Fiskifréttir


Fiskifréttir - 11.11.2005, Blaðsíða 7

Fiskifréttir - 11.11.2005, Blaðsíða 7
6 FISKIFRETTIR 11. nóvember 2005 FISKIFRETTIR 11. nóvember 2005 7 ÍSLENDINGAR ERLENDIS Texti: KS Sighvatur Bjarnason var mikið í sviðsljósinu í íslenskum sjávar- útvegi á tíunda áratugnum þegar hann var framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum og stjórnarformaður SIF. Hljótt hefur verið um Sighvat síóustu árin en hann hefur þó ekki sagt skilið við sjávarútveginn. Hann er stjórnarformaður og einn af eigendum Fisco ehf., fyrirtækis sem annast alþjóðleg viðskipti með sjávarafurðir, og hann er einnig einn af eigendum í danskri saltfisk- verkun sem framleiðir um 5.500 tonn af afurðum á ári. Fyrir skömmu keypti Sighvatur svo í félagi við aðra skelfiskfyrirtæki í Danmörku. Saltfiskfyrirtækið sem hér um ræðir heitir Jeka Fish A/S og er í bænum Lemvig á Vestur-Jót- landi. „Jeka Fish er gróið fyrir- tæki og hafði starfað í 18 ár þeg- ar við keyptum það árið 2002. Tildrög kaupanna voru þau að ég vann hjá American Seafood um nokkurra ára skeið og Jeka Fish var í viðskiptum við okkur. Eg þekkti eigandann nokkuð vel. Hann kom til mín og bauð mér að kaupa fyrirtækið og ég sló til ásamt mági mínum Halldóri Arn- arsyni,“ sagði Sighvatur í samtali við Fiskifréttir er hann var spurð- ur um starfsemina í Danmörku. Halldór hefur mikla reynslu af sjávarútvegi á Islandi og í Noregi. Veltan í kringum tvo milljarða Stofnandi Jeka Fish á enn hlut í fyrirtækinu. Halldór annast dag- legan rekstur þess en Sighvatur er stjórnarformaður. Hjá fyrirtæk- inu starfa um 75 manns. Arsvelt- an er í kringum tvo milljarða ís- lenskra króna og þeir framleiða um 5.500 tonn af saltfiskafurðum eins og getið er hér að framan, aðallega saltflök en einnig eitt- hvað að léttsöltuðum lausfrystum flökum. í vinnslunni er eingöngu notaður sjófrystur, hausaður línu- fiskur úr Barentshafi og Kyrra- hafi, sem er þíddur upp, flakaður og saltaður. Sighvatur sagði að dregið hefði úr framleiðslu á létt- söltuðum, frystum flökum. „I þeirri framleiðslu erum við að keppa við tvífrystan fisk frá Kína og við getum ekki keppt við Kín- verja frekar en aðrir framleiðend- ur í Evrópu.“ Hrein verksmiðju- framleiðsla Sighvatur sagði að ágætur rekstrargrundvöllur væri fyrir fiskvinnslu í Danmörku. Meiri stöðugleiki ríkti þar í gengismál- um en hér á landi og þar væri ein- nig stöðugt vinnuafl. „Þar eins og hér heima er hátt hlutfall starfs- manna af erlendu bergi brotið, eða um þriðjungur. Þetta er mjög gott starfsfólk. Að vísu eru laun há í Danmörku en þó innan hæfi- legs ramma. Saltfiskvinnslan var þokkalega tæknivædd þegar við keyptum hana en við ákváðum þó að tæknivæða hana enn frekar til að auka hagkvæmni og sjálf- virkni. Við höfum íjárfest tölu- vert