Fiskifréttir


Fiskifréttir - 11.11.2005, Blaðsíða 5

Fiskifréttir - 11.11.2005, Blaðsíða 5
FISKIFRETTIR 11. nóvember 2005 SKOÐUN Aðalfundur LÍÚ fyrir skemmstu var ákaflega efnismikill og athygl- isverður. Sjávarútvegsráðherra var skýr í sinni ræðu, Ingibjörg Sólrún rétti fram sáttahönd - sem var af- skaplega ánægjulegt, Landsbanka- menn fluttu fábært erindi um stöð- ugleikann og Guðrún Gauksdóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík, ijallaði á skýran og ein- faldan hátt um eignarétt í sjávarút- vegi. Þá voru flutt mörg önnur er- indi, áhugaverð og vel ffam sett. En einhverja athyglisverðustu setninguna á samkomunni átti Sig- urjón Arason, yfirverkfræðingur á Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, í erindi sem fjallaði um kælingu fisks. Hann sagði að sem betur fer væru „fáar reglur og lög í íslensk- um sjávarútvegi," sem ég skal játa að er þveröfúgt við það ég upplifi sjálfur í greininni. En Sigurjón bætti líka við: ,,....í samanburði við norskan sjávarútveg." Svo viðraði hann með dæmi sem var efnislega þessa leið: „Sem betur fer hafa aldrei verið settar reglur eða lög á íslandi um hvernig fiskur skuli kældur um borð í fiski- skipum og einmitt þess vegna hefur átt sér stað svo mikil þróun á Islandi í með- ferð afla. f Noregi voru hins vegar sett lög eða reglugerð sem kváðu á um að öllum afla skyldi landað ísuðum í kössum af tiltekinni stærð. Vandinn var bara sá að kass- arnir voru of stuttir fyrir þorskinn sem leiddi aftur til þess að allur þorskur var hausaður og hausunum var hent í sjóinn. Afleiðing þess- ara laga eða reglna var sú að jafnvirði 5 milljarða ís- lenskra króna verðmætum var hent í norskan sjó.“ Ég hef ekki verið talsmaður laga og reglna til lausnar vandamálum sem upp koma því mér finnst ýms- ar reglur einmitt skapa bara ný vandamál. Þróunin er ófyrirsjáan- leg og jafhframt því að leysa mörg mál sem upp koma á hagkvæmari hátt en áður þekktist, skapar hún mörg tækifæri. Ég hafði hins vegar aldrei heyrt af jafn skýru dæmi og Siguijón Arason nefndi í erindi sínu um tjón, sem lög og reglu- gerðir geta valdið og jafnframt var unnt að meta til ijár. Lög eiga að vera fá, almenn og einfold, að ég tali nú ekki um reglugerðir sem settar eru á grundvelli laganna. Sjá varútvegur í reglugerðarböndum — eftir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Heimsókn til Grimsby Við þetta erindi Sigurjóns leiddi ég hugann að heimsókn minni á fiskmarkaðinn í Grimsby í ágúst- mánuði síðastliðnum og í fram- haldinu til fiskverkenda þar. Ekk- ert á fiskmarkaðinum kom mér reyndar á óvart en það kom hins vegar margt verulega á óvart í heimsókn í ensku fiskvinnslufyrir- tækin. Þarna stóðu flakararnir og flökuðu íslenskan þorsk með snilldar handbragði. Flökin voru loslaus, nýting frábær og ferskleik- inn virtist góður. Þessir karlar borga líka hæsta verð sem fæst að jafnaði fyrir þorskinn, sem bendir til þess að þeir selji hann líka á góðu verði. En ég get líka fúll- yrt að ís- lenskar eftir- litsstofnanir væru búnar að loka hver- ri einustu fiskvinnslu, sem ég kom þarna inn í, á grundvelli ís- lenskra laga og reglu- gerða. Klæðning í loftum hékk oft á tíðum niður, gólf voru sprungin, salern- isafdrep léleg eða alls ekki til stað- ar, lítið eða ekkert rennandi vatn og flökin voru meira að segja oftast þvegin upp úr sama vatni og heili fiskurinn. Til að kóróna allt saman var fiskurinn flakaður á trébrettum á sama tíma og tré má hvergi sjást í íslenskri fiskvinnslu, ekki einu sinni í frystiklefum. Að mínu mati hefðu Bretarnir reyndar mátt vera ögn hreinlegri en afurðirnar voru til fyrirmyndar. Þetta leiddi hugann að því að í undantekningartilvikum spyrja erlendir viðskiptavinir um hvort við fylgjum íslenskum regl- um eða lögum um meðferð fisks eða um hvort húsakynnin standist þau sömu lög og reglugerðir. Þeir gera sjálfir sínar úttektir og kaupa eða kaupa ekki á grundvelli þeirra. Afurðin þarf einfaldlega að stand- ast kröfur þeirra og þar skipta ekki einungis gæðin máli heldur líka þjónusta og áreiðanleiki. Millifærslur aflaheimilda Annað dæmi get ég ekki stillt mig um að nefna, það er að fyrir- tækjum sé ekki heimilt að færa aflaheimildir milli eigin skipa eða yfir á skip í eigu ótengdra aðila án Ótrúlegt er að útgerðum skuli ekki sjálfum vera heim- ilt að færa aflaheimildir milli skipa án þess að faxa þar til gerð eyðublöð til Fiskistofu þar sem starfsfólk- ið