Fiskifréttir


Fiskifréttir - 11.11.2005, Blaðsíða 4

Fiskifréttir - 11.11.2005, Blaðsíða 4
4 FISKIFRETTIR 11. nóvember 2005 FISKRANNSOKNIR Texti: GE Frá háborðinu. F.v.: Jóhann Sigurjónsson forstjóri Hafrannsóknastofnunar, Michael Sinclair frá Kanada, Ransom A. Myers frá Kanada, Björn Ævarr Steinarsson fiskifræðing- ur og Guðmundur Þórðarson fiskifræðingur. (Mynd/Fiskifréttir: Arnaldur Halldórsson). Málþing sjávarútvegsráðuneytisins og Hafrannsóknastofnunarinnar: Minnkum sóknina í þorskstofninn! — voru hvatningarorð allra fyrirlesaranna „Lélega nýliðun þorskstofnsins undanfarna áratugi má fyrst og fremst rekja til stærðar og stærð- arsamsetningar hrygningarstofns- ins. Lítill hrygningarstofn, lítill ald- ursbreytileiki og lágt hlutfall stór- þorsks er afieiðing of stífrar sókn- ar. Lækka þarf veiðihlutfall til að auka líkur á að hrygningarstofn og þar með nýliðun fari vaxandi,“ sagði Björn Ævarr Steinarsson fiskifræðingur í ræðu sinni á mál- þingi sjávarútvegsráðuneytisins og Hafrannsóknastofnunarinnar í Reykjavík nú í vikunni. Málþingið var haldið í tilefni þess að 40 ár eru liðin frá því að Hafrannsókna- stofnunin var sett á laggirnar. Segja má að allir fyrirlesarar á málþinginu hafi tekið undir þessi orð með einum eða öðrum hætti. Bjöm Ævarr sagði að sýnt hefði verið fram á að tölfræðilega mark- tækt samanband væri á milli fjölda nýliða og stærðar hrygningarstofns þó svo að stærð hans skýrði aðeins hluta af breytileika í nýliðun til skemmri tíma litið. Breytilegir um- hverfisþættir, stærðarsamsetning stofnsins og fæðuframboð gæti skipt verulegu máli og hugsanlega fram- lag einstakra hrygningarstofhsein- inga á hveijum tíma. Bjöm Ævarr minnti á að Haffannsóknastofnun hefði ítrekað á síðustu áratugum var- að við hættunni sem fylgdi því að keyra hrygningarstofninn of mikið niður með veiðum þannig að hann yrði ófær um að gegna líffræðilegu endumýjunarhlutverki sínu. Athugun á 364 fiskistofnum Meðal fyrirlesara á málþinginu var Ransom A. Myers frá háskólan- um í Dalhousie í Kanada, en hann hefiir rannsakað nánast öll tiltæk langtímagögn um samband hrygn- ingarstofns og nýliðunar í heimin- um, alls 364 fiskistofna, til þess að meta hvort nýliðun væri háð stærð hrygningarstofns. Niðurstaða hans er sú að mesta nýliðun eigi sér jafn- an stað þegar hrygningarstofn sé stór og minnsta nýliðun eigi sér yfir- leitt stað þegar hrygningarstofn sé lítill. Það sé með öðrum orðum nær alltaf samband þama á milli. Niður- staða Myers var sú að öll gögn bentu til mikilvægis þess að viðhalda stór- um hrygningarstofni við Island. Hrun þorsksins í Kanada Michael Sinclair fiskiffæðingur og forstjóri Bedford haffannsókna- stofnunarinnar í Dartmouth í Kanada fjallaði um þorskstofninn við austur- strönd Kanada, sem er ennþá í hörmulegu ástandi. Hann sagði að þar sem sáralitlar þorsk- veiðar hefðu verið stundaðar við landið allt frá árinu 1992 hefðu menn búist við að stofn- inn rétti úr kútnum en sú hefði ekki orðið raunin. Svo virtist sem náttúran hjálpaði ekki til fyrr en stofninn væri orðinn mjög lítill. Athygli vekti að náttúruleg affoll væru afar há hjá kanadíska þorskinum eða allt upp í 80%. Við venjulegar kringum- stæður væri reiknað með plús/mínus 20% af- follum af náttúrulegum orsökum. Sinclair sagði að ennþá væri umdeilt hvort eða hversu ríkan þátt selastofnamir ættu í hmni kanadíska þorsks- ins og því að ekkert gengi að byggja stofninn upp að nýju. Fram kom í máli hans að við Atlantshafsströnd Kanada og í svokölluðum Syðriflóa væm 430.000 útselir sem ætu um 700.000 tonn af sjávarfangi á hveiju ári samanborið við 6.000 tonn fyrir fjómm áratugum. Loks vék hann að þeirri breytingu sem orðið hefði í líf- ríkinu við brotthvarf þorsksins og varpaði ffam þeirri spurningu hvort afræningjar kæmu í veg fyrir upp- byggingu þorskstofnsins, þ.e.a.s. aðrar fisktegundir sem fyllt hefðu það tómarúm sem myndaðist þegar þorskurinn hmndi og héldu þorskin- um nú niðri. Lítið samband við Færeyjar Hjalti í Jákupsstovu, forstjóri hafrannsóknastofnunar Færeyja, ræddi þróun þorskstofnsins við Færeyjar. Þorskaflinn við eyjarnar hefur yfirleitt verið á bilinu 20-40 þús. tonn á ári síðustu áratugina en nokkrum sinnum farið niður fyrir 10 þús. tonn. Hann sagði að lítið samband væri milli hrygningar- stofns