Fréttablaðið - 24.11.2021, Qupperneq 14
Þetta er einfaldlega allt
önnur vara. Miklu
hreinna bragð því um
er að ræða ferskt græn-
meti en þetta er líka
sterkt eins og eftir-
líkingin, með góðu
eftirbragði.
Óli Hall, sölu- og markaðsstjóri
Nordic Wasabi
Ágúst Heiðar og
Bjarni Bragi munu
þróa gagnadrifnar
og snjallar lausnir
og veita ráðgjöf um
hagnýtingu gagna og
gervigreindar tækni.
FJÁRFESTING Í SJÓÐUM
ER GÓÐUR VALKOSTUR
TIL AÐ ÁVAXTA PENINGA TIL
SKEMMRI OG LENGRI TÍMA
Kynntu þér árangur og úrval
ÍV sjóða á WWW.IV.IS
magdalena@frettabladid.is
Einu sinni á ári renna allar þókn-
anatekjur Fossa markaða til góðs
málefnis. Starfsfólk Fossa velur mál-
efnið hverju sinni.
„Afar ánægjulegt er að geta, í
samstarfi við viðskiptavini og sam-
starfsaðila, staldrað aðeins við og
þakkað fyrir það sem vel er gert.
Starfsfólk Fossa velur á ári hverju
málefni til að styðja og sýnist mér,
sem endranær, afar vel hafa tekist
til,“ segir Haraldur Þórðarson,
forstjóri Fossa markaða, en Takk
dagur Fossa fer fram í sjöunda sinn
á morgun, fimmtudag.
Á Takk daginn í ár renna allar
þóknanatekjur Fossa til þess að
koma varanlegu húsnæði yf ir
nýhafna starfsemi Jafningjaseturs
Reykjadals. „Jafningjasetrið hóf
starfsemi í Hafnarfirði í haust og
var gríðarvel tekið,“ segir Haraldur.
Um er að ræða félagsmiðstöð fyrir
börn og ungmenni með fötlun eða
sérþarfir. „Starfsemin fer nú fram í
tímabundnu húsnæði og ánægjulegt
er að styðja við að hún fái varan-
legan samastað.“
Auk Fossa taka Kauphöllin (Nas-
daq Iceland) og uppgjörsfyrirtækið
T Plús þátt í Takk deginum með því
að fella niður öll gjöld af viðskipt-
um Fossa innan dagsins og renna
þau í staðinn til söfnunarinnar.
Þá gefur auglýsingastofan TVIST
vinnu sína sem tengist deginum.
Alla jafna hefur afrakstri dagsins
verið fagnað með gleðskap í lok
dags, en í fyrra setti heimsfaraldur
Covid-19 strik í þann reikning og
sama er uppi á teningnum núna.
Því er farin svipuð leið og í fyrra
þegar deginum var fagnað með
rafrænum hætti. Þá var leitað lið-
sinnis „hraðfréttamanna“ til að
búa til „Takk-fréttastofu“, en í ár
halda leikkonurnar Saga Garðars-
dóttir og Katrín Halldóra Sigurðar-
dóttir uppi fjörinu á Takk daginn
með skemmtiatriðum og stuttum
myndböndum. n
Takk dagur Fossa tileinkaður
Jafningjasetri Reykjadals
Haraldur
Þórðarson,
forstjóri Fossa
markaða
helgivifill@frettabladid.is
Tækni- og ráðgjafarfyrirtækið Data-
Lab hefur ráðið til starfa tvo unga
sérfræðinga, Bjarna Braga Jóns-
son og Ágúst Heiðar Gunnarsson.
Þeir luku nýverið framhaldsnámi
erlendis með sérhæfingu í gagna-
vísindum. Þetta kemur fram í til-
kynningu.
Hjá DataLab munu Ágúst Heiðar
og Bjarni Bragi þróa gagnadrifnar og
snjallar lausnir og veita íslenskum
fyrirtækjum og stofnunum ráðgjöf
um hagnýtingu gagna og gervi-
greindartækni í starfsemi sinni.
Ágúst Heiðar lærði fjármálaverk-
fræði í Háskólanum í Reykjavík og
lauk M.Sc.-prófi í Data Science í UCL
í London árið 2020.
Að loknu grunnnámi starfaði
Ágúst Heiðar hjá Kviku eignastýr-
ingu þar sem hann fékkst einkum
við þróun gagnainnviða og sjálf-
virknivæðingu.
Bjarni Bragi lærði eðlisfræði og
hugbúnaðarverkfræði í Háskóla
Íslands og lauk M.Sc.-prófi í eðlis-
fræði frá ETH í Zürich í Sviss árið
2017. Að námi loknu starfaði Bjarni
hjá ráðgjafarfyrirtækjum í Zürich
þar sem hann vann ýmis gagnadrif-
in verkefni tengd fjármálageiranum,
bæði í Zürich og London. Samhliða
námi á Íslandi starfaði Bjarni Bragi
hjá Veðurstofunni og Datamarket.
