Fréttablaðið - 17.11.2021, Qupperneq 17
Plástrarnir eru
náttúrulegir og án
aukaverkana. Þeir henta
því öllum, líka barns-
hafandi konum og þeim
sem eru með barn á
brjósti.
FIT verkjaplástrarnir henta
öllum aldurshópum og bjóða
upp á verkjastillingu sem er
laus við allar aukaverkanir.
Plástrarnir virka í allt að
fimm daga, eru vatnsheldir
og fást í flestum apótekum.
FIT verkjaplástrarnir eru nýsköp-
un í verkjastillingu, segir Anton
Gylfi Pálsson, sölustjóri hjá ÍSAM,
sem flytur inn FIT plástrana.
„Varan hefur sannað sig á þessum
rúmlega þremur árum sem hún
hefur verið á markaði hér. Hún
hentar öllum aldurshópum og er
fyrir fólk sem hefur verið að kljást
við verki, þannig að það getur
ekki eða á erfitt með að stunda þá
hreyfingu sem það vill. Svo hefur
varan verið að koma mjög vel út
við að fá fyrr endurheimt í vöðvum
eftir erfiðar æfingar, keppnir og
þess háttar,“ segir Anton.
„Ég veit um golfara sem voru að
gefast upp á að fara í golf vegna
eymsla í baki, en náðu aftur
kröftum þegar þeir fóru að nota
FIT plásturinn og fara nú ekki í
golf nema setja á sig plástur. Ég
veit líka um göngu- og hlaupafólk
sem var farið að draga úr þjálfun
vegna eymsla en er nú farið að nota
plástrana áður en lagt er af stað.
Sumir eru slæmir í ökkla og
nota þá litlu universal-plástrana,
aðrir finna til í hnjám og nota þá
hnéplástra sem límdir eru undir
hnéskelina,“ segir Anton.
„Ég þekki líka dæmi af því að fólk
sem glímir við venjulega vöðva-
bólgu í herðum og hálsi líði betur
með plásturinn.
Plástrarnir örva háræðakerfið
þannig að það verður meira blóð-
flæði til vöðvanna og þá um leið
til þeirra staða þar sem eymslin
eru,“ segir Anton, sem auk þess að
vera sölustjóri er einnig alþjóð-
legur handboltadómari og hefur í
því starfi sínu mikil samskipti við
afreksfólk í íþróttum.
„Ég þekki mikið af keppnisfólki
sem er undir miklu álagi og nær
ekki að hvíla nógu lengi og keyrir
sig því áfram á verkjalyfjum, með
tilheyrandi aukaverkunum í maga
og fleira. En FIT-plástrarnir eru góð
viðbót í verkjastillingarflóruna því
þeir innihalda ekki nein lyf og hafa
því engar aukaverkanir. Þeir eru
líka frábærir til að að viðhalda góðu
blóðflæði samhliða sjúkraþjálfara-
og nuddmeðferðum, og svo flýta
þeir líka fyrir endurheimt vöðva
Það er einfalt að setja FIT plástr-
ana á sig og þeir duga í allt að fimm
daga. Það er líka mikill kostur að
það er hægt að stunda æfingar með
þá og fara með þá í sturtu og sund,“
segir Anton.
Nýsköpun í verkjastillingu
Verkir af hinum ýmsu gerðum
hafa fylgt mannskepnunni alla tíð.
Verkir hafa verið meðhöndlaðir
á ýmsa vegu, með nuddi, nála-
stungum og lyfjum, svo eitthvað sé
nefnt. Hin síðari ár hefur notkun
verkjalyfja aukist til muna, oft og
Verkjastilling án aukaverkana
FIT plástrarnir geta meðal annars komið að gagni við að lina þjáningar vegna eymsla í baki.
FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Anton segir að plástrarnir henti fyrir alls kyns ólíka verki á mismunandi stöðum í líkamanum.
FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Anton Gylfi
Pálsson, sölu-
stjóri hjá ÍSAM,
segir að FIT
plástrarnir hafi
sannað sig og
hann viti um
golfara, göngu-
og hlaupafólk
sem æfir ekki
án þeirra. Hann
segir plástrana
vera góða við-
bót í verkjastill-
ingarflóruna því
þeir innihaldi
ekki nein lyf,
hafi engar auka-
verkanir og flýti
fyrir endur-
heimt vöðva.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ERNIR
FIT-verkjaplástr-
ar eru fáanlegir
í flestum apó-
tekum landsins.
runnir frá sjúkraþjálfurum sem
leituðu eftir lyfjalausri verkjastill-
ingu. Plástrarnir byggja á inn-
rauðum geislum líkamans, sem eru
nýttir aftur inn í líkamann og örva
þannig háræðakerfið svo að blóðið
kemst betur til aumu staðanna
og úrgangsefni hreinsast hraðar
í burtu. Þetta virkar því nokkuð
svipað og nudd og hjálpar líkam-
anum að hjálpa sér sjálfum.
Plástrarnir eru unnir úr viður-
kenndu ofnæmisfríu plastefni
og innihalda lífræn steinefni (til
dæmis títan) sem endurvarpa inn-
rauðum geislum líkamans aftur
inn í líkamann.
Innrauðir geislar hafa marg-
vísleg áhrif á líkama okkar
n Auka virkni háræðakerfisins
sem eykur blóðflæði svo að
blóðið hreinsast betur af fitu og
úrgangsefnum.
n Bæta súrefnisþéttni í líkam-
anum.
n Bæta vöðvavirkni.
n Bæta svefn og viðhalda hita.
n Verkjastillandi – minni þörf á
verkjalyfjum.
n Auka endurheimt vöðva – gott
að setja á aum svæði eftir
æfingar.
n Plástrarnir eru alveg náttúru-
legir og hafa engar aukaverk-
anir, þar sem þeir setja ekkert
í líkamann sem er ekki þar nú
þegar. Þeir henta því öllum, líka
barnshafandi konum og þeim
sem eru með barn á brjósti.
Hvernig virka FIT-plástrarnir?
n Setjið plástrana á svæðin, eins
og leiðbeiningar sýna, og bíðið í
tvær mínútur eftir því að hiti frá
líkamanum losi vel um límefnið
svo að plásturinn nái öruggri
festu. Nú breytist plásturinn í
það sem verður best lýst sem
spegli sem endurkastar orku
frá líkamanum allt að 8-9 cm
inn undir húðina; þessi orka
hefur verkjastillandi áhrif. Hver
plástur dugar í allt að fimm daga
og má fara í sturtu.
n Haldið meðferð áfram þar til
verkur hættir. n
FIT-verkjaplástrar eru fáan-
legir í flestum apótekum landsins.
Nánar má lesa um þá á síðunni
isam.is/fit-therapy.
tíðum með slæmum áhrifum á
önnur líffæri, til dæmis maga.
Þetta er ný tækni og margar
klínískar rannsóknir hafa verið
gerðar á notkun plástursins. FIT
plástrar koma frá Ítalíu og eru upp-
ALLT kynningarblað 3MIÐVIKUDAGUR 17. nóvember 2021