í tækjum frá Marel og í öðr- um búnaði. I Danmörku er auð- velt að fjármagna fyrirtæki sem hefur gott orðspor og vextir af lánum eru þar lágir. Þá má geta þess að þetta er ekki hefðbundið fiskvinnsluhús að íslenskum hætti þar sem hráefnisöflun er mjög breytileg. Þetta er hrein verk- smiðjuframleiðsla. Við erum að vinna nánast sama magn á hverjum degi ellefu mánuði á ári“ Framleiða aðeins upp í pantanir — Vœri hœgt að hafa þessa vinnslu á Islandi? „Nei, það væri ekki hægt þótt það væri ekki út af öðru en tolla- málum á kyrrahafsþorskinum. Þá byggist þessi framleiðsla á há- marksnýtingu. A Islandi er salt- fiskurinn til dæmis settur í kæli og síðan er hann viku í gámum á leið- inni frá Islandi til Evrópu. Við þetta tapast einhver prósent i nýt- ingu. Við framleiðum aðeins upp í ákveðnar pantanir og fiskinum er ekið beint til markaðslandanna. Við erum nánast aldrei með salt- flök á lager hjá okkur.“ Hátt verð á hráefni Jeka Fish þarf um átta til níu þúsund tonn af hausuðum fiski á ári til vinnslunnar. Sighvatur sagði að mikil samkeppni væri um hrá- efnið einkum við Japani sem kaupa mikið af kyrrahafsþorski. Jeka Fish kaupir mikið magn af hráefni inn í einu, allt að fimm þúsund tonn, sem geymt er í frystigeymslum þangað til fiskurinn er tekinn til vinnslu. Þetta helgast af því að best er að kaupa hráefnið á ákveðnum tíma árs þegar fiskurinn hentar til vinnslunnar. Til dæmis er ekki gott að nota fisk sem veiðist á sumrin til framleiðslu á saltflökum. Þar sem baráttan um hráefnið er nokk- uð hörð er verðið tiltölulega hátt, og hefur hækkað mikið á árinu. Stórir á Ítalíu í saltflökum Saltfiskflök frá Jeka Fish eru seld til Italíu, Spánar og Grikk- lands. Sighvatur var spurður hvort það hefði ekki áhrif á markaðinn að hér væri um uppþíddan fisk að ræða. Hann sagði að markaðurinn gerði sér grein fyrir eðli fram- leiðslunnar. En þótt uppþíddur fiskur væri yfirleitt ekki eins góð- ur og fiskur sem unninn er ferskur væru saltflök frá Jeka í háum gæðaflokki og þeir hefðu ágæta markaðshlutdeild. Þeir væru til dæmis stærstir á Italíumarkaði í saltflökum. — Hafið þið áform uppi um að auka vinnsluna? „Frá því við keyptum fyrirtækið höfum við aukið framleiðsluna um 50% í magni en veltan hefur ekki aukist nema um 30% því afurða- verð hefur lækkað umtalsvert. Engu að síður hefur afkoman verið ásættanleg. Ef til vill væri hægt að auka framleiðslu á saltflökum eitt- Saltflök flokkuð hjá Jeka Fish. Séð yfir verksmiðjusalinn hjá Jeka Fish. Verksmiðjuhús Jeka Fish í Lemvig í Danmörku. Skelfiskverksmiðjan Cimbric í Vogn sem Sighvatur og félagar festu nýlega kaup á. Fyrírtæki í eigu íslendinga: Framleiðir um 5.500 torrn af saltfiski á ári í Danmörku rætt við Sighvat Bjarnason stjórnarformann Fisco ehf. og einn af eigendum