Fréttablaðið - 17.11.2021, Side 12
n Halldór
n Frá degi til dags
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is,
FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í
stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún
Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Þær fjár-
hæðir
sem ekki
skila sér í
sameigin-
lega sjóði
samfélags-
ins vegna
svindls
enda í
djúpu
vösunum,
ekki þeim
grunnu og
götóttu.
Heima-
verkefni
aðildarríkj-
anna er því
að bæta úr
því í sam-
ræmi við
1,5 gráðu
markmiðið
fyrir lok
næsta árs.
Aðalheiður
Ámundadóttir
adalheidur
@frettabladid.is
kristinnhaukur@frettabladid.is
Landsbyggðin dissuð
Kvittir heyrast nú þess efnis að
Framsókn hyggist skipa alla þrjá
oddvitana á höfuðborgarsvæðinu
sem ráðherra. Ásmund Einar
Daðason, Lilju Alfreðsdóttur
og merkilegt nokk, Willum Þór
Þórsson. Verði þetta raunin er ekki
annað hægt að segja en flokkurinn
hafi rekið landsbyggðinni vænan
kinnhest í ljósi kosningaúrslitanna
og sögulegs baklands. Stærstan
sigur vann Ingibjörg Isaksen í
Norðausturkjördæmi, stökk um
meira en 10 prósent, og ekki mikið
minni sigur vann Stefán Vagn Stef-
ánsson í Norðvestri. Þau hljóta að
vera skúffuð, sem og íbúarnir sem
sjá flokkinn sinn hampa mölinni á
kostnað landsbyggðarinnar.
Þykkt plott
Plottið með stólaskipuninni er
vitaskuld ekki að verðlauna Will-
um. Heldur að gera flokkinn meira
gildandi á höfuðborgarsvæðinu
og komast aftur í borgarstjórn.
Flokkurinn vann stórsigur í sept-
ember en það gæti verið gleymt í
maí. Undanfarnar borgarstjórnar-
kosningar hefur flokkurinn fengið
3 prósent, ef frá eru taldar kosning-
arnar þegar keyrt var á útlendinga-
hatri og allar rottur bæjarins komu
til að kjósa grænt. Nú er ásýnd
flokksins hins vegar orðin önnur,
mjúk og mannleg. Þess vegna
verður að vanda valið á oddvita.
Fá einhvern nýjan og ferskan, ekki
afdankaða gamla þingmenn eða
borgarfulltrúa. n
Glasgow-fundi Sameinuðu þjóðanna um loftslags-
mál er lokið. Þrátt fyrir að ég hefði viljað sjá meiri
metnað og stærri skref stigin með meiri hraða, þá er
niðurstaða fundarins bæði söguleg og árangursrík
og mikilvægt skref á réttri leið.
Í fyrsta lagi staðfestu aðildarríkin 197 að nú bæri
að stefna að því að halda meðalhlýnun jarðar innan
við 1,5°C. Þetta er söguleg pólitísk viðurkenning
á loftslagsvísindunum. Með þessari ákvörðun
minnka líkur á að eyríki í Kyrrahafi sökkvi í sæ
og dregur úr röskun á vistkerfum, samfélögum og
efnahag heimsins. En til þess þarf þó metnaðar-
fyllri skuldbindingar ríkja heims, því miðað við
núverandi loforð stefnir í 2,4°C meðalhlýnun.
Heimaverkefni aðildarríkjanna er því að bæta úr
því í samræmi við 1,5 gráðu markmiðið fyrir lok
næsta árs.
Í öðru lagi þá er í fyrsta skipti í ákvörðun lofts-
lagsfundar SÞ ávarpað að draga þurfi úr notkun
á kolum og niðurgreiðslum á jarðefnaeldsneyti.
Þetta atriði var mikið þrætuepli á fundinum en það
tókst samt að lenda því að lokum. Þar sem lofts-
lagsvandinn er að stærstum hluta vegna brennslu
jarðefnaeldsneytis (kola, olíu og gass), þá markar
þessi ákvörðun mikilvæg tímamót.
Í þriðja lagi leggur ákvörðun fundarins sérstaka
áherslu á mikilvægi þess að vernda og endurheimta
náttúru og vistkerfi. Losun frá landi og landnýtingu
er enda næststærsti losunarþátturinn á heimsvísu
og því gríðarlega mikilvægt að pólitísk viðurkenn-
ing næst á mikilvægi náttúruverndar fyrir loftslags-
aðgerðir. Auk þessa skrifuðu yfir 130 ríki með nærri
90% af skógarþekju jarðar undir yfirlýsingu um að
stöðva skógar- og landeyðingu fyrir árið 2030.
