Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.11.2021, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 24.11.2021, Qupperneq 2
Skammdegissnjór Snjórinn féll í höfuðborginni í gær og lýsir upp skammdegið með ljóma sínum svo að birtir til í prófatíð sem er á næsta leiti hjá nemendum við Háskóla Íslands. Samkvæmt spá Veðurstofu Íslands er spáð ágætis veðri í dag og björtu fram eftir degi. Þegar nálgast miðnætti gætu nokkur snjókorn fallið. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Í fyrsta sinn var brauðgjöf við Reykjavíkurtjörn vöktuð í sumar af starfsmanni Reykja- víkurborgar. Ekki gott fyrir endurnar að fá brauðið enda þenst það út svo að þær halda að þær séu saddari en þær eru. Þó virðast endur síður sækja í hollari fæðu þegar hún er í boði. benediktboas@frettabladid.is SAMFÉLAG „Þegar holl fæða er borin á borð andanna þá velja þær samt frekar brauðið, sem er ekkert gott fyrir þær. Fuglarnir eru ekki svo ólíkir okkur mannfólkinu að þessu leyti,“ segir Aron Alexander Þor- varðarson líffræðingur sem taldi meðal annars brauðgjafir á Tjörn- inni í sumar en slíkar gjafir voru vaktaðar sérstaklega í fyrsta sinn. Aron segir að því miður séu brauðgjafir borgarbúa ekki að hverfa. „Það er um ein og hálf brauð- gjöf á hverjum klukkutíma á góð- viðrisdögum yfir sumarið. Fransk- brauð er ekki gott fyrir fuglana en það hefur verið löng hefð meðal borgarbúa fyrir að gefa þeim brauð. Þetta er frekar næringarsnauð fæða og brauðið þenst út í maganum á fuglunum sem gerir það að verkum að endurnar upplifa sig saddari en þær eru,“ segir hann. Þótt hóflegar brauðgjafir séu ekki endilega skaðlegar fuglunum, þá fái Tjarnarfuglar of mikið af hvítu brauði. Mælir hann frekar með fersku grænmeti, rúsínum, fræjum og jafnvel ávöxtum. „Hefðin er rík og það er erfitt að venja fólk og endur af brauðinu,“ segir Aron en minnisblað um vökt- un á fuglalífi í Reykjavík í sumar sem Aron vann að var lagt fyrir á fundi umhverfis- og heilbrigðisráðs Reykjavíkur í síðustu viku. Hann segir að almennt sé fjölbreytt fugla- líf í borginni. Við Tjörnina séu andfuglar áber- andi, svo sem stokkendur, álftir, og gargendur, en nokkrum skrefum frá, í Vatnsmýrinni, eru vaðfuglar eins og heiðlóa og spói. „Í Skerjafirði eru svo skemmtilegar fjörur með fjölbreyttu fuglalífi, þar á meðal eru tildrur og lóuþrælar, hettumáfar og kríur.“ n Erfitt að venja bæði fólk og endur af franskbrauðinu Úr minnisblaðinu um brauðgjöf við Tjörnina 9. júlí Krakkar gefa öndum brauð fyrir framan Tjarnarbíó. Fullorðinn maður gefur máfum brauð við Kvennaskólann. 13. júlí Tvö börn með tveimur konum að gefa brauð við Iðnó. Á sama tíma er fullorðinn maður fyrir framan Kvenna- skólann að gefa brauð. Eldri erlendur maður að gefa brauð og morgunkorn við Iðnó strax eftir börnunum. Fjölskylda gefur brauð við Iðnó. 23. júlí Eldri maður með barn að gefa máfum og öndum brauð fyrir framan Tjarnarbíó. 27. júlí Enginn að gefa. 6. ágúst Fullorðinn maður að gefa dúfum og gæsum brauð fyrir framan Iðnó. Krakkar að gefa öllum fuglum brauð (laða m.a. að sér mjög marga æsta sílamáfa) við Tjarnarborg. 