Fréttablaðið - 17.11.2021, Síða 13
GÍRAR - FÆRIBÖND - RAFMÓTORAR - LEGUR
588 80 40
www.scanver.is
RAFMÓTORAR
Eitt klikk og allt
getur klikkað!
Hugsum í framtíð
Með Netöryggistryggingu TM er þitt fyrirtæki
verndað gegn fjárhagslegu tapi í kjölfar netárásar,
gagnaleka eða auðkennisþjófnaðar.
Kynntu þér málið á tm.is
Gott vinnuumhverfi kemur ekki
bara í veg fyrir að starfsfólk verði
f y r ir slysum eða veik indum,
heldur eykur það í raun vellíðan
þess. Vellíðan vísar til almenns
ástands einstaklingsins, líkam
legrar og andlegrar heilsu. Sam
kvæmt Alþjóðaheilbrigðismála
stofnuninni þá er góð heilsa ekki
einungis að vera laus við veikindi,
heldur einnig að njóta vellíðunar.
Vellíðan tengd starfi getur verið
starfsánægja, hollusta, skuldbind
ing, tryggð við fyrirtækið, að finn
ast maður hafa tilgang og maður
hafi lagt sitt af mörkum til að ná
góðum árangri.
Áhrif stoðkerfisvanda
Stoðkerfisvandi starfsfólks veldur
vanlíðan, stuðlar að streitu og getur
hæglega leitt til of mikils andlegs
álags. Á hinn bóginn getur sál
félagsleg áhætta einnig valdið stoð
kerfisvanda. Þar sem þessi atriði
eru tengd, þá geta fyrirbyggjandi
aðgerðir til að takast á við eina
tegund áhættu hjálpað til við að
fyrirbyggja hina.
Framk væmdastjórn Evrópu
sambandsins ákvað árið 2017 að
leggja aukna áherslu á heilbrigði
og öryggi í starfi, með sérstakri
áherslu á mikilvægi þess að koma
í veg fyrir stoðkerfisvanda og sál
félagslega áhættu. Brýnt er að
bregðast við, því nýleg könnun
Evrópsku vinnuverndarstofnun
arinnar sýnir að 60% allra veik
indafjarvista í Evrópu eru vegna
stoðkerfisvanda og streitu. Einn
ig kom í ljós að veikindaleyfi af
þessum sökum eru oftast lengri en
veikindaleyfi af öðrum orsökum.
Stoðkerfisvandi veldur ekki aðeins
þjáning u hjá einstak lingnum
heldur leiðir einnig til tapaðra
vinnudaga og útgjalda. Það sama
má segja um fyrirtækin og sam
félagið allt, kostnaður vegna stoð
kerfisvanda er töluverður. Stoð
kerfisvandi getur valdið mikilli
vanlíðan og takmarkað getu starfs
fólks til þess að gegna starfi sínu
á skilvirkan hátt. Starfsfólk sem
verður fyrir heilsubresti af þessum
völdum getur annaðhvort farið í
veikindaleyfi eða haldið áfram að
vinna. Í seinna tilfellinu þá er fólk
oftast með skerta starfsgetu og
getur ekki skilað fullum afköstum.
Langvarandi stoðkerfisvandi með
tilheyrandi verkjum og hreyfi
skerð ingu getur jafnframt leitt af
sér ástand sem skapar vinnutengda
streitu, sem aftur getur endað í
vandamálum á borð við kulnun og
þunglyndi, eða leitt af sér líkam
lega sjúkdóma eins og hjartasjúk
dóma.
Stoðkerfisvandi og forvarnir á vinnustöðum
Gunnhildur
Gísladóttir
sérfræðingur hjá
Vinnueftirlitinu
En hvað er til ráða?
Við hönnun og skipulag vinnuum
hverfis þurfa stjórnendur að huga
að forvörnum í samvinnu við
starfsfólkið þannig að það hafi
meiri áhrif á hvernig starfinu og
vinnuaðstæðum er hagað. Slíkt
samstarf getur komið í veg fyrir eða
dregið úr streitu og skapað vinnu
umhverfi og skipulag sem gerir
starfsfólki kleift að beita góðum
og fjölbreyttum vinnustellingum,
vinna á ákjósanlegum hraða við
góðar aðstæður.
Markvisst vinnuverndarstarf á
vinnustað felur í sér að koma auga
á aðstæður sem skapa áhættu fyrir
stoðkerfið og finna lausnir til að
koma í veg fyrir óheppilegt álag.
Það þarf að vera hluti af skipulögðu
forvarnarstarfi á vinnustaðnum en
í því geta fyrirtæki þurft hagnýta
leiðsögn og aðstoð. Stjórnendur
þurfa að vinna markvisst að því að
koma kerfisbundið í veg fyrir eða
draga úr stoðkerfisvanda og sál
félagslegri áhættu og bæta þannig
bæði vellíðan starfsfólks sem og
framleiðni fyrirtækisins.
Vinnueftirlitið heldur afmælis
ráðstefnu í streymi föstudaginn
19. nóvember. Yfirskrift hennar er
„Vinnuvernd – ávinningur til fram
tíðar“. Þar verða mörg áhugaverð
erindi sem fjalla einmitt um ofan
greind atriði enda eru einkunnar
orð Vinnueftirlitsins: Allir heilir
heim. ■
Markvisst vinnu-
verndarstarf á vinnu-
stað felur í sér að koma
auga á aðstæður sem
skapa áhættu fyrir
stoðkerfið og finna
lausnir til að koma í
veg fyrir óheppilegt
álag.
MIÐVIKUDAGUR 17. nóvember 2021 Skoðun 13FRÉTTABLAÐIÐ