Fiskifréttir


Fiskifréttir - 11.11.2005, Blaðsíða 8

Fiskifréttir - 11.11.2005, Blaðsíða 8
8 FISKIFRETTIR 11. nóvember 2005 LOÐNURANNSOKNIR Vísbendingar eru um það að flottrollsveiðar á loðnu fyrir austan land hafi truflað göngur loðnunnar upp að landinu á síðustu vertíð. Þetta kom fram hjá Jóhanni Sigurjónssyni, forstjóra Hafrannsókna- stofnunar, í erindi sem hann hélt á aðalfundi LIU um samspil loðnu og þorsks. í erindi sínu fjallaði Jóhann um ýmis álitamál við nýtingu loðnustofnsins.Tók hann fyrir fjögur atriði í því sambandi; aflaregl- una fyrir loðnuveiðar sem í gildi er, hvort skynsamlega væri staðið að veiðum með notkun flotvörpu, hvort nýtingarstefnan væri skyn- samleg með tilliti til fæðuvals þorsks og annarra nytjastofna og loks greindi hann frá rannsóknum á loðnustofninum. Jóhann benti á í upphafi máls síns að vistkerfi loðnunnar á mótum kald- og hlýsjávar væri firnastórt og víðfeðmt. Minnstu breytingar á því gætu hins vegar haft veruleg áhrif á hegðun loðn- unnar. Hann minnti á að á síðustu áratugum síðustu aldar hefði ungloðnan haldið sig úti af Norð- urlandi á sumrin og fæðusvæði loðnunnar hefði þá náð lengst norður í Dumbshaf. Frá árinu 2000 hefði ungloðnan síðan ver- ið að færa sig vestur á bóginn, á ýmis vandamál í framkvæmdinni eins og menn þekkja. Síðustu sjö vertíðir hefði ekki tekist að mæla veiðistofninn fyrir áramót og oft hefði ekki náðst að mæla hann fyrr en verulega væri liðið á vertíðina. Niðurstaða um endanlegt aflamark hefði því oft verið síðbúin. Vand- inn varðandi mælingar væri einnig fólginn í því að síðustu þrjú til íjögur árin hefði ungloðnan haldið sig annars staðar að haustlagi en venjulega. Þannig hefði ríkt mikil óvissa um spá eða mat á veiðistofni Á loðnuveiðum. (Mynd/Fiskifréttir: Hlynur Ársælsson). Vísbendingar eru um að flottrolls- veiðar geti truflað göngur loðnunnar - segir Jóhann Sigurjónsson, forstjórí Hafrannsóknastofnunar hafsvæðið út af Austur-Græn- landi. Fæðusvæði loðnunnar hef- ur einnig færst vestar og það nær ekki eins langt norður og áður. Jó- hann tók fram að margt væri þó enn á huldu um þessar breytingar. Erfiðleikar í mælingu Aflareglan í loðnu hefur verið í gildi í rúm 20 ár en hún var tekin upp eftir að stofninn hrundi á sín- um tíma. Aflareglan miðar að því sem kunnugt er að skilja eftir 400 þúsund tonn af loðnu til hrygn- ingar. Jóhann fór yfir það hvernig staðið væri að mælingum á stofn- inum og tillögugerð um aflamark. Aðferðafræðin hefði verið í föst- um skorðum um langt skeið. Fjöldi ungloðnu er mældur á haustin og út frá þvi er áætlað hve stór veiðistofninn verður í vertíð- arbyrjan á næsta ári. Vegna óvissu í spá væri aðeins 2/3 áætlaðs afla- marks úthlutað í vertíðarbyrjun. Endanlegt aflamark væri ekki ákveðið fyrr en að afloknum bergmálsmælingum á veiðistofni á vertíðinni sjálfri sem færu oftast fram í nóvember til febrúar. Jó- hann sagði að upp hefðu komið næsta árs. „Sagan sýnir að varúðar er þörf á meðan þetta ástand varir,“ sagði Jóhann. Er sumarloðnuveiði æskileg? Veiðar á loðnu að sumarlagi og haustin voru verulegar hér áður fyrr, einkum í lok áttunda áratugar síðustu aldar og langt fram eftir þeim ní- unda. Jóhann sagði að síðustu árin hefði þessi veiði hins vegar aðeins numið um og innan við 20% af heildarafla. Þessar veiðar væru því ekki eins miklar og margir vildu vera láta. Þeir sem mæla gegn sumar- loðnuveiðum telja að þær trufli þorskinn í fæðuöflun fyrir norðan land. Jóhann benti á að sumarveiðar færi hins vegar fram