Fréttablaðið - 24.11.2021, Síða 8
Það er ótrúlegt að
þriðjungur lands-
manna fylgi ekki
vísindalegum niður-
stöðum.
Joachim Sauer, eiginmaður
Merkel
Reynt er að ná til allra
barna fimm ára og
yngri.
Í Finnlandi, Svíþjóð,
Danmörku og Noregi
eru engin fjarlægðar-
mörk. Þá eru engar
fjöldatakmarkanir í
Svíþjóð, Danmörku og
Noregi.
Smit og aðgerðir á
Norðurlöndunum
Engar fjöldatakmarkanir
Svíþjóð
Danmörk
Noregur
Engin fjarlægðarmörk
Finnland
Svíþjóð
Danmörk
Noregur
Engin grímuskylda
Finnland
Svíþjóð
Danmörk
Noregur
HEIMILD: COVID.IS OG
UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ
Danmörk 629
Ísland 584,7*
Noregur 390
Finnland 165
Svíþjóð 101
14 daga nýgengi smits á
hverja 100.000 íbúa
*Nýgengi á Íslandi miðast við
23.11.21 en önnur lönd við 19.11.21
Engar fjöldatakmarkanir eru
í gildi í Noregi, Svíþjóð eða
Danmörku en í síðastnefnda
landinu er nýgengi smits það
mesta á Norðurlöndunum.
Ísland er eina ríki Norður-
landanna þar sem enn eru
fjarlægðarmörk og grímu-
skylda.
mhj@frettabladid.is
COVID-19 Samkvæmt ferðaráðum
utanríkisráðuneytisins sem voru
uppfærð síðastliðinn föstudag
er Ísland eina landið af Norður-
löndunum þar sem grímuskylda
er í almenningsrýmum um þessar
mundir.
Í Danmörku er aðeins grímu-
skylda á f lugvöllum en þó mælt
með grímunotkun við ákveðnar
aðstæður. Í Finnlandi er engin
skylda heldur en mælt með notkun
í annasömum opinberum rýmum
innandyra. Þá er ekki grímuskylda
í Noregi og Svíþjóð og engin tilmæli
um slíkt.
Á Íslandi voru reglur hertar á ný
12. nóvember og er skylt að nota
grímu alls staðar þar sem ekki er
hægt að virða eins metra reglu, svo
sem í verslunum, almenningssam-
göngum og starfsemi sem krefst
nándar, til dæmis á hárgreiðslu-
stofum.
Í Finnlandi, Svíþjóð, Danmörku
og Noregi eru engin fjarlægðar-
mörk. Þá eru engar fjöldatakmark-
anir í Svíþjóð, Danmörku og Nor-
egi. Á sama tíma miðast almennar
fjöldatakmarkanir á Íslandi við
50 manns en í því felst að f leiri en
50 mega ekki koma saman, hvort
heldur er inni eða utandyra, í opin-
berum rýmum eða einkarýmum.
Samkvæmt utanríkisráðuneytinu
eru Finnar með fjöldatakmarkanir í
gildi upp að vissu marki á veitinga-
stöðum og börum. Þar eru einnig
takmarkanir á afgreiðslutíma og
fjölda viðskiptavina eftir svæðum.
Þá verður að hafa í hug að smit-
fjöldinn er mismunandi á Norður-
löndunum en Danmörk leiðir Norð-
urlöndin þegar litið er til nýgengis
smits með 629 smit á hverja 100.000
íbúa síðustu 14 daga (miðað við
19. nóvember).
Ísland er þar í öðru sæti með 584,7
smit á hverja 100.000 íbúa á síðustu
14 dögum (miðað við 23. nóvember).
Noregur kemur þar á eftir með 390
smit á hverja 100.000 íbúa.
Finnland kemur þar á eftir með
165 smit en athygli vekur að Svíþjóð
rekur lestina með einungis 101 smit
á hverja 100.000 íbúa en Svíar hafa
verið með afar vægar aðgerðir í gildi
í faraldrinum.
Hvað varðar landamærin eru
engar landamæratakmarkanir í Sví-
þjóð fyrir þá sem ferðast frá Íslandi
eða öðrum Norðurlöndum til Sví-
þjóðar. Svíþjóð er einnig eina ríki
Norðurlandanna sem krefst ekki
forskráningar við komu til landsins.
Í Noregi er landið opið fyrir
alla útlendinga sem hafa leyfi til
að ferðast til Noregs samkvæmt
útlendingalögum landsins. Allir
eldri en 16 ára, sem ferðast til Nor-
egs, þurfa að sýna fram á forskrán-
ingu.
Mismunandi sóttvarnareglur
gilda við komu til Finnlands en far-
þegar frá lágáhættusvæðum eru
undanþegnir öllum sóttvarnaráð-
stöfunum. Íslendingar þurfa ekki
að sýna fram á neikvæða skimun
við komuna til Danmerkur en Danir
krefjast hins vegar bólusetningar-
vottorðs. Engin forskráning er nauð-
synleg í Danmörku.
Bólusettir Norðurlandabúar sem
ætla til Íslands þurfa aftur á móti
að framvísa neikvæðu Covid-prófi
áður en farið er um borð í f lugvél.
Forskráningar er einnig krafist en
þeir sem geta ekki framvísað vott-
orði um neikvætt PCR-próf eða
hraðpróf á landamærum Íslands fá
100 þúsund króna sekt og eru skyld-
aðir í sýnatöku á landamærunum. ■
Sérstaða Íslands meðal Norðurlanda
Bólusettir ferðamenn frá Norðurlöndunum þurfa að framvísa neikvæðu PCR-prófi á landamærum Íslands.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI.
kristinnhaukur@frettabladid.is
ÞÝSKALAND Joachim Sauer, eigin-
maður Angelu Merkel kanslara,
hefur sakað þá Þjóðverja sem ekki
hafa þegið bólusetningu við Covid -
19 um leti. 32 prósent Þjóðverja eru
óbólusett sem er hærra hlutfall en í
mörgum nágrannaríkjum.