saltfiskvinnslunnar Jeka Fish og skeifiskfyrirtækisins Cimbric í Danmörku hvað meir en gert hefur verið en það eru takmörk fyrir því hvað markaðarinn getur tekið við miklu magni“ Keyptu skelfiskfyrirtæki Nýlega festi Sighvatur í félagi við aðra kaup á skelfiskfyrirtækinu Cimbric í bænum Vogn á Norður- Jótlandi. Kaupendur að fyrirtækinu með Sighvati eru Halldór Arnarson og Gústaf Daníelsson sem verður framkvæmdastjóri Cimbric. Sig- hvatur sagði að hér væri um fyrir- tæki að ræða sem hefði nokkra vaxtarmöguleika. Cimbric vinnur skelfisk í legi, kaldsjávarrækju, heitsjávarrækju, krabbahala sem og surimi, sem eru sett í plastglös og seld í stórmörkuðum sem fersk vara með lítið geymsluþol. Arsvelta Cimbric er um 70 milljónir króna danskar og þar starfa um 22 manns. Kaldsjávarrækju fá þeir frá Kanada og vinna úr um 1.200 tonnum á ári en heitsjávarrækjan og annað hrá- efni kemur frá ýmsum suðlægum löndum. „Við mátum það svo eins og ég hef nefnt að vaxtar- möguleikar Jeka væru takmarkað- ir og þess vegna leituðum við að öðru fyrirtæki í annarri grein. Fyrirtækin geta þá vegið hvort annað upp og við getum að hluta til nýtt sömu dreifi- leiðir á sömu markaði,“ sagði Sighvatur. Mark- aðir fyrir afurð- irnar eru aðal- lega í Danmörku og Italíu en einn- ig á Spáni og Bretlandi. Sighvatur Bjarnason. (Mynd: Arnaldur Halldórsson). Alþjóðleg viðskipti með frystan fisk Fisco ehf., er 16 ára gamalt fyr- irtæki sem stundar alþjóðleg við- skipti með frystan fisk, bæði með fisk frá íslandi og fisk annars stað- ar frá. Hjá Fisco og dótturfyrir- tækjunum, Menju og Sirius, starfa átta manns hér á landi. Menja ann- ast útflutning á ferskum eldisfiski frá íslandi, aðallega bleikju en ein- nig laxi. Þá hóf fyrirtækið nýlega útflutning á ferskum bolfiskafurð- um, t.d. flökum og flakahlutum. Sirius annast útflutning á saltfiski frá Islandi. Sighvatur sagði að um þriðjungur af sölu Fisco væri fisk- ur frá Islandi. Undanfarin ár hefúr Fisco látið framleiða fyrir sig fiskafurðir í Kína en einnig selja þeir fiskafurðir frá Eystrasalts- löndunum, Suður-Ameríku og fleiri löndum. Reiknað er með því að velta Fisco verði um 3,5 millj- arðar króna í ár, þar af um einn milljarður vegna dótturfyrirtækja. Gott að eiga viðskipti við Kínverja Sighvatur sagði að gott væri að eiga viðskipti við Kínverja. Þeir væru traustir og heiðarlegir og stæðu við sína samninga. Vinnsla á tví- frystum fiski í Kína byggist sem kunnugt er á lágum launum, góðri nýtingu hráeínis og lágum flutnings- kostnaði. Á þeim 6 árum sem Fisco hefur látið vinna fisk fyrir sig í Kína hefúr umhverfið breytst. Opinber gjöld hafa hækkað og sama er að segja um launin. Ennþá er þó hagkvæmt að láta vinna fisk- irm i Kína en ýmis utanaðkomandi áhrif geta þó breytt því með til- tölulega skömmum fyrirvara. Auðveldara að hefja rekstur erlendis — Klæjar þig ekki í fingurna að koma aftur inn í íslenskan sjávarútveg við veiðar og vinnslu? „Nei, áhugasvið mitt hefur breyst. Enda er það nánast óger- legt fyrir nýja aðila að komast inn í sjávarútveg á Islandi vegna þess hve fjárfestingin er gríðarleg. Það er auðveldara að kaupa sig inn í sjávarútvegsfyrirtæki erlendis.