Fréttablaðið - 17.11.2021, Side 10
Það sem er
jákvætt er
að með
tilkomu
streymis-
veitnanna
eru komnir
frekari
fjármögn-
unarmögu-
leikar fyrir
okkur og
það breytir
miklu.
Ég beið mjög spenntur eftir þriðju
seríu af Ófærð. Sérstaklega eftir að
ég las að Andri hefði fært sig um
set innan lögreglunnar og væri nú
farinn að sinna rannsókn efna-
hagsbrota. Loksins íslenskur saka-
málaþáttur á mínu áhugasviði!
Þegar fyrsti þáttur hófst runnu á
mig tvær grímur, enn annað morð-
ið úti í sveit og Andri ekki lengi að
snúa baki við innherjasvikum og
skattamálum. Skellur.
Miklir möguleikar fyrir bí. Ég
var farinn að sjá fyrir mér svaka-
lega spennandi ser íu : Mik ið
óveður veldur truf lun á rafmagni
og nettengingum. Fyrir vikið eru
viðskipti í Kauphöllinni stöðvuð
(„Ófærð“ í viðskiptum með verð-
bréf og fjárfestar „Trapped“ með
illseljanlegar eignir). En það er ein-
hver að stunda innherjasvik. Andri
þarf að komast að því hver það er,
áður en markaðir opna aftur.
Á sama tíma er íslenskt stórfyrir-
tæki að ganga frá fjármögnun nýs
verkefnis sem gæti skapað þús-
undir starfa. Stöðvun viðskipta
í Kauphöllinni setur allt ferlið í
uppnám, fjárfestar þurfa að losa
fé á markaði til að ljúka við fjár-
mögnunina og án virkrar verð-
myndunar á skuldabréfamarkaði
reynist samningsaðilum erfitt að
ná saman um vaxtakjör. Fjöldi ann-
arra samninga situr á hakanum og
fyrir vikið er vaxandi ólga í sam-
félaginu.
„Ófærð“ í Kauphöllinni er líklega
svipað sjaldgæf og morð í íslenskum
smábæjum. Viðskiptakerfi Kaup-
hallarinnar hefur til að mynda
ekkert hikst að síðastliðin tvö árin.
Viðskipti með einstaka verðbréf
eru að sama skapi ekki stöðvuð
nema rík ástæða sé til, svo sem ef
fjárfestar hafa ekki aðgang að sömu
upplýsingum og tryggt er að stöðv-
unin valdi ekki tjóni á hagsmunum
fjárfesta eða starfsemi markaðarins.
Sem er mjög gott, því áhrifin af því
að fjárfestar geti ekki fjárfest eða
losað um eignir geta verið umtals-
verð (þó framangreint dæmi sé
vissulega nokkuð ýkt).
Gæti orðið gott sjónvarp. Andri
að rúnta um Borgartúnið á Isuzu
Trooper-num, Hinrika komin
suður því Bárður flæktist í eitthvert
crypto-svindl. Væri svo sem hægt
að henda inn einu morði líka, fyrir
fólk sem hefur áhuga á slíku. Ég er
allavega fullur af hugmyndum, svo
Balti má endilega heyra í mér fyrir
seríu fjögur. n
Ófærð á markaði
Baldur
Thorlacius
framkvæmda-
stjóri sölu og
viðskiptatengsla,
Nasdaq Iceland
Kvikmyndagerð blómstraði í Covid
Kvikmyndagerð á Íslandi gekk virkilega vel í faraldrinum, að sögn
framleiðenda. „Árið 2020 var frábært ár fyrir kvikmyndagerð á
Íslandi,“ segir Elli Cassata, framleiðandi hjá Pegasus. „Við í raun
græðum á hamförum í heiminum því Ísland er svo lítið og við erum
fljót að bæla niður bylgjur. Á síðasta ári voru líka fáir túristar svo
við vorum ein á hótelum meðan við vorum að framleiða. Það má
með sanni segja að Covid hafi verið frábært fyrir kvikmyndagerð á
Íslandi og íslenska framleiðslu almennt.“
Agnes Johansen, framleiðandi hjá RVK Studios, tekur í sama
streng. „Það vakti heimsathygli árið 2020 þegar RVK Studios var
í raun nánast eina fyrirtækið á heimsvísu sem var að framleiða
efni vorið 2020. Við fengum undanþágu því við vorum að vinna
við kjöraðstæður meðan Netflix lokaði öllum sínum framleiðslu-
einingum um allan heim,“ segir hún og bætir við að starfsemi RVK
Studios hafi aðeins stoppað í 1-2 vikur. „Síðan fundum við leiðir til
að hólfaskipta og útbúa litakóðunarkerfi sem gerði okkur kleift að
halda áfram með framleiðslu. Þetta framtak okkar vakti heimsat-
hygli og við höfðum ekki undan að svara fyrirspurnum um hvernig
við værum að láta þetta ganga. Á síðasta ári vorum við með þrjú
stór verkefni í gangi; sjónvarpsþáttaröðina Kötlu, bíómyndina
Against the Eyes fyrir Netflix og Ófærð 3 þannig að við vorum í
tökum yfir 200 daga á síðasta ári sem stingur verulega í stúf við
ástandið. Á þessu ári höfum við verið að vinna í eftirvinnslu eftir
þessi velheppnuðu verkefni sem við unnum í Covid.“ n
Kvikmyndaframleiðendur
segja að tilkoma streymis-
veitna hafi gjörbylt fjármögn-
unarmöguleikum í kvik-
myndaframleiðslu. Á árinu
2020 var mikill hagnaður í
íslenskri kvikmyndagerð.