það utarlega að þær væru sennilega mest utan þess svæðis sem þorskurinn héldi sig á. Skörun loðnugöngunnar og fæðuöfl- unarsvæðis þorsks virtist ekki eiga sér stað fyrr en líða tæki á haustið, eða í október og nóvember. Síðustu tvö til þijú árin hefði svo engin ungloðna fundist úti fyrir Norður- landi. Sumarloðnuveiðar gætu því ekki verið beinlínis að taka æti ffá þorskinum á þessu svæði. Annað væri að veiðar utan landgrunns gætu leitt til þess að minni loðna gengi á fiskislóð. Breyttar göngur Göngumynstur loðnu hefur breytst á undanförnum árum. Síð- ustu tvö árin hefur hrygningarloðna til dæmis ekki skilað sér í þeim mæli upp að landinu sem búist var við og hana hefur vantað alveg í Faxaflóa og Breiðafirði ef marka má aflatölur og magainnihald í þorski. Jóhann fór yfir þessa þróun og sagði að vísinda- menn teldu hugsan- legt að þessi um- skipti tengdust breytingum á eðlis- eiginleikum sjávar á svæðinu, hærri hita og aukinni seltu í sjónum. Frá árinu 1998 hefði sjáv- arhiti suðvestanlands til dæmis hækkað um eina til tvær gráður. Að dómi haffræðinga væri þetta mikil breyting á umhverfisskilyrðum. Um staðhæfingar þess efnis að flot- vörpuveiðarnar yllu því að loðnan gengi ekki vestur fyrir land sagði Jó- hann að um slíkt yrði ekki fullyrt að svo stöddu. Göngumar hefðu t.d. skilað sér vestur fyrir árin 2000- 2002, þ.e. eftir að flotvarpan var komin í fulla notkun. Flotvarpan væri hins vegar stórtækt veiðarfæri og því væri líklega í varúðarskyni skynsamlegt að halda togveiðum á loðnu utan við landgrunnið og heim- ila ennfremur ekki togveiðar að sumri og hausti. Þá væri eflaust skynsamlegt að leyfa ekki togveiðar sunnan Dalatanga eða Gerpis þar sem hrygningartorfur em að þéttast og undirbúa sig fyrir göngur upp að landi. „Ekki er skynsamlegt að menn róti í loðnutorfum með flotvörpu á þessum tíma,“ sagði Jóhann. Hann vék nánar að þessu efni í fyrirspurnartíma að loknu erindi sínu og sagði þá að sérffæðingar jafnt sem reyndir skip- stjórar teldu ekki ólíklegt að flot- trollsveiðarnar fyrir austan land hefðu truflað göngur loðnunnar á síðustu vertíð. Álitamál varðandi flottroll Loðnuveiðar í flotvörpu hófúst að marki árið 2000. Jóhann sagði að álitamálin við notkun flotvörpunnar væru einkum þrjú. í fyrsta lagi hvort meira dræpist af loðnu en um borð kæmi við ánetjun eða smug. Jóhann sagði að ánetjun væri í augu stingandi þeim sem veiðarnar stun- da og virtist stundum töluverð, en ekki væri þar með sagt að skaðinn væri stórkostlegur. Hins vegar væri smugið, þ.e. fiskur sem færi í geng- um möskvana á veiðarfærinu og hlyti skaða af sem hugsanlega leid- di til dauða hans. Þetta væri ekki eins sýnilegt en gæti verið umtals- verður vandi engu að síður. Bæði ánetjun og smug eru þættir sem ver- ið er að rannsaka og líklegt má telja að með nýjum útbúnaði og fyrir- huguðum athugunum megi skýra í náinni framtíð hvort og þá hver vandinn sé. I öðru lagi er spurning- in hvort óæskilegur meðafli fáist en það virtist ekki vera mikið vanda- mál í loðnuveiðum. Þó þyrfti að huga að því að mikill lífmassi er sí- aður í gegnum flottrollið og því ástæða til að vera á varðbergi. í þriðja lagi mætti nefna áhrif flot- trolls á göngur loðnunnar og hegð- un eins og vikið er að hér að fram- an. Þó eðlilegt sé að beina rann- sóknum að þessum þætti í framtíð- inni, er ekki fyrirsjáanlegt að auð- velt verði að afla upplýsinga sem taki af allan vafa í þessum efnum. Jóhann Sigurjónsson.

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.