Fréttablaðið - 17.11.2021, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 17.11.2021, Blaðsíða 36
30 Guðný María hefur samið yfir þrjátíu lög og tónlistarmynd- bönd. Eftir þrjátíu ár í lífi Íslendinga er upprunalegi Bónusgrísinn nú horfinn á braut. Fréttablaðið tók saman gamalgróin vörumerki sem lifa nú einungis í minningum landsmanna. odduraevar@frettabladid.is Vörumerkin sem fengu að fjúka en lifa í minningunni Lata augað horfið af Bónusgrísnum Nýjasta fórnarlamb stafræns nútíma er Bónusgrísinn sjálfur, þekktasta vörumerki samtímans sem prýtt hefur matvöruverslanir á Íslandi og í Færeyjum í rúm þrjátíu ár. Ráðgjafarfyrirtækið brandr var fengið til verksins og ljóst að engan bilbug er að finna á Bónusmönnum þrátt fyrir að Íslendingar á samfélagsmiðlum hafi sopið hveljur. Samkvæmt tilkynningu frá matvörurisanum er breytingin gerð til þess að aðlaga vörumerkið þeirri stafrænu vegferð sem fram undan er í rekstri verslananna. Klói leysti Bröndu af hólmi Sumir halda að Klói hafi að eilífu verið fronturinn fyrir Kókómjólk­ ina. Það er ekki svo. Upprunalega kisan hét Branda. Hún varð samt aldrei köttuð eins og Klói varð óvænt. Svali varð að karakterum Flestir muna eflaust einungis eftir Svalakarakt­ erunum frægu framan á Svalafernunum. Árið 1982 þegar drykkurinn kom fyrst á markað var hins vegar engan slíkan að finna. Skaut Árna ref fyrir rass Einu sinni voru hundrað krónur bara til í seðlaformi. Frá árinu 1981 prýddi Árni Magnússon seðilinn. Árið 1995 varð breyting þar á og kom þá út mynt með langfræg­ ustu lúðu landsins. Mix-ið varð persónuleikalaust Íslenski gosdrykkurinn Mix er vinsæll. Flestir muna eftir ávaxtafígúrunum Káti og Hress en þeir prýddu umbúðir drykkjarins á tíunda ára­ tugnum en ekki lengur. Smjörvinn breyttist Árið 2018 varð uppi svipaður fótur og fit og þegar umbúðir Smjörva breyttust. Margir minntust bláa Ópalsins og hundraðkallsins. Prins Polo nútímavæddist Framleiðandi Prins Póló til­ kynnti með heilsíðuauglýsingu í Mogganum árið 1995 um nýjar umbúðir. Þeirra gömlu hefur verið sárt saknað síðan. odduraevar@frettabladid.is Tónlistarkonan Guðný María Arn- þórsdóttir hefur gefið út glænýtt jólalag en þetta er hennar fyrsta lag sem gefið er út á ensku. Það ber heitið Mr. Santa og fjallar um jóla- sveina. „Foreldrar þeirra Leppalúði og hún Grýla skilja nú ekki mikið hvað ég er að syngja til sona þeirra,“ segir Guðný létt í bragði. Hún segist hafa nóg fyrir stafni en spurð að því hvers vegna lagið sé á ensku segir Guðný: „Ég átti ekkert jólalag á ensku og lögin eru mikið send á miðla þar sem fólk skilur bara ensku,“ útskýrir Guðný. Hún viðurkennir að þetta sé ólíkt sér. „En ef ég ætla að vera góð í texta- gerð á báðum tungumálunum þá þarf ég að gera það af og til,“ segir Guðný. Hún hefur gefið út eitt lag á ensku áður en segir textaskrifin hafa gengið miklu betur núna. Hún segist vera komin í þvílíkt jólaskap enda laginu vel tekið. „Myndbandið við lagið á You- Tube er til dæmis strax komið í sjö þúsund áhorf. En ég er kannski að ná til annars hóps núna, til þeirra sem búa erlendis og til þeirra sem tala ensku hér. Svo er þetta líka svo létt og kátt hjá mér.“ n Guðný nær loksins til erlendra aðdáenda Guðný María er enginn nýgræðingur í gerð jólalaga. MYND/AÐSEND Ég átti ekkert jólalag á ensku og lögin eru mikið send á miðla þar sem fólk skilur bara ensku. 24 Lífið 17. nóvember 2021 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 17. nóvember 2021 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.