“ — Hvernig horfir íslenskur sjávarútvegur við þér í dag mið- að við þann tíma sem þú stóðst í slagnum? „Miklar breytingar hafa orðið með samþjöppun fyrirtækja eins og reyndar var fyrirsjáanlegt. I þeim efnum hefúr ekkert gerst sem hefúr komið mér verulega á óvart. Við eigum núna nokkur stór, öflug og vel rekin sjávarútvegsfyr- irtæki. Þróunin rekstrarlega hefúr verið mjög góð en gengisþróunin hefúr verið fyrirtækjunum erfið.“ FRETTIR Mok á línuna í október Segja má að mok hafi verið á línuna í október og skiptir þá engu hvort talað er um smábáta eða stóru beitningarvélabátana. Margir beitningarvélabátar, sem eiga heimahafnir í Breiðafirði, lönduðu afla sínum á Dalvík. Þrír Breiðafjarðarbátar sem eru inni á listanum Iönduðu þar. Nokkuð forvitnileg staða kom upp á línulistanum vegna þess að Kristín GK gerði sér lítið fyrir og fór í efsta sætið úr því þriðja sem hún vermdi í september. Þá er að- eins 267 kílóa munur á milli Jó- hönnu Gísladóttur ÍS og Páls Jóns- sonar GK sem eru í næstu tveimur sætum. í stóra kerfinu eru allir línubátarnir sem þar róa komnir með beitningarvél nema einn bát- ur, Brimnes BA, sem var með 46,7 tonn í 10 ferðum. Rólegt á dragnótaveiðum Steinunn SF hélt sínu efsta sæti í trollflokknum og má segja að hún sé búin að taka við af Drangavík VE sem einokaði efsta sætið lengi vel. Ansi rólegt var yfir dragnóta- veiðum og voru Þorlákshafnarbátar í 3 efstu sætunum. Margir bugtar- bátar hættu í flóanum en af þeim sem réru allan mánuðinn í bugtinni þá var Njáll RE hæstur með 52,1 tonn í 13 ferðum og hann varð jafn- framt sá eini af þeim sem komst yfir 10 tonn í einum róðri. Stefán Rögnvaldsson EA varð aflahæstur báta fyrir norðan. Dalaröst ÞH (11,1 tonn), Grímsey ST (11,3 tonn) og Afi Aggi EA (11,3 tonn) komust allir yfir 10 tonn í róðri. Afli Afa Agga EA var 46,3 tonn í einungis 6 ferðum sem verður að teljast ansi gott. Aflahæstu skip og bátar í október 2005 (tölur miðast við óslægðan afla) Mesti afli í Troll Afli Róðrar róðri 1. Steinunn SF 225,9 4 71,1 2. Heimaey VE 207,1 5 64,5 3. DrangavíkVE 201,6 6 37,6 4. HelgiSH 192,2 4 53,3 5. SmáeyVE Línubátar 183,7 4 51,7 Mesti afli í Afli Róðrar róðri 1. Kristín GK 443,9 6 91,9 2. Jóh. Gíslad. ÍS 380,8 4 117,4 3. PállJónss. GK 380,5 5 88,5 4. Sighvatur GK 372,8 5 87,8 5. Hrungnir GK 360,0 6 71,9 6. Rifsnes SH 315,3 6 61,6 7. Geirfugl GK 310,2 6 77,7 