DataLab er tækni- og ráðgjafar-
fyrirtæki stofnað árið 2016. Lausnir
DataLab eiga það sameiginlegt að
hagnýta gögn og aðferðir úr smiðju
gagnavísinda og gervigreindar. n
Tveir til DataLab
Bjarni Bragi Jónsson og Ágúst Heiðar
Gunnarsson luku nýverið námi í
gagnavísindum. MYND/AÐSEND
Nordic Wasabi er eitt af þeim
sex fyrirtækjum sem taka
þátt í nýsköpunarhraðlinum
Til sjávar og sveita. Fyrir-
tækið sérhæfir sig í ræktun á
hágæða wasabi-rót og selur
vöruna til margra af bestu
veitingahúsum í heimi.
magdalena@frettabladid.is
Nýsköpunar fyrirtækið Nordic
Wasabi sérhæfir sig í ræktun á
hágæða wasabi-rót. Fyrirtækið er
eitt af þeim sex fyrirtækjum sem
taka þátt í nýsköpunarhraðlinum
Til sjávar og sveita í ár.
„Við stofnuðum fyrirtækið Jurt
árið 2015 en hugmyndin kviknaði í
verkfræðinámi við Háskóla Íslands.
Við vonumst til þess að þátttaka
okkar í Til sjávar og sveita skili
okkur aukinni þekkingu og nýjum
tólum til þess að halda áfram upp-
byggingu á vörumerki okkar á
erlendum mörkuðum. Við höfum
byggt upp útf lutning á vörum
okkar síðustu ár og höfum komið
vörunni inn á bestu veitingahús í
heimi,“ segir Ragnar Atli Tómas-
son, stofnandi og framkvæmda-
stjóri fyrirtækisins, og bætir við að
í framleiðslunni nýti þeir sér sér-
stöðu Íslands.
„Í framleiðslunni nýtum við
okkur þær auðlindir sem Ísland
hefur upp á að bjóða. Ferska vatnið
okkar er það hreinasta í heimi og
við eigum mestu vatnsbirgðir á íbúa
í heimi. Síðan má ekki gleyma raf-
magninu og jarðvarmanum sem er
allt úr endurnýjanlegum orkugjöf-
um. Það sem við erum að gera er að
búa til alveg nýja útflutningsvöru.
Við erum fyrsta fyrirtækið til að
f lytja út grænmeti á Íslandi. Við
höfum verið að rækta grænmeti á
Íslandi og getum í raun ræktað allt
sem okkur dettur í hug í gróður-
húsum. Við höfum ræktað kál,
tómata og paprikur en við áttuðum
okkur snemma í ferlinu á því að við
þurfum að gera eitthvað annað en
það sem allir aðrir eru að gera því
við erum ekkert að fara að keppa í
verði á innlenda markaðnum.
Við erum að keppa í gæðum og
viðskiptavinir okkar eru veitinga-
staðir í Evrópu,“ segir Ragnar og
bætir við að það sé mikill munur
á því ferska wasabi sem þeir bjóða
upp á og því hefðbundna sem fá má
á sushi-stöðum.
„Wasabi-plantan vex í fjalllend-
inu í Japan og er talin vera erfiðasta
planta í heiminum til að rækta
en við höfum náð að rækta hana í
gróðurhúsum. Það wasabi sem fólk
fær með sushi er í raun ekki eigin-
legt wasabi því það er búið til úr
gerviefnum. Við ræktum aftur á
móti ferskt wasabi frá þessari jap-
önsku plöntu.“
Óli Hall, sölu- og markaðsstjóri
Nordic Wasabi, segir að það sé mik-
ill bragðmunur á fersku wasabi og
því sem er búið til úr gerviefnum.
„Þetta er einfaldlega allt önnur vara.
Miklu hreinna bragð því um er að
ræða ferskt grænmeti en þetta er
líka sterkt eins og eftirlíkingin, með
góðu eftirbragði,“ segir Óli og bætir
við að það sé mikilvægt að mat-
reiða rótina á réttan hátt. „Það er
mjög mikilvægt að rífa rótina niður
á ákveðinn hátt því annars kemur
ekki rétt bragð. Þessi rót er ekki eins
og gulrót sem hægt er bara að bíta
í heldur þarf að útbúa hana á sér-
stakan hátt.“
Aðspurður hvernig fyrirtækinu
hafi gengið segir Óli að starfsemin
hafi gengið vonum framar. „Þetta
er búið að ganga virkilega vel og við
sjáum ekki aðeins áhuga hjá veit-
ingastöðum heldur sjáum við líka
sívaxandi áhuga hjá einstaklingum.
Fólki sem er að elda heima og vill
prófa eitthvað nýtt.
Við erum með vefverslun þar sem
við seljum allar þær græjur sem til
þarf til að búa til hágæða wasabi.
Gjafaöskjurnar okkar eru vinsæl
tækifærisgjöf en þær innihalda tól
til wasabi-gerðar og wasabi-rótina
sjálfa. Við seldum mikið af þessu
fyrir jólin í fyrra og bjóðum aftur
upp á þetta í ár. Þetta er í raun upp-
lifun sem við erum að selja.“
Ragnar bætir við að þeir hafi
einnig opnað verslun á Skólavörðu-
stíg 40 þar sem hægt er að nálgast
vörurnar og fá fræðslu um wasabi-
rótina og matargerð í tengslum við
hana. n
Vilja bjóða upp á einstaka upplifun
Óli Hall, sölu- og
markaðsstjóri
Nordic Wasabi,
og Ragnar Atli
Tómasson,
stofnandi og
framkvæmda-
stjóri fyrir-
tækisins.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ERNIR
14 Fréttir 24. nóvember 2021 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMARKAÐURINN FRÉTTABLAÐIÐ 24. nóvember 2021 MIÐVIKUDAGUR