„Það er ótrúlegt að þriðjungur
landsmanna fylgi ekki vísinda-
legum niðurstöðum. Þetta er að
hluta til út af leti og andvaraleysi
Þjóðverja,“ sagði Sauer í viðtali við
ítalska dagblaðið La Republica en
ummælin vöktu athygli eftir að þau
voru birt í þýska blaðinu Die Welt.
Sauer er efnafræðingur líkt og
Merkel og er prófessor emeritus
við Humboldt-háskólann í Berlín.
Sauer og Merkel hafa verið gift
síðan árið 1998 en Sauer hefur að
mestu reynt að halda sig utan sviðs-
ljóssins.
Í viðtalinu sagði Sauer hið lága
hlutfall sérstaklega grátlegt í ljósi
þess hversu hratt vísindamenn
hefðu náð að búa til bóluefni og
dreifa því. Hann sagði þó að ekki
væri hægt að skýra hlutfallið að
öllu leyti með leti. Hluti fólks væri
andvígur því að fá bólusetningu. ■
Eiginmaður Merkel segir leti aftra bólusetningu
Sauer hefur að mestu haldið sig
utan sviðsljóssins. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
kristinnhaukur@frettabladid.is
SPÁNN Yfirvöld á Kanaríeyjum hafa
fyrirskipað þrjú þúsund manns
á eyjunni La Palma að halda sig
innandyra. Hraun flæðir nú út í sjó
með tilheyrandi hættu á að eitruð
gös losni út í andrúmsloftið.
Miguel Angel Morcuende, yfir-
maður hjá jarðhræringahætturáði
Kanaríeyja, Pevloca, tilkynnti að
íbúar í sjávarþorpum nærri staðn-
um þar sem hraunið fer nú í sjóinn
skyldu halda sig á heimilum sínum.
Þetta er í þriðja sinn sem hraun fer
út í sjó síðan eldfjallið Cumbre Vieja
byrjaði að gjósa þann 19. september.
Öllu flugi til og frá La Palma var
aflýst á mánudag vegna öskufalls,
en það var þriðji dagurinn í röð sem
samgöngur raskast vegna eldgoss-
ins. 85 þúsund manns búa á eyjunni
og hafa nú þegar 1.500 byggingar
farið undir hraun. ■
Skipa þúsundum
að halda sig inni
Gashætta er þegar hraunið rennur
til sjávar á La Palma. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
kristinnhaukur@frettabladid.is
SVÍÞJÓÐ Í Stokkhólmi fara nú fram
réttarhöld yfir Hamid Noury, sex-
tugum manni sem sakaður er um
stríðsglæpi í Íran árið 1988.
Amnesty og fleiri mannréttinda-
samtök hafa sagt þetta tímamóta-
réttarhöld. Samkvæmt sænskum
lögum er hægt að sakfella fólk
fyrir alvarlega glæpi, eins og morð
eða stríðsglæpi, sem framdir eru í
öðrum löndum.
Noury var fangavörður í fang-
elsinu Gohardasht, nærri höfuð-
borginni Teheran, sumarið 1988
er æðstiklerkurinn Ayatollah Kho-
meni fyrirskipaði morð á fimm þús-
und meðlimum samtakanna MEK
sem börðust bæði með vopnum og
áróðri gegn klerkastjórninni.
Noury er sakaður um að taka
óbeinan þátt í réttarmorðum og
aftökum, meðal annars með því að
færa fanga á aftökustaði og safna
upplýsingum um fanga fyrir klerka-
stjórnina. Hann neitar alfarið sök.
„Ég sá hann á dauðadeildinni.
Í hvert skipti sem nöfn voru lesin
upp fylgdi hann þeim að dauðaklef-
anum. Það liðu kannski 45 mínútur
þangað til næsta nafn var lesið upp.
Svo næsta og næsta,“ sagði Reza
Falahi við fréttastofuna AFP. Falahi
var í Gohardasht og varð vitni að
voðverkunum árið 1988.
Málið hefur vakið nokkra athygli
í Íran. Þar eru ennþá við völd menn
sem taldir eru hafa komið að voða-
verkunum. Þar á meðal Ebrahim
Raisi forseti sem hefur þvertekið
fyrir að hafa tekið beinan þátt.
Fyrr á árinu var kallað eftir rann-
sókn á aftökunum í Íran. ■
Svíar rétta vegna stríðsglæpa í Gohardasht-fangelsinu í Íran
Teikning af Noury og lögmanni hans
Thomas Soderqvist. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
kristinnhaukur@frettabladid.is
GAMBÍA Eftir að tilfelli af löm-
unarveiki uppgötvuðust í Gambíu
í vesturhluta Afríku í ágúst ákváðu
stjórnvöld að hefja bólusetningar-
átak. Í haust hefur verið reynt að ná
til allra barna, fimm ára og yngri,
og bólusetja þau með svokölluðu
OPV-bóluefni. Er því ekki sprautað
í vöðva heldur gleypa börnin tvo
dropa af efninu í vökvaformi.
Heilbrigðisstarfsfólk í Gambíu
hefur hins vegar sagt átakið ganga
illa því margir foreldrar neiti að láta
bólusetja börnin sín. Telur starfs-
fólkið að áróður gegn bóluefni við
Covid-19 sé farinn að smitast yfir í
aðrar bólusetningar. ■
Bólusetning gegn
lömunarveiki
gengur illa
8 Fréttir 24. nóvember 2021 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