Fiskifréttir


Fiskifréttir - 11.11.2005, Blaðsíða 1

Fiskifréttir - 11.11.2005, Blaðsíða 1
iem^mbbiíb 42. tbl. 23. árg. föstudagur 11. nóvember 2005 Upplýsingakerfi fyrir sjávarútvegsfyrirtæki Microsoft GOLD CERTIFIED Partner maritech sími: 545 3200 | sala@maritech.is Sighvatur Bjarna- son og félagar: Keyptu skelfisk- fyrirtæki í Danmörku Islendingar hafa fest kaup á skelfiskfyrirtækinu Cimbric á Norður-Jótlandi. Um er að ræða fyrirtæki sem veltir um 70 millj- ónum dönskum krónum á ári og þar starfa um 20 manns. Kaupendur að Cimbric eru Sig- hvatur Bjamason, Halldór Amarson og Gústaf Daníelsson. Cimbric viim- ur kaldsjávarrækju, heitsjávarrækju, krabbahala og surimi sem seld eru í stórmörkuðum sem fersk vara. Markaðir fyrir afurðimar em aðal- lega í Danmörku og Italíu en einnig á Spáni og Bretlandi. Sighvatur er ennfremur einn af eigendum salt- fiskverkunarinnar Jeka Fish í Dan- mörku. Þar starfa um 75 manns, árs- veltan er í kringum tvo milljarða ís- lenskra króna og þeir framleiða mn 5.500 tonn af saltfiskafurðum á ári. Sjá nánar bls. 6-7. Vísbendingar um að trollið trufli loðnuna Vísbendingar eru um það að flottrollsveiðar á loðnu fyrir austan land hafi truflað göngur loðnunnar upp að landinu á síð- ustu vertíð. Þetta kom fram hjá Jóhanni Sigurjónssyni, forstjóra Hafrannsóknastofnunar, í erindi sem hann hélt á aðalfundi LIÚ fyrir skömmu. Jóhann sagði að ekkert yrði þó fullyrt að svo stöddu um staðhæf- ingar þess efnis að flotvörpuveið- arnar yllu því að loðnan gengi ekki vestur fyrir land. í varúðarskyni væri hins vegar skynsamlegt að halda togveiðum á loðnu utan við landgrunnið og heimila ennfremur ekki togveiðar að sumri og hausti. Þá væri eflaust skynsamlegt að leyfa ekki togveiðar sunnan Dala- tanga eða Gerpis þar sem hrygn- ingartorfur loðnu eru að þéttast. Sjá nánar bls. 8-9. Þorskur á línu. (Mynd/Fiskifréttir: Guðlaugur Albertsson). Þorskstofninn: Afiaregiu ekki breytt - engin yfirvofandi vá, segir ráðherrann „Það er út af fyrir sig ekki nýtt að fiskifræðingar telji að þorskstofninn sé undir of miklu veiðiálagi. A sínum tíma var tekin ákvörðun um að fylgja svokallaðri aflareglu. Markmið hennar hafa ekki náðst af ýms- um ástæðum, ekki bara vegna aukinna veiða smábáta eins og ýmsir hafa látið í veðri vaka. Ég tel enga ástæðu til að hlaupa til núna og lækka aflaregluna í þorski þegar við erum að ná þeim markmiðum sem lagt var af stað með í upphafi.“ Þetta sagði Einar K. Guðfinns- son sjávarútvegsráðherra í samtali við Fiskifréttir en á málþingi um nýliðun og framleiðslugetu þorsk- stofnsins nú í vikunni lýstu vísinda- menn áhyggjum sínum af því að sóknin í þorskstofninn væri of stíf. Þeir vilja lækka aflaregluna sem nú miðast við að tekin séu 25% af veiðistofninum ár hvert. Ráðherr- ann minnti á að ástand þorskstofns- ins réðist ekki bara af veiðiálaginu heldur einnig af öðrum þáttum svo sem aðgengi þorsks að loðnu. Hann minnti að með minnkun möskva- stærðar í netum hefðu verið gerðar ráðstafanir til þess að draga úr sókn í stærstu hrygnurnar sem gæfu bestu hrognin. Einnig væri hrygningarstoppi nú framfylgt með einbeittari hætti en áður. ,,Mér finnst umræðan hafa verið alltof hasarkennd. Þetta málþing sýndi að staða íslenska þorskstofnsins í alþjóðlegum samanburði er giska góð og það er ekkert hættustand eða yfirvof- andi vá fyrir dyrum, þótt við séum ekki að ná þeim árangri sem við ætluðum," sagði sjávar- útvegsráðherra. Sjá nánar bls. 4. * i' « ■ wilSVklrr ■ --tr Heildarlausn á samhæfðum vélbúnaði Samstarfsaðili Rolls-Royce = HÉÐINN = Stórás 6 • IS-210 Garðabæ Sími: 569 2100 • Fax: 569 2101 • www.hedinn.is Hörpudiskur í Breiðafirði: Engin ný dauðsföll vegna sýkingar — samkvæmt rann- sóknum á vegum Sig- urðar Agústssonar enf. Rannsóknir Sigurðar Agústs- sonar ehf. í Stykkishólmi á hörpu- diski í Breiðafirði benda til þess að dauðsföll hjá skelinni af völdum sýkingar, sem hrjáð hefur stofn- inn, séu ekki lengur fyrir hendi, að því er Sigurður Agústsson, fram- kvæmdastjóri hjá fyrirtækinu, sagði í samtali við Fiskifréttir. Veiðar á hörpudiski í Breiðafirði hafa legið niðri eftir að stofninn hrundi vegna sýkingar í stærri skel- inni en ungskelin virðist hafa sloppið. Sigurður Ágústsson ehf. hefur staðið fyrir rannsóknum á skelinni á þessu ári á eigin kostnað og fengið til liðs við sig kanadíska aðila. Sett voru niður allmörg búr í Breiðafirði fyrir sex mánuðum með nokkrum þúsundum skelja í öllum stæðarflokkum. Sigurður sagði að fyrstu niðurstöður bentu til þess að skelin hefði ekki orðið fyrir neinum skakkaföllum, sama af hvaða aldri eða stærð hún er. Þetta væru sterk- ar vísbendingar uin að sýkingin væri hætt að herja á stofninn. „Þetta eru ánægjuleg tíðindi. Við bíðum nú eftir niðurstöðum úr mæl- ingurn Hafró á hörpudiski í Breiða- firði sem fram fóru í haust. Okkur vantar upplýsingar um stærð stofns- ins og hvenær líkur séu á því að unnt verði að hefja veiðar á ný,“ sagði Sigurður. Fram kom hjá Sigurði að þeir hefðu einnig sett niður 1.200 lirfusafnara í innanverðum Breiða- firði til að kanna hvar lirfuregnið er mest. I framtíðinni mætti ennfremur nota lirfur til að rækta upp veiði- svæði hörpudisks. „Við erum að kynna okkur aðferðir sem notast er við í Kanada. Við erum vongóð um að hægt verði að hjálpa stofninum til að ná fyrri dreifingu með því að leggja náttúrunni lið við að byggja stofninn upp,“ sagði Sigurður.

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.