8. HalliEgge. ÍS 302,7 6 59,6 9. Grundfirð. SH 297,6 7 57,5 10. Gullhólmi SH 293,2 4 68,6 Mesti afli í Dragnótabátar Afli Róðrar róðri 1. Amar ÁR 147,1 4 54,9 2. Jón á Hofi ÁR 132,6 4 39,4 3. Fróði ÁR 128,7 4 43,3 4. SæbergSH 113,3 7 28,1 5. GeirÞH 112,3 7 36,5 6. Hásteinn ÁR 100,1 7 20,3 7. ÖrnKE 86,9 12 13,9 8. Þorsteinn BA 80,5 19 10,5 9. Þorsteinn SH 76,8 13 9,2 10. Egill Halld.s. SH 75,0 11 15,7 11. Sólborg EA 74,8 5 21,3 12. Brík BA 74,3 20 8,4 13. Vestri BA 65,5 12 13,5 14. Stef.Rögnvs. EA 59,3 14 8,5 15. Sigurfari GK 57,2 4 19,2 Mesti afli í Netabátar Afli Róðrar róðri 1. Tjaldur SH 153,6 3 74,5 2. GlófaxiVE 66,5 4 29,9 3. Hvanney SF 62,6 7 15,5 4. Magnús SH 54,4 13 8,1 5. Þorleifur EA 53,3 19 10,5 6. Eldhamar GK 46,9 10 18,5 7. Portland VE 36,2 8 5,5 8. Hafnart. SH 33,8 17 3,8 9. BárðurSH 32,5 14 4,5 10. Gunn. Níels. EA 29,1 23 2,2 „(Samantekt: Gísli Reynisson; byggt á töl- um Fiskistofu).“ Mesti afli í Smábátar Afli Róðrar róðri 1. NarfiSU 154,4 16 15,8 2. Guðm. E.s. ÍS 136,4 23 9,3 3. Hrólfur E.s. ÍS 136,3 23 9,1 4. DaðeyGK 129,9 19 12,1 5. Gísli Súrss GK 114,4 17 9,8 6. Kristinn SH 111,3 18 10,1 7. Hópsnes GK 107,1 19 7,6 8. BíldseySH 106,1 16 7,6 9. Guðbjörg ÍS 103,9 23 8,1 10. Arnar KE 84,8 11 10,3 11. Gunnar Afi SH 80,9 10 8,9 12. VilborgGK 71,7 10 9,7 13. Siggi Bjartar ÍS 65,7 18 6,3 14. SærifSH 63,6 13 6,9 15. Kristján ÍS 63,3 15 7,8 16. Jonni SI 60,8 10 7,8 17. Auður Ósk ÍS 59,3 10 8,4 18. Anna GK 59,0 11 10,3 19. ÓliáStað GK 56,1 11 8,9 20. Alda HU 54,5 9 9,3 21. Goði AK 53,5 9 10,5 22. Óli Gísla GK 53,5 14 5,8 23. Sæ. Sæm.d. ÁR . 51,1 20 3,8 24. Minna SI 50,4 13 6,2 25. Inga NK 50,221 18 5,2 26. Steinunn ÍS 50,204 14 4,7 27. Fanney SH 49,6 14 6,3 28. Glaður SH 49,0 12 5,5 29. Venni GK 48,8 16 4,9 30. Friðfinnur ÍS 48,5 13 5,2 Togarar Mesti afli í Afli Róðrar róðri 1. Ásbjörn RE 621,1 4 177,2 2. Björgúlfur EA 541,7 5 117,9 3. Hólmat. SU 534,5 5 123,9 4. Ottó N Þ.s. RE 482,3 4 142,1 5. Sólbakur EA 419,5 6 84,3 6. Ljósafell SU 416,6 5 92,1 7. Gullver NS 400,4 4 108,4 8. Þór. Sv.d.VE 376,7 4 116,4 9. Harðbakur EA 373,0 4 113,8 10. Árbakur EA 372,1 4 125,2 Mesti afli í Plógur/Gildra Afli Róðrar róðri 1. Fossá ÞH.pl 390,5 4 122,8 2. H. Andrés.SH.pl 64,1 7 13,1 3. Garpur SH .gi 45,7 15 4,3 4. Jakop E. SH.gi 41,4 15 4,2 5. Sproti SH.gi 38,5 17 3,4 Tjaldur SH var eins og í septem- ber langaflahæstur netabátanna. Annars var netaveiði léleg víðast hvar. Þorleifur EA frá Grímsey gerði það þó gott og Gunnar Níels- sen EA, sem réri frá Hauganesi, gerði sér lítið fyrir og komst í 10. sætið á listanum og varð jafnframt sá bátur ásamt Hrólfi Einarssyni IS og Guðmundi Einarssyni IS sem réri oftast í október, eða alls 23 róðra. Narfi sló met Guð- mundar Einarssonar Smábátarnir mokveiddu í