1. september Faðir og tvö börn gefa smá á ráðhúsbrúnni. Móðir með eitt barn gefur fyrir framan Iðnó (báðar brauðgjafir voru mjög stuttar og fóru mestallar í máfa. Í seinna skiptið voru þeir mættir í miklum fjölda áður en brauðgjöf byrjaði). Erlent par með tvö börn. Gáfu fyrst og fremst máfum og dúfum fyrir framan Kvennaskólann. Merkilegt nokk er ekki gott fyrir endurnar að fá brauðið. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Aron Alexander Þorvarðarson, líffræðingur ALLAR PIZZUR AF MATSEÐLI Á 1.690 KR. EF ÞÚ SÆKIR, 22.–29. NÓV. 2021 arib@frettabladid.is GJAFALEIKUR Hundrað eintök Fréttablaðsins í dag eru einstök því þar gefur að líta auglýsingu með Emil í Kattholti í stað auglýsingar um gjafabréf Borgarleikhússins. Ef þú lítur á síðuna hér til hægri og sérð mynd af Emil í Kattholti en ekki mynd af gjafabréfi hefur þú unnið þér inn gjafabréf fyrir tvo á sýninguna. Það eina sem þú þarft að gera er að koma með eintakið með myndinni af Emil í miðasölu Borgarleikhússins. n Er Emil í Kattholti í þínu Fréttablaði? 2 Fréttir 24. nóvember 2021 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ Þér er boðið í Kattholt! As tri d L in dg re n Heppnin er með þér að hafa fengið þetta eintak af Fréttablaðinu í dag.Hundrað eintök af blaði dagsins eru nefnilega öðruvísi en öll hin. Blöðin eru einstök að því leyti að þau innihalda þessa síðu sem jafnframt er boðskort fyrir tvo á sýninguna um Emil í Kattholti í Borgarleikhúsinu. Til að fá miðana þína afhenta þarftu að koma í Borgarleikhúsið með þetta eintak af Fréttablaðinu með þér. Til hamingju og góða skemmtun! adalheidur@frettabladid.is STJÓRNMÁL „Þetta verður ekki einfaldasti dagur þingsins, hvorki í umræðu né atkvæðagreiðslu,“ segir Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir, starfandi þingforseti, um verkefni Alþingis á morgun, þegar gengið verður til atkvæða um gildi kosninga. Í greinargerð undirbúnings- nefndar kjörbréfanefndar sem birt var á vef þingsins í gær eru engar tillögur til þingsins. Þær verða sennilega ekki lagðar fram fyrr en á morgun, sama dag og greidd verða um þær atkvæði. Von er á nokkrum tillögum; einni eða tveimur um uppkosn- ingu, einni um þriðju talninguna og einni um staðfestingu allra kjörbréfa, má búast við nokkuð f lókinni atkvæðagreiðslu í þingsal. Þorgerður Katrín segir ómögu- legt að sjá formið á atkvæðagreiðsl- unni fyrir á þessari stundu. Það fari eftir því hvernig tillögurnar líti út. „Við erum að reyna að gera þetta eins vel og hægt er og ætlum að vanda okkur,“ segir Þorgerður og vísar þar bæði til þingmanna og starfsliðs þingsins. Hún mun ræða við formenn allra þingf lokka um dagskrá morgundagsins á fundi klukkan þrjú í dag. Um atkvæðagreiðsluna sjálfa segir Þorgerður: „Ég er sannfærð um að hver og einn þingmaður mun greiða atkvæði eftir sinni sam- visku og sannfæringu, af virðingu við löggjafarvaldið og lýðræðið.“ n Flókin dagskrá á Alþingi á morgun Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir mun stýra þingstörfum á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Við erum að reyna að gera þetta eins vel og hægt er. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, starfandi forseti Alþingis

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.