Fréttablaðið - 17.11.2021, Síða 14
Viðurkenning fyrir framtak ársins
til að auka raunverulegt jafnrétti
fer til stjórnenda Arion banka fyrir
„að tryggja starfsfólki 80% launa í
fæðingarorlofi“.
Fyrir mig og aðra þá sem vinna að
auknu jafnrétti er framtak bankans
mikil gleðitíðindi og við hljótum að
ætla að enginn fagni þessu meira er
jafnréttisráðherrann í forsætisráðu-
neytinu.
„Með því að tryggja starfsfólki
80% laun í fæðingarorlofi er foreldr-
um, óháð kyni eða annarri stöðu,
auðveldað að nýta fæðingarorlofs-
rétt sinn. Þannig miðar aðgerðin
m.a. að því að fjölga þeim feðrum
sem nýta fæðingarorlofsrétt sinn og
að styrkja konur í stjórnunarstöð-
um. Benedikt Gíslason, bankastjóri
Arion banka, segir: „Við viljum auð-
velda starfsfólki okkar að taka fæð-
ingarorlof með því að tryggja öllum
nýbökuðum foreldrum 80% af
launum sínum á þessum dýrmæta
og mikilvæga tíma í lífi þeirra og
barna þeirra. Jafnframt viljum við
með þessu gera Arion banka að enn
eftirsóknarverðari vinnustað fyrir
ungt og hæfileikaríkt fólk.“ Svo segir
á vef Arion banka og láti guð gott á
vita.
Og við baráttumennirnir hljót-
um enn fremur að ætla að Katrín
Jakobsdóttir jafnréttisráðherra sé
á sömu línu og leiti nú tækifæra,
ásamt sínu starfsfólki, til að ríkið
verði ekki eftirbátur bankans, held-
ur verði ríkisreknar stofnanir ekki
síður eftirsóknarverðir vinnustaðir
fyrir ungt og hæfileikaríkt fólk.
Hið gleðilega framtak bankans
felur í sér jafna ábyrgð beggja for-
eldra á umönnun barna sinna
og það er gríðarlega mikilvægt
atriði. Nýir foreldrar í hópi starfs-
fólks munu hafa betri forsendur
og tækifæri en aðrir til að sinna
þroskaþörfum ungra barna sinna.
Jafnari umönnunarábyrgð, óháð
kyni foreldra, mun síðan hafa í för
með sér þroskaef landi styrk frá
frumbernsku sem þegar fram líður
skilar sér í minni byrði á starfsfólk
í mennta- og velferðarstörfum, svo
ekki sé talað um í heilbrigðisþjón-
ustu.
Alvitað er að bæði foreldrar og
starfsfólk í áður nefndum störfum
þarfnast mun betri skilyrða. Útspil
Arion er því svo sannarlega ekki
aðeins fagnaðarefni heldur bein-
línis til eftirbreytni. Nú bíðum við
bara eftir því að jafnréttisráðherra
og æðsti stjórnandi ríkisins, lang-
stærsta vinnuveitanda landsins,
sýni sín spil. Jákvæð skref jafnréttis-
ráðherra verða fordæmi fyrir aðrar
stofnanir og fyrirtæki í landinu.
Vilji er allt sem þarf. n
Framtak ársins
Ólafur Grétar
Gunnarsson
fjöl skyldu- og
hjóna ráð gjafi
Ein nöturlegasta ákvörðun borgar-
innar síðustu áratugi var að leggja
niður sérskóla og sérúrræði í krafti
„skóla án aðgreiningar“. Börnum
með fötlun eða sérþarfir var hent inn
í almennu skólana í von um að þau
myndu þá fara að haga sér almenni-
lega og kannski verða eins og annað
fólk.
Þessi ákvörðun var meðal ann-
ars byggð á pólitískum rétttrúnaði,
óraunhæfum væntingum og jafnvel
von um sparnað.
Ákvörðunin var tekin af sérfræð-
ingum á menntasviði sem hafa ekki
haft góða þekkingu á fötlun og/eða
verið í fullkominni afneitun á eðli
fötlunar.
Í stað þess að undirbúa skólana,
kennarana og annað fagfólk undir
komu barna, sem ekki áttu lengur
aðgang að sérúrræðum, var þeim
hent í fang kennara sem höfðu
hvorki menntun né þjálfun til að
sinna þeim og höfðu meira en nóg að
gera við að sinna þeim nemendum
sem þeir höfðu fyrir.
Fyrr verandi sérfræðingur á
menntasviði sagði mér að eina leiðin
til að knýja fram breytingar í skóla-
kerfinu, væri að leggja niður sérúr-
ræði svo almenni skólinn neyddist
til að sinna börnum með sérþarfir.
Það átti, með öðrum orðum, að
beita saklausum börnum í pólitísk-
um tilgangi án þess að skeyta um
afleiðingarnar.
Nú eru afleiðingarnar að koma í
ljós. Skólarnir reyna að finna leiðir til
að koma til að móts við þarfir barna
sem þurfa sérstaka þjónustu á sama
tíma og þeir þurfa að sinna öðrum
nemendum, halda uppi jákvæðu
andrúmslofti og vinnufriði. Vafalítið
leita þeir ráða hjá öðrum sérfræð-
ingum sem sumir hafa trú á atferlis-
mótum sem felur í sér „time-out“ og
þar með er tekin upp sú aðferð að
loka börn inni.
Ónauðsynleg valdbeiting og
ofbeldi á börnum í skóla er á ábyrgð
borgarinnar. Hvort sem það er
vegna þess að kennari er örmagna
og ráðalaus eða skólinn tekur upp
vafasamar aðferðir sem eru þó
viðurkenndar í ákveðnum tilfellum
undir handleiðslu sérmenntaðra
aðila.
Það er vægt til orða tekið að áður-
nefnd ákvörðun borgarinnar hafi
verið klúður. Hún hefur skaðað
nemendur, kennara, fjölskyldur og
skólakerfið.
Ákvarðanir sem eru teknar af van-
þekkingu, meðvirkni, afneitun og
jafnvel fordómum og ofstæki, geta
aldrei leitt til góðrar niðurstöðu.
Það er óskandi að saklaus börn
þurfi ekki mikið lengur að gjalda
fyrir ákvarðanir misviturra sér-
fræðinga á menntasviði. n
Ofbeldi í boði borgarinnar
Ásta Kristrún
Ólafsdóttir
kennari, foreldri
og sálfræðingur
Ónauðsynleg vald-
beiting og ofbeldi á
börnum í skóla er á
ábyrgð borgarinnar.
Jákvæð skref jafn-
réttisráðherra verða
fordæmi fyrir aðrar
stofnanir og fyrirtæki í
landinu.
Afgreiðslutímar á www.kronan.is Pssst... dagatalið fæst í öllum stærri Krónu verslunum!
OF SNEMMT ...
Fyrir lúxus súkkulaði dagatal?
Pssst ...
Það má alveg borða
fleiri en einn mola
í einu!
14 Skoðun 17. nóvember 2021 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