Fréttablaðið - 17.11.2021, Síða 18
Mataræði þungaðra kvenna
virðist hafa mótandi áhrif á
geðheilsu barna þeirra. Það
er sterk fylgni milli holls
mataræðis og góðrar geð-
heilsu og vitað að mataræði
hefur áhrif á ýmsa þætti sem
hafa áhrif á bæði geðheilsu
og á fósturþroska.
oddurfreyr@frettabladid.is
Nýjar rannsóknir gefa til kynna
að mataræði þungaðra kvenna
geti haft mótandi áhrif á geðheilsu
barna þeirra og að Miðjarðarhafs-
mataræði og mataræði sem hefur
lítið blóðsykursálag hafi jákvæð
áhrif á geðheilsu barnanna. Þetta
kemur fram í grein eftir Chris
Palmer, geðlækni við Harvard-
háskóla, sem birtist á vefsíðunni
Psychology Today.
Við vitum öll að mataræðið
hefur áhrif á heilsu á ótal vegu
og þar sem andlega og líkam-
lega hliðin er í stöðugu samspili
er engin furða að það séu sífellt
að koma fram ný merki um að
mataræði hafi áhrif á geðheilsuna
líka. En það skiptir ekki bara máli
hvað við borðum, heldur virðist
líka skipta máli hvað mæður okkar
borða á meðgöngu og mögulega
vara þau áhrif alla ævi.
Það sem mæður borða á með-
göngu hefur áhrif á þroska heilans
og getur breytt umframerfðum,
sem stjórna því hvaða gen eru virk.
Genin hafa svo áhrif á líkamlega
heilsu allt lífið og geta einnig haft
áhrif á andlega heilsu.
Fylgni milli góðs mataræðis
og góðrar geðheilsu
Vísindamenn sem gerðu rannsókn
á umframerfðum nýfæddra barna
skoðuðu 325 pör mæðra og ung-
barna til að reyna að komast að því
hvort mataræði í kringum getnað
hefði áhrif á skapgerð og andlega
heilsu barnanna á milli eins og
tveggja ára aldurs. Þeir skoðuðu
sérstaklega áhrif Miðjarðarhafs-
mataræðis og blóðsykursálags.
Í annarri rannsókninni komust
þeir að því að það að fylgja Mið-
jarðarhafsmataræði, þó ekki væri
nema að hluta, minnkaði líkur
á óvenjulegri hegðun, skorti á
aðlögunarhæfni og einhverfu hjá
börnum á aldrinum eins til tveggja
ára. Konur sem fylgdu mataræðinu
sem best áttu börn sem voru síður
líkleg til að vera þunglynd eða
kvíðin og líklegri til að hafa góða
félagsfærni en börn kvenna sem
fylgdu því ekki jafn vel.
Í annarri rannsókn var einblínt
á blóðsykursálagið í mataræði
kvennanna í kringum getnað.
Blóðsykursálag vísar til þess hve
hratt matur hækkar blóðsykur og
hve mikið af kolvetnum er í honum.
Konunum var skipt í þrjá hópa eftir
blóðsykursálaginu og þær sem voru
með mest blóðsykursálag voru
mun líklegri til að að eiga börn sem
sýndu merki geðrænna vandamála
á aldrinum eins til tveggja ára.
Almennt voru börnin líka fjórum
sinnum líklegri til að vera kvíðin.
Það var einnig kynbundinn
munur. Strákarnir voru fjórum
til sjö sinnum líklegri til að vera
kvíðnir, eiga erfitt með svefn, vera
hvatvísir eða í vandræðum með
samkennd og næstum tíu sinnum
líklegri til að sýna skort á aðlög-
unarhæfni. Stelpurnar voru svo
fimmtán sinnum líklegri til að sýna
kvíðatengda hegðun. Þessi mikli
munur gefur í skyn að mataræði
mæðra hafi meiri áhrif á andlega
heilsu barna en almennt hefur
verið talið.
