Fréttablaðið - 17.11.2021, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 17.11.2021, Blaðsíða 15
KYNN INGARBLAÐ ALLT MIÐVIKUDAGUR 17. nóvember 2021 Lilja segir það mikilvægt að taka inn fæðubót fyrir augun til að viðhalda augnheilsu fram eftir aldri. MYND/SVAVAR SIGURSTEINSSON Fyrirbyggjandi aðgerðir geta haft mikil og jákvæð áhrif á augnheilsuna Lilja Kjalarsdóttir, framkvæmdastjóri líftæknifyrirtækisins KeyNatura, segir að fyrirtækið hafi þróað AstaEye sem bætiefni til að viðhalda góðri augnheilsu, til þess að verja augun gegn útfjólubláu og bláu ljósi, og til þess að koma í veg fyrir hrörnun augnbotna. 2 Jóhann Sigurðarson syngur nýjasta jólalag lagasmiðjunnar Jóladraums. Lagið heitir Söngur samviskunnar. johannamaria@frettabladid.is Söngur samviskunnar er glænýtt jólalag úr lagasmiðju Jóladraums. Jóladraumur leggur áherslu á ný frumsamin jólalög. Hinn valin- kunni lagahöfundur Guðmundur Jónsson segist hafa fyrir áeggjan vinar síns, Kristjáns Hreinssonar, byrjað að semja lög við texta þess síðarnefnda. Þannig varð laga- smiðjan til. „Jóhann Sigurðarson, stórleikari og söngvari, slóst í för með okkur,“ segir Guðmundur. Textarnir eru byggðir á A Christmas Carol eftir Dickens. Í fyrra komu út fyrstu tvö lögin sem bæði eru söngdúettar. Lítil kerti í myrkum heimi með þeim Jóhanni og Sölku Sól Eyfeld og lagið Hamingjan festir rætur syngur Jóhann með Margréti Eir. Enduruppgötvar gleði jólanna Í Söng samviskunnar fær stjarna Jóhanns að skína skært. Lagið er hátíðlegur ópus sem rís og hnígur. Textinn segir frá sjálfselskum manni er snýr frá villu síns vegar og enduruppgötvar gleði jólanna. Jóhann ljær laginu snilldarlega vigt. Birgir Þórisson spilar undir á píanó og orgel, Friðrik Sturluson er á bassa, Eysteinn Eysteinsson á trommur og Guðmundur Jónsson spilar á gítar og hljómborð og syngur bakraddir. Söngur samviskunnar er fyrsta lag þriggja sem koma út fyrir jólin. Væntanleg eru: Jólin þau koma senn og Heilög jól sem Íris Lind Veru- dóttir syngur af einstakri list. n Með jólin á samviskunni

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.