Fiskifréttir


Fiskifréttir - 11.11.2005, Blaðsíða 2

Fiskifréttir - 11.11.2005, Blaðsíða 2
2 FISKIFRETTIR 11. nóvember 2005 SJAVARUTVEGUR KARLINN í BRÚNNI FISKMARKAÐIR Allir markaðir (íslandsmarkaður) dagana 1.-7. nóvember 2005 (Tölur fyrir slægðan fisk eru á undan tölum fyrir óslægðan fisk) Meðal- Lægsta Hæsta Tegund Magn verð verð verð kg kr./kg kr./kg kr./kg ÞORSKUR 141.649 173,59 59,00 234,00 ÞORSKUR 583.449 133,34 61,00 224,00 ÝSA 144.292 97,06 ,00 158,00 ÝSA 745.869 90,44 45,00 184,00 UFSI 51.854 58,36 16,00 63,00 UFSI 8.350 47,27 9,00 59,00 LÝSA 5.679 43,77 19,00 67,00 LÝSA 2.333 41,12 ,00 49,00 GULLKARFIÓ 112.214 79,47 5,00 92,00 LANGA 7.666 83,28 40,00 107,00 LANGA 21.323 78,88 5,00 90,00 BLÁLANGA 17.9261 87,87 58,00 105,00 BLÁLANGA 2.235 93,23 27,00 95,00 KEILA 26.971 69,88 35,00 82,00 KEILA 29.147 56,38 5,00 72,00 STEINBÍTUR 73.847 120,46 38,00 161,00 STEINBÍTUR 12.503 104,66 15,00 128,00 TINDASKATA 11 ,00 ,00 ,00 TINDASKATA 6.059 14,09 ,00 15,00 HLÝRI 36.522 133,80 90,00 180,00 HLÝRI 4.491 129,23 96,00 145,00 SKÖTUSELUR 43.200 271,31 48,00 300,00 SKÖTUSELUR 336 219,49 150,00 272,00 SKATA 3.111 132,22 8,00 189,00 SKATA 34 88,65 65,00 115,00 HÁFURÓ 108 41,90 20,00 55,00 ÓSUNDURLIÐAÐ S 646 58,30 50,00 90,00 LÚÐA 6.485 524,93 150,00 697,00 LÚÐA 180 492,67 328,00 581,00 GRÁLÚÐAS 808 209,23 202,00 220,00 SKARKOLI 47.156 165,18 46,00 273,00 SKARKOLI 72 78,00 78,00 78,00 ÞYKKVALÚRA 3.039 236,51 121,00 381,00 ÞYKKVALÚRA 598 130,00 130,00 130,00 LANGLÚRA 5.004 86,34 ,00 110,00 LANGLÚRA 5.699 61,38 23,00 75,00 STÓRKJAFTA 695 40,53 20,00 47,00 STÓRKJAFTA 272 10,00 10,00 10,00 SANDKOLI 3.770 67,76 15,00 70,00 SANDKOLI 1.374 41,52 26,00 90,00 SKRÁPFLÚRA 2.794 56,93 19,00 65,00 SKRÁPFLÚRA 1.102 22,12 ,00 50,00 SÍLDÓ 200 170,00 170,00 170.00 HUMAR S 16 2.767,50 2.755,00 2.774,00 KRABBI S 98 18,00 18,00 18,00 SANDHVERFA S 62 330,68 315,00 333,00 HROGN/ÞORSKUR S 103 20,00 20,00 20,00 ÞORSKHRYGGIR Ó 15.570 60,00 60,00 60,00 KINNFISK/ÞORSKU S 30 508,60 505,00 520,00 DJÚPKARFI Ó 12.778 82,31 80,00 90,00 HARÐF/STB S 20 1.339,50 .291,00 1.388,00 ÁLLÓ 4 131,00 131,00 131,00 GELLUR 344 576,59 502,00 658,00 NÁSKATA 33 60,27 26,00 65,00 NÁSKATA 3 27,00 27,00 27,00 UNDÞORSKUR 13.166 103,05 67,00 124,00 UNDÞORSKUR 57.732 80,32 56,00 116,00 UNDÝSA 10.196 64,00 26,00 86,00 UNDÝSA 50.133 48,96 16,00 83,00 HÖFRUNGUR Ó 462 24,79 ,00 69,00 FLATTUR/ÞORSKUR 225 624,44 500,00 700,00 FLÖK/ÝSA 240 135,00 135,00 135,00 HVÍTASKATA S 273 33,00 33,00 33,00 LIFUR 3.369 36,26 20,00 55,00 2 325.930 110,70 ■ • Sighvatur Bjarnason VE. (Mynd: Guðmundur St. Valdimarsson), Jón Eyfjörð Eiríksson, skipstjórí á Sighvati Bjarnasyni I/E Stefnir í ágætissíldarvertíð Síldarvertíðin hefur gengið vel það sem af er og hefur síld- in veiðst bæði fyrir austan land og vestan. Um 40 þúsund tonn- um af síld hafði verið