Fréttablaðið - 24.11.2021, Blaðsíða 6
Þessi vitleysa þýðir að
megnið af Íslandi er
ekki með í leiknum ef
kemur að því að byggja
á rafmagni.
Gunnlaugur
Karlsson, fram-
kvæmdastjóri
Sölufélags garð-
yrkjumanna
Sölufélag garðyrkjumanna
gagnrýnir RARIK vegna
dreifikostnaðar sem bitni
á sumum framleiðendum.
Forstjóri RARIK telur mál-
flutninginn byggðan á mis-
skilningi.
bth@frettabladid.is
LANDBÚNAÐUR Nokkur mismunur
getur orðið á dreifikostnaði raf-
magns eftir landsvæðum. Fyrir-
tæki sem staðsett er á svæði með
innan við 200 íbúa getur þurft
að greiða hærri dreifikostnað en
fyrirtæki á þéttbýlla svæði. Verð-
munurinn getur orðið fyrirstaða
gegn framleiðslu grænmetis og
þar með útf lutningstækifærum,
að sögn Gunnlaugs Karlssonar,
framkvæmdastjóra Sölufélags garð-
yrkjumanna.
Fréttablaðið hefur fjallað um
opnun markaða í Evrópu fyrir
útf lutning á íslensku grænmeti,
ekki síst gúrkum. Talsvert magn
hefur farið á þessu ári til Græn-
lands, Færeyja og Danmerkur. Mikil
eftirspurn er eftir vörunni í vetur,
enda hefur dönskum grænmetis-
bændum í vetrarræktun fækkað
umtalsvert.
Gunnlaugur segir að ógn í þessu
sambandi sé að gjaldskrá RARIK
yfir f lutningskostnað á rafmagni
geri það erfitt fyrir stærri notendur
að byggja upp raforkufrek gróður-
hús, þótt um sé að ræða græna orku.
Gjaldskrá RARIK miðist við fjölda
íbúa á svæðum þar sem fámenn
landsvæði sitji ekki við sama borð
og þéttbýl.
„Þessi vitleysa þýðir að megnið
af Íslandi er ekki með í leiknum ef
kemur að því að byggja á rafmagni.
Það þarf að búa til sérstaka gjald-
skrá fyrir græna starfsemi og koma
á f leiri verkefnum,“ segir Gunn-
laugur.
Útf lutningstækifæri í þessum
efnum séu því aðeins á völdum
svæðum, en þá sé ekki endilega
samasemmerki milli staðhátta,
innviða og kunnáttu. Ótækt sé að
setja sérstakt álag fyrir það eitt að
notandi búi á fámennu svæði. Mis-
réttið einskorðist ekki við matvæla-
framleiðslu.
Gunnlaugur nefnir sem dæmi að
bændur á Reykholtssvæðinu gætu
þurft að greiða um 50 milljónir
króna á ári ef þeir hygðust næla sér
í tvö megavött af raforku. Ef annar
framleiðandi á Reykjanesi ætlaði
sér að kaupa sama magn af raf-
orku af HS Orku þyrfti sá aðeins að
greiða 12,5 milljónir króna.
Tryggvi Þór Haraldsson, for-
stjóri RARIK, segir misskilning
einkenna gagnrýni Sölufélags garð-
yrkjumanna. Fráleitt sé að dæmi
Gunnlaugs eigi við rök að styðjast.
Tryggvi telur hugsanlegt að Gunn-
laugur gleymi flutningskostnaðin-
um frá Landsneti sem sé innifalinn í
taxta RARIK en ekki hjá HS-Veitum.
Hitt sé rétt að dreifikostnaður
raforku í dreif býli sé enn þá hærri
en í þéttbýli, en einkum til smærri
notenda. Það gildi bæði hjá RARIK
og Orkubúi Vestfjarða. Um lítinn
mun sé að ræða sem fari minnk-
andi. Stjórnvöld hafi verið að jafna
bilið, stefna stjórnvalda sé að reyna
að jafna muninn alveg út svo allir
sitji við sama borð.
Tryggvi Þór bendir á að hluti
jöfnunar til garðyrkjubænda eigi
sér stað í gegnum búvörusamning.
