Fréttablaðið - 17.11.2021, Page 4
Fyrirtæki eru betur tengd með Vodafone
Það þarf trausta
tengingu til að
vinna hreina orku
LANDSVIRKJUN ER HJÁ VODAFONE
því stjórnkerfi okkar er með víðtækustu
öryggisvottun íslenskra fjarskiptafélaga.
mhj@frettabladid.is
FERÐAÞJÓNUSTA Sóttvarnastofnun
Bandaríkjanna hefur nú aftur skil-
greint Ísland sem rautt þegar kemur
að stöðunni hvað varðar Covid-19.
Samkvæmt því er ferðalöngum ráð-
lagt frá því að heimsækja Ísland.
Bandaríkjamenn voru fjölmenn-
asti hópur ferðamanna til Íslands í
október en óvissa ríkir nú um hvaða
áhrif þessi ákvörðun Bandaríkja-
manna mun hafa.
Jóhannes Þór Skúlason, fram-
kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón-
ustunnar, segir að það sé erfitt að
segja til um nákvæm áhrif akkúrat
núna. „Það hefur alltaf áhrif þegar
þessi tölfræðiviðmið breytast hvort
sem það er í Bandaríkjunum eða
Evrópu. Þegar það eru gefnar út við-
varanir þá fylgist fólk almennt með
þessu,“ segir Jóhannes.
Hann býst þó við að áhrifin
verði svipuð og síðast þegar Ísland
var rautt en þá var meira um að
nýbókunum fækkaði fremur en að
fólk sem átti þegar bókaða ferð til
Íslands af bókaði. „Við erum alltaf
að vinna með þann hóp ferða-
manna sem er tilbúinn að ferðast
þrátt fyrir ástandið í heiminum.
Hann stækkar og minnkar eftir því
hvernig ástandið er heima fyrir og á
áfangastað,“ segir Jóhannes.
Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsinga-
fulltrúi Icelandair, tekur í sama
streng og segir of snemmt að segja
til um áhrifin núna en að það muni
koma í ljós á næstu vikum. n
Áhrif rauðs Íslands eiga eftir að koma í ljós
Hingað til hefur verið losara-
bragur á því hvað skuli gera ef
þvottabjörn eða snákur finnst
á förnum vegi. Nú verður leyst
úr því með Villidýrateymi
sem stýrir því hvernig eigi að
taka á framandi hugsanlegum
smitberum.
kristinnhaukur@frettabladid.is
UMHVERFISMÁL Verið er að koma á
fót sérstöku Villidýrateymi fimm
stofnana til þess að taka við öllum
leðurblökum, slöngum, þvotta-
björnum, broddgöltum og öðrum
framandi kvikindum sem almenn-
ingur kynni að f inna. Nokkur
losarabragur hefur verið á þessu
hingað til en málið er mikilvægt til
þess að halda erlendum pestum í
skefjum.
„Það getur verið smithætta af
þessum dýrum og mikilvægt að
fólk viti hvert það getur snúið sér,“
segir Auður Lilja Arnþórsdóttir, sér-
greinadýralæknir smitsjúkdóma og
faraldsfræði hjá Matvælastofnun,
sem er ein þeirra stofnana sem koma
að Villidýrateyminu. Hinar eru
Umhverfisstofnun, Tilraunastöðin
að Keldum, Náttúrufræðistofnun
og Hafró. Sjúkdómarnir geta verið
ýmiss konar sem geta endað bæði í
mannfólki og búfénaði.
Samkvæmt nýrri áætlun er búið
að lista allt ferlið frá því að framandi
villidýr finnst á förnum vegi þar til
það er aflífað, rannsakað og hræinu
eytt eða þá varðveitt. Hér er ekki um
flækingsfugla að ræða, sem koma
mýmargir á hverju ári, né fiska,
skordýr eða hvítabirni sem sérstök
áætlun gildir um.
Algengustu kvikindin sem hér
finnast og Villidýrateymið þarf að
hafa afskipti af eru leðurblökur,
kannski ein á ári. Grunur er um
að leðurblaka hafi einmitt verið
kveikjan að Covid-19. Það er hins
vegar ekki það sem Villidýrateymið
er mest að hugsa um. „Mikilvægast
Villidýrateymið tekur til starfa
Skriðdýr hafa margoft fundist á Íslandi en af þeim stafar salmonelluhætta.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Fékk að fljúga á kvöldin
Ein af fyrstu frásögnum af
komu leðurblöku til landsins
var á bænum Hvoli í Mýrdal, í
október árið 1943. Bóndasonur-
inn fann hana í kartöflugarði og
var hún sett í kassa. Blakan fékk
ánamaðka að éta og mjólk að
drekka og fékk að fljúga laus á
kvöldin. Hún dafnaði ágætlega,
en þegar bóndinn fór með hana
til Reykjavíkur veslaðist hún
upp og drapst.