Hænan eða eggið
Augljósasta gagnrýnin á þetta
er auðvitað að benda á að það
sé erfitt að segja hvað er hænan
og hvað er eggið. Er það ef til vill
aukinn kvíði og þunglyndi sem
leiðir til breytinga á mataræði, en
ekki öfugt?
Það gæti verið að konur sem
voru ekki með hollasta mataræðið
hafi verið þunglyndar eða kvíðnar
fyrir og þess vegna hafi þær borðað
meira af ruslfæði. Það væri ekki
skrítið að börnin þeirra séu líklegri
til að vera þunglynd eða kvíðin
en börn kvenna sem glíma ekki
við þessi vandamál. Það eitt gæti
skýrt þessa fylgni og þetta var ekki
skoðað í þessum rannsóknum.
En það eru fleiri rannsóknir
á þessu sviði sem gefa tilefni til
að ætla að þetta sé ekki alveg svo
einfalt. Við vitum að óheilbrigt
mataræði hefur áhrif á bólgur,
hormóna, svefngæði, umfram-
erfðir og marga aðra þætti sem
við vitum líka að hafa bæði áhrif á
geðheilsu og á fósturþroska.
Heilnæmt mataræði borgar sig
Það eru tiltölulega ný fræði að
horfa til mataræðis í tengslum við
geðheilsu. Það hafa verið gerðar
rannsóknir sem gefa til kynna að
gott mataræði geti bætt andlega
heilsu þeirra sem þjást af þung-
lyndi, en það er þörf á frekari rann-
sóknum til að greina þetta betur.
Það er því ekki hægt að segja
neitt um hvaða áhrif það hefur ef
þungaðar mæður breyta matar-
æðinu til hins betra. En það virðist
rökrétt að hvetja þungaðar konur,
rétt eins og alla aðra, til að borða
náttúrulega og heilnæma fæðu og
forðast mikið unninn mat. n
Mataræði á meðgöngu mótar geðheilsu barna
Nýjar rannsóknir gefa til kynna að mataræði mæðra á meðgöngu hafi mikil áhrif
á geðheilsu barna þeirra og þessi áhrif gætu varað alla ævi. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Það skiptir ekki
bara máli hvað við
borðum, heldur virðist
líka skipta máli hvað
mæður okkar borða á
meðgöngu.
Árný Inga Guðjónsdóttir, 42
ára sjúkraliði á Landspítalan-
um, hafði lengi fundið fyrir
orkuleysi vegna járnskorts.
Hún byrjaði að taka inn
Andoxun með íslenskum
krækiberjum og rauðrófu-
dufti frá ICEHERBS fyrir um
þremur mánuðum síðan og
fann mun á sér eftir einungis
fimm vikur.
Árný er eins og margar konur og
hefur glímt lengi við járnskort.
„Járnskorturinn hefur verið við-
loðandi hjá mér í nokkur ár og það
hefur verið erfitt fyrir mig að halda
járninu í réttu magni í líkamanum.
Ég hef prófað ýmislegt, tekið járn-
pillur sem fóru illa í magann á mér,
og svo fékk ég ofnæmi fyrir járn-
sprautunum. Fyrr á árinu byrjaði
ég að lesa mér til um lausnir gegn
járnskorti og datt niður á Andoxun
frá ICEHERBS,“ segir Árný.
Aukið úthald en
minnkandi sólarljós
Járnleysi getur valdið orkuleysi,
þreytu og svima hjá fólki og segist
Árný oft hafa fundið fyrir þessum
einkennum. „Ástæðan fyrir því
að ég vildi prófa Andoxun var sú
að bætiefnið er járnríkt. Ég var
líka að leitast eftir aukinni orku
og úthaldi almennt. Ég fann mun
á mér eftir að hafa tekið Andoxun
frá ICEHERBS reglulega í nokkrar
vikur. Það var strax munur í
orkunni og úthaldinu, sem er
skrítið því það ætti að vera öfugt,
enda dimmir sífellt meira með
hverjum degi.“
Þetta helst allt í hendur
„Í dag tek ég tvö hylki af Andoxun
á dag, kvölds og morgna, og finn
mikinn mun á mér. Járnið var
mælt í haust og mældist bara í fínu
magni. Mér finnst ég mun orku-
meiri og bý yfir meira líkamlegu
úthaldi en áður. Mér finnst auð-
veldara að vakna á morgnana og
ég er fljótari í gang. Þá dríf ég mig
Hætt að þjást af járnskorti
Árný Inga hefur
þjáðst af járn-
skorti um árabil.