Síðasta ár var einstaklega gott fyrir
íslenska kvikmyndagerð að sögn
framleiðenda og vel hefur gengið
að fá fjármögnun bæði innan lands
og utan.
H i l ma r St e f á n s s on , f r a m-
kvæmdastjóri Saga Film, segir að
fyrirtækinu hafi gengið virkilega
vel að fá erlenda samstarfsaðila
með í ýmis verkefni í kvikmynda-
gerð. „Þegar kemur að efni á borð
við þessar stærri og f lóknari seríur,
eins og Ráðherrann, Stellu Blóm-
kvist eða Systrabönd, þá einfald-
lega verðum við að fá erlenda sam-
starfsaðila með,“ segir Hilmar og
bætir við að það sé aðeins ódýrara
efnið sem er framleitt með það að
markmiði að sýna það eingöngu á
Íslandi.
„Samstarfið við þessa erlendu
aðila hefur gengið ótrúlega vel.
Við erum ágætlega sjóuð í þessu og
erum með góða aðila með okkur.“
Elli Cassata, framleiðandi hjá
Pegasus, segir að fyrirtækið einblíni
á framleiðslu fyrir innlenda aðila.
„Við erum aðeins í því að fram-
leiða fyrir innlenda aðila og höfum
verið að vinna í verkefnum á borð
við Leynilögguna og Hamarinn.
Leynilöggan seldist vel úti en hún
var fyrst og fremst framleidd fyrir
íslenskan markað,“ segir Elli og
bætir við að vinsældir Leynilögg-
unnar hafi komið skemmtilega á
óvart. „Leynilöggan hefur verið
að skila okkur nokkrum tugum
milljóna. Þetta var mynd sem var
gerð fyrir rétt um 100 milljónir en
hefði, ef vel ætti að vera, verið gerð
fyrir 300 milljónir en þá hefðum
við ekki fengið neinar tekjur fyrir
hana. Þannig að við náðum að lág-
marka kostnað verulega við gerð
myndarinnar.“
Agnes Johansen, framleiðandi
hjá RVK Studios, segir að streymis-
veiturnar hafi breytt fjármögn-
unarmöguleikum hjá framleið-
endu m. „Fra mleiðsla n hef u r
gengið vel og það sem er jákvætt
er að með tilkomu strey mis-
veitnanna eru komnir frekari fjár-
mögnunarmöguleikar fyrir okkur
og það breytir miklu,“ segir hún
og bætir við að streymisveiturnar
hafi keypt mikið af efni frá RVK
Studios. „Streymisveiturnar hafa
verið að kaupa sýningarrétt á efni
eins og Ófærð 1 og 2 og nú hefur
Netf lix keypt sýningarréttinn á
Mikil velgengni í íslenskri kvikmyndagerð
RVK Studios sá um framleiðslu á vinsælu þáttaröðinni Ófærð 3. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
Hagnaður kvikmyndaframleiðenda mikill á síðasta ári
Pegasus hagnaðist um 55 milljónir króna
á síðasta ári samanborið við 17 milljóna
króna tap árið á undan. Þá margfölduðust
tekjur félagsins en þær voru 1,7 milljarðar
króna árið 2020 en voru 417 milljónir árið
2019.