landað um miðja vikun samkvæmt upplýsingum á vef Fiskistofu. „Ég held að óhætt sé að segja að vertíðin sé með nokkuð svip- uðu sniði og hún var á síðasta ári. Að vísu hefur síldin verið óvenju góð fyrir austan en þar hefur hún eitthvað verið blönduð af norsk-ís- lensku síldinni,“ sagði Jón Eyfjörð Eiríksson, skipstjóri á Sighvati Bjarnasyni VE, í samtali við Fiski- fréttir er rætt var við hann um afla- brögðin í byrjun vikunnar. Þá hafði síldveiðin reyndar dottið eitthvað niður í nokkra daga en Jón Eyfjörð sagðist ekki trúa öðru en því að það stefndi í ágætisver- tíði þótt lítið veiddist annað slagið. Smærri síld sunnar Þegar rætt var við Jón Eyfjörð hafði Sighvatur Bjarnason VE landað heimasíld fjórum sinnum í Vestmannaeyjum á vertíðinni og farið tvær veiðiferðir austur fyrir land og tvær vestur fyrir land. Að þessu sinni eru tveir skipstjórar á Sighvati sem skiptast á með skip- ið, þeir Jón Eyfjörð og Helgi Valdimarsson, skipstjóri á ísleifi VE. Þessi tilhögun var tekin upp er Isleifi VE var lagt í haust vegna þess að verkefni vantaði fyrir skipið þar sem kolmunninn hefur ekki látið sjá sig um langan tíma og engar loðnuveiðar voru leyfðar í ár á sumar- og haustver- tíð. Jón Eyfjörð var með skipið í veiðiferðunum tveimur á vestur- svæðinu. „I síðustu viku vorum við i Jökuldýpinum frá þriðjudegi fram á aðfararnótt fostudags. Vel gekk að ná síldinni en við fengum um 700 tonn í túrnum. Mest fengum við um 200 tonn í kasti. Síldin var mun smærri á þessum slóðum en hún er fyrir austan. Annars var hún mjög breytileg að stærð eftir köst- um. Skipin byrjuðu að kasta í Kolluálnum og færðu sig síðan suður eftir. Agætissíld fékkst til dæniis norður af Svörtu loftum en hún smækkaði eftir því sem sunnar dróg sem er ekkert óvenjulegt.“ Kemur um kvöldmatarleytið Vikuna áður var Jón Eyijörð einnig með Sighvat Bjarnason VE í Jökuldýpinu, en aðeins austar. Þeg- ar þeir voru búnir að fá um 500 tonn þurftu þeir að fara í land vegna þess að nótin hafði flækst hjá þeim. Sem kunnugt er veiðist síldin aðeins í nótina eftir að tekur að dimma þótt hægt sé að veiða hana allan sólarhringinn í flottroll. Jón Eyfjörð sagði að síldin grynnk- aði venjulega á sér um kvöldmatar- leytið og kæmist þá í nótarfæri. Getur hún þá komið alveg upp und- ir yfirborðið. Á morgnana þegar fer að birta lætur síldin sig svo síga og verður ekki veiðanleg. í desem- ber þegar dagurinn er sem stystur getur síldin þó komið upp í sjó yfir daginn þótt dimmt sé úti. Einnig ræðst það af botndýpi hvað síldin kemur mikið upp í sjó. Ef botndýpi er lítið kemur hún fyrr upp en læt- ur siður sjá sig ef botndýpi er mik- ið. „Annars er engin algild regla í þessum efnum,“ sagði Jón Eyfjörð. Ævintýri líkast Sighvatur Bjarnason VE og ís- leifur VE reyndu fyrir sér með tveggja báta trolli í vor, bæði á norsk-íslensku síldinni og við kol- munnaveiðar, eins og fram hefúr komið í Fiskifréttum. Veiðarnar gengu þokkalega á norsk-íslensku ,, Veiðiferðin var hreint út sagt ævin- týri líkust og fengu bæði skipin fullfermi á 2-3 sólarhringum, eða samtals um 2.600 tonn.