Í fjórða lagi þá er greinilegt að áhugi fjárfesta, þar
með talið lífeyrissjóða, og fyrirtækja hefur aukist
gríðarlega og búast má við stórauknum fjárfest-
ingum í nýrri loftslagsvænni tækni og endurheimt
vistkerfa á komandi árum.
Aldrei er mikilvægara en núna að ríki heims
hrindi frekari aðgerðum í framkvæmd í loftslags-
málum. Ísland mun ekki láta sitt eftir liggja. n
Árangursríkur fundur
Guðmundur Ingi
Guðbrandsson
umhverfis- og auð-
lindaráðherra
PREN
TU
N
.IS
mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30
laugardaga 8.00 -16.00
sunnudaga 9.00 -16.00
Austurströnd 14 • Hringbraut 35
....................................................Sími: 561 1433
www.bjornsbakari.is
PREN
TU
N
.IS
LAUFABRAUÐ
eftir norðlenskri uppskrift
................................................
Hægtað pantasteikt ogósteikt
Í gær tók gildi nýtt greiðslukerfi fyrir
Strætó. Nútímavæðing bréfstrætómiða
og pappírskorta var eflaust tímabær,
en markmið breytingarinnar er ekki
síst að stemma stigu við svindli. Takist
einhverjum að laumast inn án þess að borga
verður beitt grimmum sektum.
Fram hefur komið að Strætó telur sig verða
af allt að 200 milljónum árlega vegna svindls.
Það er ekki há fjárhæð miðað við þá hags-
muni sem í húfi eru fyrir þá sem þurfa að
komast milli staða, óháð því hvort þeir eigi
fyrir fargjaldi í strætó. Almenningssam-
göngur eru grundvallarþáttur í að tryggja og
styðja við að fólk geti lifað eðlilegu lífi, sótt
vinnu, sinnt börnum, útréttingum og félags-
lífi, verið frjálst. Einhverjum kann að þykja
það dramatísk fullyrðing að fólk geti hrein-
lega misst tökin á lífinu fari aðgangur þess að
samgöngum úr skorðum. Hún er samt sönn
og þess vegna er gríðarlega mikilvægt að fólk,
bæði fullorðnir og börn, hafi tök á að svindla
sér í strætó.
Fyrir nokkrum árum var bótasvindl öryrkja
helsta áhyggjuefni þáverandi formanns fjár-
laganefndar, sem taldi sig geta lokað fjárlaga-
gatinu með því að afhjúpa óprúttna öryrkja.
Njósnað var um atvinnulausa á samfélags-
miðlum til að koma upp um rányrkju þeirra.
Borgarar voru hvattir til að segja til ættingja
sinna og nágranna sem þeir grunuðu um að
féfletta ríkið til að eiga fyrir salti í grautinn.
Það er víða svindlað. En þær alvöru fjár-
hæðir sem ekki skila sér í sameiginlega sjóði
samfélagsins vegna svindls enda í djúpu vös-
unum, ekki þeim grunnu og götóttu. Þær eru
milljónir og milljarðar, ekki hundraðkallar í
strætó. Eftirlits- og refsiaðgerðir kerfisins gegn
fátæku fólki eru grimmar og skila ekki árangri
fyrir samfélagið enda er það allra hagur að
fólk komist í vinnuna og börnin á æfingu og
að sem allra f lestir geti reddað sér. Ef fólk á
ekki fyrir farinu, eigum við samt að bjóða það
velkomið um borð. Strætó er eitt af mikil-
vægustu samfélagsfyrirtækjum landsins og á
að tryggja frekar en standa í vegi fyrir því að
peningalaust fólk komist leiðar sinnar. Það er
ekki síst þá sem lífið liggur við.
Jafnvel þótt Strætó takist að ná einhverjum
af þessum 200 milljónum koma þær bara
fram annars staðar sem mínus í kerfinu. Ef
ekki hjá Strætó, þá hjá félagsþjónustunni eða
Tryggingastofnun, Fangelsismálastofnun eða
lögreglunni. Það margborgar sig að gefa fólki
einfaldlega séns. n
Svindl
SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 17. nóvember 2021 MIÐVIKUDAGUR