gengur frá millifærslunni, segir greinarhöfundur. (Mynd/Fiskifréttir: Einar Asgeirsson). þess að faxa þar til gerð eyðublöð á Fiskistofu þar sem starfsfólkið gengur síðan frá millifærslunni! Þetta er alveg ótrúlegt, til dæmis í ljósi þess að í heimabönkum fyrir- tækjanna er okkur heimilað að færa tugi milljóna króna milli eigin reikninga og meira segja gera slíkt hið sama yfir á reikninga í annarra eigu!!! Þetta getur meðaljóninn á götunni meira að segja gert líka kunni hann á annað borð á tölvu. A sama hátt er ekki unnt að senda vigtarskýrslu með rafrænum hætti vegna þess að hún þarf að vera stimpluð af löggiltum vigtarmanni á þar til gerðu eyðublaði. Meðal- jóninn er betur staddur og getur Norskir saltfiskframleiðendur: Milljarðatap vegna slakra Norskir saltfiskframleiðendur tapa jafnvirði um tveggja millj- arða íslenskra króna árlega vegna slakra gæða framieiðslu sinnar. Framleiðendur á íslandi og í Færeyjum fá 20-25% hærra verð fyrir afurðir sínar en þeir norsku. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem Fiskeriforsk- ning hefur gert en vitnað er til hennar á síðunni Kyst.no. Þar kemur fram að þótt norskur saltfisknaður velti miklum fjármun- um þá sé afkoman í greininni mun lakari en á íslandi og í Færeyjum. Ástæðan er sú að gæði norska salt- fisksins eru ekki eins mikil og þess íslenska og færeyska og að góður hluti afurðanna er seldur á mörkuð- um sem greiða frekar lágt verð. Sérfræðingar hjá Fiskerifor- skning benda á ýmsar ástæður fyrir því að gæði norska fisksins séu ekki nægilega góð. Meðal þeirra eru skemmdir á fisknum vegna veiðar- færa eða meðhöndlunar urn borð í fiskiskipunum. Þá sé vökvainnihald meira í saltfiski frá þessum löndum skilað skattaskýrslu sinni á Netinu, að ég tali nú ekki um atvinnurek- endur sem skila launa- og virðis- aukaskýrslum á sama hátt án undir- ritunar. En ég veit líka að ríkisskatt- stjóri sækist eftir rafrænum skilum þar sem þau leiða til minni villu- hættu og jafnframt nýtast starfs- menn hans betur til annarra og þarfari verka en að sitja við að skrá tölur af innsendum eyðublöðum. Á sér enga hliðstæðu Þá get ég ekki stillt mig um að rifja upp orð Sigurðar Kára Krist- jánssonar, þingmanns þegar ég ,,Afleiðing þessara laga eða reglna var sú að jafnvirði 5 milljarða íslenskra króna verðmætum var hent í norskan sjó“ spurði hann hvað hefði komið hon- um mest á óvart varðandi íslenskan sjávarútveg þegar hann settist á þing. Hann var ekki lengi að svara: „Allur sá fjöldi laga sem sífellt er verið að setja um grein- ina. Þetta á sér enga hliðstæðu í öðrum atvinnugreinum.“ Dæmunum, sem hér eru nefnd, er ekki ætlað að kasta rýrð á starfsmenn þeirra stofn- ana sem framfylgja eftirlitinu. Síður en svo. Þar er í langflest- um tilvikum á ferðinni gott og heiðarlegt fólk sem vinnur sína vinnu eins og til er ætlast af því, nákvæmlega eins gott og heiðar- legt fólk og vinnur vinnuna sína í íslenskum sjávarútvegi. Það breytir því hins vegar ekki að í íslenskum lögum og reglugerð- um felst allt of mikill óþarfur kostnaður, bæði beinn og óbeinn, sem erfitt er að meta með sama hætti og Sigurjón Ara- son gerði. Verra er samt að laga- flækjur og reglugerðafargari^ hindrar þróun eða hægir í það minnsta á henni. Létta þarf af sjávarútvegsfyrirtækjunum þeim kostnaði sem á þau hefur verið lagður með því að bera uppi þann eftirlitsiðnað sem sífellt meira tútnar út. Það myndi reyndar beinlínis stuðla að auk- inni verðmætasköpun í sjávaiút- vegi að grisja reglugerðafrum- skóginn í samráði stjórnvalda og atvinnugreinarinnar sjálfrar. Og þá kæmi á daginn að fleira fer í súginn en norskir þorskhausar, þökk sé vitlausum reglum af ýmsu tagi. Höfundur er framkvæmda- stjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum. en í norska fiskinum og hann sé fal- legri á litinn og fyllri fyrir vikið. I Færeyjum sé alls staðar beitt sprautusöltun í saltfiskvinnslu og á Islandi sé sú aðferð notuð í bland við hefðbundna pækilsöltun. Báðar aðferðir séu mun minna notaðar í Noregi. Þá hafi hærra vökvainni- hald þann kost að hærra verð fáist fyrir fiskinn. Loks er bent á þá stað- reynd að á íslandi og í Færeyjum er saltfiskurinn flokkaður mun betur eftir gæðum en gengur og gerist í Noregi. Skip.is greindi frá. Ábót, sigurnaglalína og allar gerðir af beitu ísfell ehf • Fiskislóð 14 • P.O.Box 303 • 121 Reykjavík • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.