októ- ber og því er listinn teygður í 30 báta. Alls komust 43 bátar yfir 40 tonn i október og 70 bátar fóru yfir 30 tonn. Af þessum fjölda þá komust 9 bátar yfir 100 tonnin og af þeim gerði Narfi SU sér lítið fyrir og sló aflamet Guðmundar Einarssonar ÍS frá því í október 2004 sem var upp á 153,6 tonn. Narfi SU fór alls 9 sinnum yfir 10 tonn í róðri og er það líka met. Meðalafli Narfa SU var 9,6 tonn í róðri í október og alls fékk hann 154,4 tonn í mánuðinum. Er þetta vægast sagt frábær árangur hjá honum. Bræðrabátarnir frá Bol- ungarvík urðu í næstu tveimur sæt- um en einungis 83 kíló skildu bát- ana að. Allir bátarnir á smábátalist- anum réru á línu nema einn, Inga NK, sem var á dragnótaveiðum frá Neskaupstað. Mikið var um það að bátar sem hingað til höfðu róið fyr- ir norðan fóru suður til róðra. Fóru flestir þeirra til Sandgerðis. Hóps- nes GK landaði afla á 4 stöðum á landinu, Siglufirði, Hofsósi, Sand- gerði og Grindavík. Nýr flokkur Nokkrir handfærabátar réru í október og af þeim varð Hrönn EA aflahæst með 11,1 tonn í 9 ferðum, Sif SI var með 10,2 tonn í 13 ferð- um og Anna NS sem réri frá Ólafs- firði var með 9,6 tonn í 10 ferðum. Ljósafell SU komst í fyrsta skipti inn á togaralistann, þar sem Ásbjörn RE trónir á toppnum. Sæ- þór EA var eini rækjubáturinn sem réri í mánuðinum og var hann með 20,9 tonn í 2 ferðum. Nýr flokkur lítur núna dagsins ljós á listanum. Kallast hann Plóg- ur/Gildra og í honum eru þeir bátar sem róa með þessum veiðarfærum. Sett er skammstöfunin pl. fyrir plógsveiðar og gi. fyrir gildruveið- ar aftan við nafn hvers báts fyrir sig. (Samantekt: Gísli Reynisson). Narfi SU gerði það gott í október og fékk samtals 154,4 tonn sem er metafli í einum mánuði í þessum bátaflokki. Aðeins 11 rækjuverk smiðjur starfandi Sjávarútvegsráðherra hefur skipað starfshóp til að kanna stöðu og horfur í rækjuiðnaði. Rekstrarumhverfi í rækjuiðn- aði hefur versnað mjög að undan- förnu. Ástæðuna má m.a. rekja til sterkrar krónu, lágs afurðaverðs, og algjörs aflabrests á Islandsmið- um samhliða mjög háu olíuverði. I september 2004 voru 14 rækjuverksmiðjur starfandi á Is- landi, í september 2005 hafði þeim fækkað í 11. Miðað við núverandi stöðu má búast við því að þeim muni fækka enn og verða sennilega 8 um áramótin. Formaður nefndar- innar er Davíð Ólafur Ingimarsson, hagfræðingur hjá sjávarútvegs- ráðuneytinu, en aðrir í nefndinni eru Ólafur H. Marteinsson hjá Þor- móði ramma - Sæbergi og Pétur Grétarsson hjá Byggðastofnun. Listaverö flotaolía - skv. heimasíðum: Atlantsolía 47,70 kr. pr/líter Shell 49,80 kr. pr/líter Esso 50,40 kr. pr/líter Olís ekki uppgefið Verð eru með vsk. Listaverð: 9.11.2005 AO ATLANTSOLÍA Sjávarútvegur sími: 591 3120

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.