Saga Film-samstæðan hagnaðist um
72 milljónir króna á síðasta ári saman-
borið við 45 milljóna króna hagnað árið
á undan. Þá voru tekjurnar árið 2020 um
383 milljónir króna samanborið við 354
milljónir króna árið 2019.
Hagnaður RVK Studios nam 233 millj-
ónum króna árið 2020 samanborið við
60 milljóna króna hagnað árið á undan.
Tekjur RVK Studios á síðasta ári námu um
468 milljónum króna en þær voru um 367
milljónir króna árið á undan.
Magdalena Anna
Torfadóttir
magdalena
@frettabladid.is
Ófærð 3 fyrir f lest öll svæði heims
nema Þýskaland og Ísland. Fyrr á
þessu ári framleiddum við sjón-
varpsþættina Kötlu fyrir Netflix og
það gekk þannig fyrir sig að Netflix
fjármagnaði þættina frá upphafi
til enda og við skiluðum þeim til-
búnum. Síðan sá Netflix alfarið um
að koma þeim í dreifingu.“
Hilmar segir að þeirra helstu
erlendu samstarfsaðilar séu Sky
og NBC. „Okkar helstu verkefni
hafa verið með Sky og NBC. Þegar
við þróum verkefnin þá gerum
við það með alþjóðlegu ívafi og
með það í huga að reyna að höfða
til stærri markaðar heldur en
Íslands,“ segir hann og bætir við
að vegna ákveðinna ástæðna hafi
þeir lítið unnið með Netflix. „Þegar
þú vinnur með Netf lix þá eignast
þeir í rauninni allan réttinn. Það
hefur í rauninni ekki hentað okkur.
Við höfum meira verið að horfa á,
þegar við erum að framleiða, að þá
erum við að byggja upp vörumerki.
En við erum í góðum samskiptum
við Netf lix og látum verkefnin
sjálf ráða þessu. Þau eru jafn mis-
jöfn og þau eru mörg. Við höfum
líka unnið með ViaPlay og þýskum
aðilum.“
Elli bætir við að Pegasus hafi
selt efni til Netflix. „Kosturinn við
að selja til Netf lix er hvað það er
mikil kynning fyrir fyrirtækið. Við
framleiddum tvær seríur fyrir Net-
f lix, Hraunið og Hamarinn, og þá
birtist lógóið okkar á þessari stóru
streymisveitu sem var mikil kynn-
ing fyrir okkur þó svo Netflix borgi
ekki mikið fyrir svona seríur.“
Hann segir jafnframt að bíó-
myndir eigi oft erfitt uppdráttar
eins og staðan er í dag. „Það er svo
mikið úrval af rosalega góðu efni
sem þú getur nálgast í Apple TV
heima hjá þér. Það gerir það að
verkum að fólk fer sjaldnar í bíó,“
segir Elli og bætir við að Pegasus sé
með spennandi verkefni í bígerð.
„Við erum um þessar mundir að
vinna að risastóru verkefni. Það er
sjónvarpsþáttasería sem er byggð á
hinum vinsæla bókaflokki Ísfólk-
inu. Í tengslum við það verkefni
verðum við að sækja okkur fjár-
magn erlendis því það er einfaldlega
af þeirri stærðargráðu.“
Agnes segir að RVK Studios hafi
ekki framleitt neitt efni sem var
eingöngu ætlað fyrir Ísland. „Í raun
og veru er útilokað fyrir okkur
að fara í framleiðslu nema annað
hvort í samframleiðslu eða með
öðrum löndum. Með því getum við
sótt fjármagn erlendis og líka með
forsölu. Við þurfum nefnilega að
tryggja fjármögnun að stærstum
hluta áður en við förum af stað.“ n
FJÁRFESTING Í SJÓÐUM
ER GÓÐUR VALKOSTUR
TIL AÐ ÁVAXTA PENINGA TIL
SKEMMRI OG LENGRI TÍMA
Kynntu þér árangur og úrval
ÍV sjóða á WWW.IV.IS
FRÉTTABLAÐIÐ10 Fréttir 17. nóvember 2021 MIÐVIKUDAGURMARKAÐURINN FRÉTTABLAÐIÐ 17. nóvember 2021 MIÐVIKUDAGUR