Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.11.2021, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 17.11.2021, Qupperneq 22
Eldhúsið er hjarta heimilis- ins, um jól sem endranær. Flestir vilja taka á móti jól- unum með skínandi hreint eldhús, þegar mikið er um matseld, bakstur, gestagang og veisluhöld. thordisg@frettabladid.is Mestu skiptir að ganga skipulega til verks þegar þrífa á eldhústæki. Það eykur endingartíma tækjanna að þrífa þau reglulega, auk þess sem mun skemmtilegra er að vinna í hreinu og snyrtilegu eldhúsi. Byrjum á ísskáp og frysti. Við hendum fyrst öllum gömlum afgöngum, skemmdu grænmeti og því sem er komið fram yfir síðasta neysludag. Í frystinum hendum við því sem lent hefur neðst og er lítt girnilegt í matseld. Notum ekki sterk hreinsiefni á þessi heimilistæki. Matarsódi í volgu vatni er ágætis kostur til að þvo kæli- og frystiskápa að innan. Þegar frystiskápar og frysti- kistur eru afþídd er gott að setja gamalt handklæði í botninn til að draga í sig rakann. Að setja skál eða fat með heitu vatni neðst í frysti- kistuna eða skápinn flýtir fyrir afþíðingu. Einnig má nota hár- blásara til að flýta fyrir, en aðeins má blása á málmfleti. Sé notað sápuvatn til að þrífa kæliskáp verður að gæta þess að skola vel og þurrka á eftir. Ellegar getur sápan skilið eftir sig lykt sem sest í matvæli. Efnið Rodalon sótthreinsar og eyðir vondri lykt, sem og ediks- eða sítrónublandað vatn í skál sem látin er standa í kæliskáp. Athugið að innst í ísskápum er lítið gat fyrir vökva sem hefur safnast saman. Mörgum yfirsést að þrífa þetta og lykt byrjar að myndast. Þetta gat vill fyllast af óhreinindum og er best að nota eyrnapinna eða pípuhreinsi til að ná að bursta upp úr því. Ein leið er að hella nokkrum dropum af Rodaloni í gegnum gatið til að ná öllum óhreinindum. Jólasteikin í tandurhreinan ofn Það tilheyrir að þrífa bakaraofninn fyrir jól. Til eru ýmiss konar efni sem ætluð eru til þrifa á ofnum en einnig duga vel umhverfisvænni kostir til verksins, eins og kristals- sápa og góður uppþvottalögur. Til að hreinsa venjulegan bakaraofn með kristalssápu skal byrja á því að bera sápuna innan í kaldan ofninn. Stilla hann því næst á 90°C og láta hann hitna í að minnsta kosti hálftíma eða þar til sjóða fer í sápunni. Þá er slökkt og ofninn láta kólna að mestu. Þvoið nú ofninn vandlega með bómullar- klút og heitu vatni, og þurrkið síðan vel. Sápuna má líka bera á að kvöldi og láta standa yfir nótt. Þrífa þá með vatni og þurrka. Verði einhver óhreinindi eftir í ofninum má nota glersköfu á þau. Ef sjálfhreinsandi ofn er á heimil- inu má ekki nota nein efni á hliðar hans og loft en botninn má þrífa á sama hátt og venjulega ofna. Á bökunarplötur og gler í ofn- hurðum er best að nota uppþvotta- lög eða kristalssápu. Eftirfarandi aðferð leysir vel upp óhreinindi: Notið rakan klút, vættan með uppþvottalegi, leggið hann á glerið og látið standa yfir nótt. Þrífið svo með heitu vatni og þurrkið. Gljáandi eldavél fyrir sósuna Mörg góð efni fást til að þrífa bæði keramik- og spanhellur eldavéla, en farið eftir leiðbeiningum. Oft nægir líka að útbúa góða blöndu af heitu vatni og uppþvottalegi, bleyta í hellunni og þvo vel. Ef um hörð óhreinindi er að ræða á nota glersköfu eftir að bleytt hefur verið upp í óhreinindunum. wVel heitt vatn og lyftiduft eða matarsódi virka vel til að þrífa gas- og venju- legar eldavélarhellur. Einnig henta svampar mjög vel þar sem önnur hliðin er gróf og stíf. Til að fá skínandi hreinan eld- húsvask er best að nota lyftiduft og uppþvottabursta og nudda vaskinn vel að innan. Láta standa í nokkrar mínútur, nudda svo vel og skola. Ef vaskurinn er dökkur má nudda hann með skorinni sítrónu og skola strax vel. Speglað sig í flísum Fita og önnur óhreinindi vilja setjast á flísar í eldhúsi, og á baði. Efni sem hægt er að nota til að fá flísarnar hreinar og fallegar eru til dæmis matarsódi, lyftiduft, borð- edik og sítrónusafi. Hér eru dæmi um nokkrar aðferðir til að þrífa flísar: n Stráið matarsóda á svamp og nuddið yfir óhreinindin. Þvoið af með vatni. n Hrærið saman ediki og lyfti- dufti, eða matarsóda og sítrónusafa, í þykka blöndu. Nuddið henni á flísarnar og látið bíða í þrjár til fjórar klukku- stundir. Þvoið síðan af með volgu vatni og góðum klút. n Sítrónusafi einn og sér getur verið ágætur. Þá er sítróna skorin í tvennt og sárinu nuddað yfir óhreinindin, látið liggja smástund og þvegið af. n HEIMILD: LEIÐBEININGASTÖÐ HEIMIL- ANNA, LEIDBEININGASTOD.IS Gleðileg jól í glampandi hreinu eldhúsi Hreinleiki jólanna heima við er heillandi, rétt eins og nýfallin mjöll sem glansar og stirnir á. Þegar hver hlutur er pússaður og glitrandi, þá mega jólin svo sannarlega koma. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY ALLT HREINT FYRIR JÓLIN SÖLUMENN OKKAR TAKA VEL Á MÓTI ÞÉR. Pipar\TBW A Góð hreinsiefni, áhöld og tækjakostur auðveldar öll þrif, jafnt heima sem í fyrirtækjum og iðnaði. Í Rekstrarlandi er mikið úrval af framúr- skarandi hreinsiefnum í smáum og stórum einingum. Nilfisk ryksugur og gólfþvottavélar hafa löngu sannað gildi sitt hérlendis fyrir gæði og endingu. Rekstrarland | Vatnagörðum 10 | 104 Reykjavík | 515 1100 | Austurvegi 69 | 800 Selfossi | 480 1306 | rekstrarland.is 4 kynningarblað 17. nóvember 2021 MIÐVIKUDAGURJÓLAHREINGERNING

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.