Skutu þvottabjörn
í lýsisverksmiðju
Í janúar árið 1976 fann rafvirki
ferfætt loðið kvikindi í verk-
smiðju Lýsis og mjöls í Hafnar-
firði. Vissi hann ekki hvers konar
dýr þetta væri og kallaði á félaga
sinn sem skaut dýrið til bana.
Um var að ræða þvottabjörn,
gjöf frá Sápugerðinni Frigg til
Sædýrasafnsins, keyptan frá
Dýragarðinum í Kaupmanna-
höfn en hann hafði sloppið.
er að hundaæði komi ekki til lands-
ins,“ segir Auður en sá válegi sjúk-
dómur hefur aldrei fundist hér á
landi. „Fólk þarf að fara mjög var-
lega ef það finnur leðurblöku. Þær
koma oft til landsins með gámum.“
Auður segir að sem betur fer hafi
ekki enn komið upp alvarlegt til-
felli hvað varðar smit af framandi
villidýri.
Flest dýr sem sniglast um á gáma-
svæðum í erlendum höfnum, skrið-
dýr og lítil spendýr, eru líkleg til
þess að komast óséð til landsins.
Oft eru það einmitt sjómenn á frakt-
skipum sem finna þessi dýr og hafa
ekki alltaf haft vitneskju um hvert á
að skila þeim.
Finni einhver á höfuðborgar-
svæðinu leðurblöku eða annað
framandi dýr á sá hinn sami að til-
kynna það til Matvælastofnunar, í
síma 530-4800. Á landsbyggðinni
skal hafa samband við héraðsdýra-
lækna, í síma 894-0240 í Suðvest-
urumdæmi, 858-0886 í norðvestri,
858-0860 í norðaustri og 839-8300
í suðri. n
Mikilvægast er að
hundaæði komi ekki
til landsins.
Auður Lilja
Arnþórsdóttir
sérgreinadýra-
læknir
birnadrofn@frettabladid.is
COVID-19 Íslendingar vörðu 1.089
milljónum króna í tónleika, leik-
hús, kvikmyndasýningar og aðra
viðburði í október síðastliðnum
samkvæmt tölum um kortaveltu
frá Rannsóknarsetri verslunar-
innar. Í sama mánuði á síðasta ári,
þegar samkomutakmarkanir voru
í hámarki, nam kortavelta í sama
flokki 61 milljón.
Innlend kortavelta bendir til þess
að miðasala á jólatónleika hafi náð
sér aftur á strik eftir kórónaveirufar-
aldurinn en veltan nálgast nú tölur
frá því í september 2018 þegar hún
nam tæpum 1.300 milljónum.
„Þessar tölur sýna hvað er mikil
þörf fyrir svona viðburði hjá fólki.
Það er í spreng að koma,“ segir Ísleif-
ur Þórhallsson, formaður Bandalags
íslenskra tónleikahaldara. Miðasala
og smittölur haldist í hendur.
„Við sjáum að þegar smitum
fjölgar þá dregur úr miðasölunni
og þegar þeim fækkar þá eykst hún.
Þetta gerist áður en tilkynnt er um
hertar takmarkanir, fólk virðist vita
í hvað stefni með fjölgun smita,“
segir Ísleifur. n
Yfir milljarður í
miða á viðburði
Ísleifur Þórhalls-
son, formaður
Bandalags
íslenskra tón-
leikahaldara
helenaros@frettabladid.is
COVID-19 Óánægja ríkir meðal nem-
enda Háskóla Íslands vegna stað-
prófa. „Mér finnst með öllu óábyrgt
að stefna lífi stúdenta í hættu,“ segir
Lenya Rún Taha Ka rim nemandi.
Jón Atli Benediktsson rektor segir
misjafnt eftir námskeiðum hvernig
prófum verði háttað. „Við höfum
verið að ræða þetta við fulltrúa
stúdenta og ég hef nú ekki orðið var
við annað en að þetta mæti skiln-
ingi,“ segir hann.
„Nú eru f lestir bólusettir og við
uppfyllum allar kröfur sóttvarna-
yfirvalda svo þetta á nú ekki að vera
neitt vandamál,“ segir Jón Atli. n
Nánar á frettabladid.is
Óánægja með
staðpróf um jólin
4 Fréttir 17. nóvember 2021 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