Það sé ekki hlutverk RARIK heldur
stjórnvalda að taka ákvörðun um
hvort umbuna skuli fyrir græna
orku eða ekki. ■
Dreifikostnaður á raforku sagður
hindrun í útflutningi á grænmeti
Framkvæmda-
stjóri Sölufélags
garðyrkju-
manna telur
dreifikostnað
á raforku koma
í veg fyrir að
gróðurhúsa-
rækt þrífist sem
skyldi á sumum
landsvæðum.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ERNIR
arib@frettabladid.is
REYKJAVÍK Marta Guðjónsdóttir,
borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins,
lagði til á fundi skóla- og frístunda-
ráðs í gær að viðhaldsmál Haga-
skóla verði á dagskrá næsta fundar
ráðsins. Þá fer hún fram á að skýrsla
verkfræðistofunnar Mannvits um
húsnæðið frá því í apríl síðastliðn-
um verði lögð fram.
Hún segir það vekja furðu að
Vill fá skýrslu um húsnæði Hagaskóla
Marta Guð-
jónsdóttir,
borgarfulltrúi
Sjálfstæðis-
flokksins
málið hafi ekki verið sérstaklega á
dagskrá í gær í ljósi frétta af myglu í
húsnæðinu. Hluti nemenda stundar
nám í húsnæði Hótels Sögu á meðan
ein álman er lokuð.
„Svona alvarlegt mál hefði þurft
að taka fyrir án tafar,“ segir Marta.
Þá sé dæmi um að starfsmaður skól-
ans hafi farið í veikindaleyfi sem
rekja mætti til myglu. „Það er líka
ámælisvert að árið 2019 voru engin
sýni um myglu tekin þegar fjöldi
nemenda og starfsmanna Haga-
skóla sýndi einkenni sem bentu til
að skólahúsnæðið væri heilsuspill-
andi.“
Marta segir að hún viti um
skýrslu Mannvits en hún hafi aldrei
verið lögð fram. „Þessi skýrsla hefði
þurft að liggja fyrir. Ég hef ekki haft
aðgang að henni og hef því ekki
lesið hana en að öllum líkindum
varpar hún veigamiklu ljósi á alvar-
legt ástand skólahúsnæðisins.“ ■
svavamarin@frettabladid.is
DÓMSMÁL Réttarhöldin yfir Flemm-
ing Mogensen hefjast í dag. Hann
hefur játað að hafa myrt Freyju
Egilsdóttur í janúar síðastliðnum.
Í viðtali við danska fjölmiðla í gær
lýsti Alex Mogensen, sonur Flemm-
ings, föður sínum sem afar reiðum
en veikum manni. „Hann fékk ekki
þá aðstoð sem hann óskaði eftir og
hefði líklega verið hægt að komast
hjá því sem gerðist,“ segir Alex.
Flemming varð móður Alex að
bana árið 1995.
Alex kvaðst hafa spurt Freyju
nokkrum dögum fyrir morðið hvort
hún óttaðist að Flemming myndi
gera henni mein og hún svarað því
játandi. ■
Nánar á frettabladid.is
Bar ugg í brjósti
Freyja
Egilsdóttir
bth@frettabladid.is
JAFNRÉTTI Landssamband lögreglu-
manna hefur hvorki heyrt frá dóms-
málaráðherra né ríkissaksóknara
eftir að félagið bað um að ríkissak-
sóknari rannsakaði ummæli Þor-
bjargar Ingu Jónsdóttur lögmanns.
Þorbjörg Inga sagði að hjá lögreglu
og dómstólum væri gerður manna-
munur eftir þjóðfélagsstöðu.
Ummælin fóru illa í lögreglumenn,
ekki síst því Þorbjörg Inga er í nefnd
um eftirlit með lögreglumönnum.
„Nei, það hefur í raun ekkert gerst,
nema að Ríkislögreglustjóri er að
kanna með hvaða hætti þau geta
brugðist við ósk ráðherrans um að
kanna þetta mál. Við höfum ekkert
heyrt beint sjálf frá ráðherranum eða
ríkissaksóknara,“ segir Fjölnir. ■
Hafa ekkert heyrt
frá ráðherranum
Fjölnir
Þorgeirsson
6 Fréttir 24. nóvember 2021 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