“ síldinni strax í upphafi en ekki eins vel á kolmunnanum vegna þess að trollið var ekki nógu stórt. „Við fórum síðan einn túr á norsk-ís- lensku síldina norður í Smugu í ágúst síðastliðnum og þá vorum við komnir með stærra troll, eða 2.400 metra troll frá Hampiðjunni. Það troll svínvirkaði. Veiðiferðin var hreint út sagt ævintýri líkust og fengu bæði skipin fullfermi á 2-3 sólarhringum, eða samtals um 2.600 tonn. Veiðarnar gengu eins hratt og hugsast gat og við þurftum aðeins að gæta þess að fá ekki of mikið í hali. Við reyndum að taka ekki meira en 250-300 tonn í hali. Þessi tveggja báta troll eiga fram- tíðina fyrir sér að mínum dómi ef við notum nógu stór troll. Þess má einnig geta að tveggja báta troll hafa til dæmis verið notuð af Dönum og Færeyingum við veið- ar á uppsjávarfiski með góðum árangri." Svari hver fyrir sig I framhaldi af þessu beindist talið að notkun flottrollsins. Jón Eyfjörð sagðist sem minnst vilja blanda sér í þá umræðu að þessu sinni. „Flestir sem fylgst hafa með flottrollsumræðunni vita hver afstaða mín er. Við hljótum að spyrja okkur hvert við stefnum þegar við stöndum frammi fyrir því hvernig síðasta loðnuvertíð endaði. Það vita allir sem vilja vita að loðnuvertíðirnar hafa far- ið versnandi síðastliðin þrjú ár. Áður en flottrollsveiðar á loðnu hófust gátum við alltaf náð kvót- anum í nótina án nokkurra telj- andi vandkvæða. Af hverju er þetta vandamál komið upp í dag? Svari nú hver fyrir sig,“ sagði Jón Eyfjörð. Flest síldarskipin veiða heimasíldina í nót en vinnsluskip- in nota flottrollið enda hentar það þeim betur til að halda uppi jafn- ri og stöðugri vinnslu um borð. Sighvatur Bjarnason VE er einnig með flotttroll ásamt nótinni og verður gripið til þess ef á þarf að halda. „Það er mun ódýrara að taka síldina í nót og ég vil heldur veiða hana í nót en troll ef þess er kostur,“ sagði Jón Eyíjörð. Fi.sk FRETTIR Útgefandi: Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ritstjórn: Fiskifréttir ehf. Guðjón Einarsson Sími: 569 6625 Mýrargötu 2 gudjon@fiskifrettir.is Fax: 569 6692 101 Reykjavík Ritstjórnarfulltrúi: Kjartan Stefánsson Sími: 569 6624 kjartan@fiskifrettir.is Fax: 569 6692 Auglýsingastjóri: Auglýsingar: Hertha Árnadóttir Sími: 569 6623 hertha@fiskifrettir.is Fax: 569 6692 Áskrift og innheimta: Sími: 511 6622 Fax: 569 6692 Skip.is - fréttavefur Fiskifrétta Eiríkur St. Eiríksson Sími: 569 6610 Fax: 569 6692 Prentvinnsla: Gutenberg Askriftarverð m/vsk: 1.755 kr. á mán. m/kreditkorti 1.950 kr. á mán. m/greiðsluseðli Lausasöluverð: 495 hvert tölublað

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.