og nýliðunar og sýndi fram á að stundum hefði hrygningarstofn í lægð gefið góða nýliðun og öfúgt. Skýringa á sveiflum í nýliðun væri frekar að leita í umhverfisaðstæð- um. Þegar fmmffamleiðsla í hafinu væri mikil væri nýliðun góð. Þá virtust sveiflur í hafstraumi utan landgrunnsins hafa sterkt áhrif á þetta litla en afmarkaða vistkerfi sem færeysku fiskimiðin eru. Þorskstofninn skiptist í undirstofna Guðrún Marteinsdóttir prófessor við Háskóla íslands skýrði frá nið- urstöðum rannsókna sem sýnt hafa að þorskur við Island hrygnir á mörgum stöðum við landið og að framlag mismunandi hrygningar- svæða er breytilegt í tíma og rúmi. Nýlegar rannsóknir á erfðasam- setningu hrygningarþorsks hafa ennfremur sýnt að marktækur munur er á milli þorskhópa frá mismunandi hrygningarsvæðum. Athuganir á lögun, stærð og efna- innihaldi kvarna sem og ferðum þorska sem merktir voru á hrygn- ingarslóð styðja þessar niðurstöður og benda til þess að þorskur við Is- land skiptist í nokkra undirstofna sem hafa takmarkaðan samgang sín á milli. Að sögn Guðrúnar er ljóst að sá fiskur sem gengur til hrygningar við Suður- og Suðvest- urströndina tilheyrir stærsta undirstofninum. Þannig er talið að fram- lag þessara svæða skip- ti mestu máli hvað varðar nýliðun. Flutn- ingur eggja og lirfa þorsksins frá megin- hrygningarsvæðunum inn á uppeldissvæðin úti af Norðurlandi er þó ákaflega breytilegur og er hann m.a. háður styrk strandstraumsins sem og magni atl- antísks hlýsjávar, Irmingerstraumsins, sem streymir upp með Vesturlandi. Irminger- straumurinn klofnar í tvær greinar úti af Vestfjörðum og flæðir annars vegar yfir til Græn- lands og hins vegar í kringum Horn inn á Norðurmið. Talið er ljóst að magn hlýsjávar sem streymir inn á Norðurmið hefur afgerandi áhrif á fjölda seiða sem ná að lifa af og al- ast upp við ísland. Því eru meiri lík- ur á að fá sterka árganga þegar stærð og samsetning þess undir- stofns sem hrygnir við S- og SV- ströndina er í góðu lagi og þegar áð- urnefnd straumaskilyrði eru hag- stæð. Guðrún sagði að smærri hrygningareiningar sem finnast inni á fjörðum við Vestur-, Norður- og Austurland væru þó einnig mikil- vægar, ekki síst þegar illa áraði og flutningur ungviðis Ifá suðursvæð- unum brygðist. Áhrif veiða á vöxt og kynþroska Loks fjallaði Guðmundur Þórð- arson fiskifræðingur á Hafrann- sóknastofnun um það sem hann kallaði „áhrif veiða á lífssögu þorsks“. Hann benti á að mikið veiðiálag og stærðarháð val væru einkenni nútíma fiskveiða. A seinni árum hefðu vísindamenn beint sjón- um sínum í auknum mæli að áhrif- um þessa á þróun fisktegundanna. Hann sagði að stíft hefði verið sótt í íslenska þorskstofninn undan- farin 50 ár og því áhugavert að at- huga hvort veiðar úr stofninum hefðu valdið þróunarfræðilegum breytingum. A síðari árum hefði kynþroskahlutfall hækkað nokkuð á norðursvæði en lítið breyst á sama tíma á suðursvæði. Ekki væri hægt að sjá miklar breytingar í vexti á sama tíma. Stærðarháð val veiða úr íslenska þorskstofninum gæti hugs- anlega leitt til lækkunar á meðal- lengdum eftir aldri sem leiddi til minni frjósemi og minnkaði líkum- ar á góðri nýliðun. Hins vegar væm vísbendingar um að með breyttri sókn og sóknarmynstri mætti snúa dæminu við. Guðmundur vék líka að ýsunni og sagði að vöxtur ýsu við ísland væri minni en um 1960 og fiskurinn yrði fyrr kynþroska nú en þá. Hann tók skýrt fram að þess- ar rannsóknir við ísland væru á byrjunarstigi og ekki væri hægt að fullyrða að breytingar á kynþroska þorsks væru vegna erfðafræðilegra áhrifa. Einfaldasta leiðin til þess að draga úr þróunarfræðilegum áhrif- um veiða væri að minnka veiðiálag- ið. Því má bæta við að í fyrirspurn- artíma lýsti Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur efasemdum um að hægt væri að draga miklar ályktan- ir af breytingum í þorskinum síð- ustu árin því taka yrði með í reikn- inginn að loðna hefði ekki alist upp við Island um nokkurra ára skeið. Hafnar eru rannsóknir á því hérlendis hvort mikið veiði- álag og val á stærð fisks við veiðar geti haft áhrif á þróun þorskstofnsins hvað varðar vöxt og kynþroska. Myndin er frá línuveiðum á Jonna SI frá Siglufirði um síðustu helgi. (Ljósm: Jón Páll Halldórsson).

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.