð fyrir karfa. Þau skip sem landað hafa í Eng- landi að undanförnu eru eftirtalin: Páll ÁR landaði 110 tonnum í Hull 4. júní sl. Verðmæti aflans var 11.1 milljón króna en það samsvarar 101.51 kr/kg í meðalverð. Uppi- staða aflans var ýsa á 106.71 kr/kg en 79.60 kr/kg fengust fyrir 13 tonn af karfa. Börkur NK seldi 190 tonn Þýskaland Sem fyrr segir var aðeins ein skipasala í Þýsklandi í sl. viku. Óskar Halldórsson RE seldi 84 tonn fyrir 8.9 milljónir króna og fékk því 106.09 kr/kg í meðalverð. Uppistaða aflans, 61 tonn, var karfi á 113.56 kr/kg. af fiski í Grimsby 6. júní sl. Verð- mæti aflans var 23.5 milljónir króna eða 123.84 kr/kg. Uppistaða aflans var þorskur, 160 tonn, og var meðalverðið 123.38 kr/kg en 136.83 kr/kg fengust fyrir 23 tonn af ýsu. Náttfari HF landaði sama dag í Hull, alls 112 tonnum fyrir 11.3 milljónir króna. Meðalverð var 100.47 kr/kg. Náttfari var með 58 tonn af ýsu á 115.94 kr/kg og 32 tonn af ufsa á 60.05 kr/kg. Katrín VE landaði 96 tonnum í Hull 7. júní sl. og fékk 11.1 milljón króna fyrir ómakið. Meðalverð var 115.01 kr/kg en aflinn var aðallega þorsk- ur og ýsa. Fyrir 45 tonn af þorski fengust að jafnaði 130.20 kr/kg og fyrir 33 tonn af ýsu fengust 116.47 kr/kg. Ottó Watne NS átti mjög góða sölu í Grimsby sama dag. Seld voru 117 tonn af fiski á 14.6 milljónir króna og var meðalverð- ið 125.09 kr/kg. Togarinn var með 104 tonn af þorski og fór þorskur- inn á 131.18 kr/kg. Loks má nefna að Sighvatur Bjarnason VE seldi afla í byrjun vikunnar, nánar til- tekið 11. júní sl, alls 96 tonn fyrir 10.9 milljónir króna. Meðalverðið var 113.96 kr/kg en uppistaða afl- ans var þorskur á 126.75 kr/kg. Gámasölur Framboð af gámafiski var held- ur minna en í vikunni á undan er seld voru tæp 1400 tonn að verð- mæti tæpar 150 milljónir króna. I vikunni 4. til 8. júní sl. voru hins vegar seld 1078 tonn fyrir 118.2 milljónir króna eða sem svarar 109.59 kr/kg. Mest var selt af ýsu, 392 tonn, og var meðalverðið 114.37 kr/kg. Seld voru 306 tonn af þorski á 122.59 kr/kg, 137 tonn af kola á 95.66 kr/kg og 40 tonn af grálúðu á 100.69 kr/kg.

x

Fiskifréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.