Fiskifréttir


Fiskifréttir - 11.11.2005, Blaðsíða 9

Fiskifréttir - 11.11.2005, Blaðsíða 9
FISKIFRETTIR 11. nóvember 2005 FRÉTTIR 9 Hvalur tekur mest af loðnunni Fram kom hjá Jóhanni að loðnan er mikilvægust sem fæða fyrir grá- lúðu en þar á eftir kemur þorskurinn. Rannsóknir hafi leitt í ljós að um 35% af innihaldi maga þorsks væru loðna. Hann upplýsti einnig að gróft mat á árlegu aífáni á loðnu væri um 4 milljónir tonna. Hvalir eru þar stórtækastir og taka gróft áætlað 1-2 milljónir tonna af loðnu, fiskar koma þar á eftir með 1,3 milljónir tonna - þar af tekur þorskurinn um 900 þúsund tonn - loðnuveiðar nema rétt rúmlega eimri milljón tonna og sjófuglar reka svo lestina með 340 þúsund tonn á ári. Jóhann sagði enn- fremur að mælingar sýndu að sex ára þorskur hefði tapað þyngd vegna þess að hann hefði ekki náð í jafn- mikla loðnu og áður. Hann sagði að ekki væri vitað með vissu hvort veiðar á loðnu hefðu skaðað fæðu- möguleika þorsks en nauðsynlegt væri að rannsaka það. Hann ítrekaði þó í fyrirspumartíma að til lítils væri að banna loðnuveiðar ef loðnan á annað borð gengi ekki inn á fæðu- slóðir þorsks í sama mæli og áður. Aflareglan reynst vel Jóhann fór síðan yfir helstu verk- efni Hafrannsóknastofnunar á sviði loðnurannsókna en þau eru fjölmörg og viðamikil. I lokaorðum sínum sagði Jóhann að aflareglan í loðnu hefði að hans dómi reynst vel með tilliti til afraksturs loðnustofns. Frá því hún hefði verið tekin upp hefðu engin áfoll riðið yfir stofninn, að minnsta kosti ekki til þessa. Hann taldi sumar- og haustveiðar vera var- hugaverðar þegar stofninn væri lít- ill og yfirleitt væri ekki æskilegt að stór hluti aflans væri veiddur á þessum tíma. Einnig tók Jóhann fram að ástæða væri til að meta hvort sumarveiði væri óæskileg vegna vaxtaraukningar og tilflutn- ings á orku/líffnassa úr norðri inn á landgrunnið norðanlands. Hvað flotvörpuveiðar áhrærir sagði Jóhann að ljúka þyrfti rann- sóknum á ánetjun og smugi. Hann sagði það vera óvíst hvort flot- varpan hefði varanleg áhrif á hegðun og atferli loðnu þannig að hún gengi síður suður og vestur til hrygningar. Þó væri ljóst að mikil síun og verulegt rask ætti sér stað á miðunum vegna flottrollsins enda urn stórtækt veiðarfæri að ræða. Því væri skynsamlegt að takmarka notkun flottrolls á ákveðnum tímum og ákveðnum svæðum í varúðarskyni. Loðnan er mikilvæg fæða margra nytja- stofna. Breyttar umhverfisaðstæð- ur undanfarin ár hafa leitt til minni skörunar þorsks og loðnu. Að- gengi þorsks að loðnu hefur þar með minnkað. Jóhann sagði að nauðsynlegt væri að stórefla rann- sóknirnar til að skýra nánar áhrif mikilla breytinga á vistkerfi sjávar við ísland vegna hlýnunar undan- farin ár og misseri. Rannsaka þyrfti breytingar á útbreiðslusvæði loðnu og vistkerfi hennar, ná betur utan um mælingar á stofninum eft- ir þessar breytingar og renna styrkari stoðum undir nýtingar- stefnuna, bæði með tilliti til loðn- unnar sem nytjastofns, en ekki síð- ur í ljósi mikilvægis hennar í fæðuvistffæðilegu samhengi. ^4- Meðalhlutfall loðnu (PFI) í fæðu 18 botnfiska 5___ T $ f/", í>'" | SlSpSáðýÍESá l 1_ yas fe - I ———' : 'W at s Sjöfn EA fer fljótlega á fiskitroll og svo á netaveiðar í Breiðafirði eftir áramótin. (Mynd: Þorgeir Baldursson). Skipt um aðalvél í Sjöfn EA — auk annarra endurbóta Skipt hefur verið um aðalvél og ljósavél í tog- og netabátnum Sjöfn EA-142 frá Grenivík. Aðal- vélin er af gerðinni Caterpillar frá Heklu hf. og er hún 1.000 hestöfl. Ljósavélin er einnig frá Caterpillar og er hún 175 kW. Oddgeir Isaksson, skipstjóri og útgerðarmaður Sjafnar EA, sagði í samtali við Fiskifréttir að komið hefði verið að kostnaðarsamri upp- tekt á gömlu vélinni sem var orðin 25 ára gömul. Því hefði verið ráð- ist í að kaupa nýja og stærri vél á meðan gengið er hagstætt fyrir slíkar fjárfestingar. Tækifærið var einnig notað til að kaupa stærri og öflugri vélar er fyrir voru í skipinu. Verkið var unnið hjá Slippstöðinni á Akureyri og síðar Slippnum Ak- ureyri ehf. Skipið var einnig málað þar, skrokkurinn og dekkin tvö. Oddgeir sagði að gírinn hefði síðan verið byggður upp og er hann alveg nýr nema húsið. Einnig var fengin ný skrúfa í skipið frá Rolls Royce í Noregi. Þetta verk var unnið hjá Vélsmiðjunni Vík hf. á Grenivík. Oddgeir sagði að þeir stefndu að því að fara fljótlega á fiskitroll út af Norður- og Austurland en síðan tekur við netavertíð eftir áramótin í Breiðafirði ef að líkum lætur. NÝR SAU RY SJÓFRYST EÐALBEITA [ www.edalbeitaris~ SAURY ER EINFALDLEGA BESTA BEITAN • Sérlega hátt fituinnihald - allt að 27.9% • Nýtist 30% - 40% betur en síld • Veiðir lengur en önnur hefðbundin beita • Roðið er einstaklega sterkt • Saury losnar síður af króknum Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins Samkvæmt rannsóknum Rannsóknastofnunarfískiðnaðarins er fituinnihald Saura allt að 27.9% /Jlk am n mi wr VOOT IMPORT & EXPORT NANARI UPPLYSINGAR í SÍMA 897 7015 VOOT IMPORT & EXPORT EHF Holtsgata 56 • 230 Reykjanesbær Sími: 581 2222 • Fax: 581 2223 www.edalbeita.is

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.