Eftir að hún
byrjaði að taka
inn Andoxun
frá ICEHERBS á
hverjum degi
er járnmagnið
komið í lag og
orkan aukin.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ERNIR
frekar í líkamsrækt eða út að ganga
með hundinn því úthaldið er
meira. Ég er engin rosaleg íþrótta-
manneskja, en ég fer tvisvar í viku
í líkamsrækt og geng með hundinn
daglega. Þá er ég ekki frá því að ég
sé skýrari í hugsun. Þetta helst allt
í hendur.
Ég er heldur ekki frá því að þetta
hafi haft góð áhrif á meltinguna,
sem er stórt skref upp á við frá
meltingartruflunum af völdum
járnpillanna. Svo má líka nefna
að ég hef ekki orðið lasin síðan ég
byrjaði að taka Andoxun. Það hafa
verið veikindi á heimilinu, en ég
hef ekki gripið neina pest í haust.
Ég veit ekki hvort þetta séu bein
áhrif frá Andoxun. En það er engin
spurning, ég ætla að halda áfram
að taka þetta.“
Andoxun – krækiber & rauðrófur
Andoxun er sannkölluð ofurfæðu-
blanda. Hún inniheldur íslensk
krækiber og rauðrófuduft. Blandan
er einstaklega járnrík og hefur hátt
hlutfall af andoxunarefnum. Hún
er frábær fyrir meltinguna og bætir
súrefnisupptöku.
Krækiber eru þekkt fyrir vatns-
losandi áhrif og eru rík af E- og C-
vítamínum, en þau hafa mjög hátt
innihald andoxunarefna, eins og
flavonol og anthocyanin. Neysla
krækiberja er talin hafa jákvæð
áhrif á taugakerfið, heilastarfsemi
og sjónina.
Rauðrófur eru þekktar fyrir að
bæta súrefnisupptöku og auka
blóðflæði og hafa því slegið í gegn
meðal íþróttafólks þar sem með
auknu blóðflæði eykst snerpa,
orka og úthald. Rauðrófurnar eru
einstaklega næringarríkar. Þær
innihalda C-vítamín, kalíum og
önnur nauðsynleg steinefni sem
styrkja ónæmiskerfið. Þær styðja
einnig við afeitrunarferli lifrar og
eru einstaklega járnríkar. Þessi
blanda frá ICEHERBS hefur reynst
mörgum vel sem vilja auka vel-
líðan og styrk.
Hrein náttúruafurð
Markmið ICEHERBS er að nýta
náttúruauðlindir sem tengjast
íslenskri hefð og sögu og vinna í
hreina neytendavæna vöru fyrir
viðskiptavini. „Við hjá ICEHERBS
leggjum áherslu á að framleiða
hrein og náttúruleg bætiefni sem
byggja á sjálfbærri nýtingu nátt-
úruauðlinda. Við viljum að vör-
urnar okkar nýtist viðskiptavinum
okkar, að virkni skili sér í réttum
blöndum og að eiginleikar efnanna
viðhaldi sér að fullu. Þá notum við
enn fremur engin óþörf fylliefni.“ n
ICEHERBS fæst í öllum betri mat-
vöruverslunum, apótekum og
heilsuvöruverslunum og í nýrri
vefverslun á iceherbs.is.
4 kynningarblað A L LT 17. nóvember 2021 MIÐVIKUDAGUR