Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.11.2021, Qupperneq 17

Fréttablaðið - 24.11.2021, Qupperneq 17
Það voru sem sagt menn á Íslandi sem voru á móti því að Íslendingar mættu kaupa bjór. Eruð þið ekki hissa og kjaft- stopp að heyra þessa söguskýringu? Börn og ungmenni í Laugardal eiga betra skilið. SVARTUR FÖSTUDAGUR Spennandi tilboð í verslun Iðnvéla 22.-28. nóvember 2021 Í HEILA VIKU! Skoðaðu öll tilboðin á www.idnvelar.is Iðnvélar ehf | Smiðjuvegi 44-46 | 200 Kópavogur | s: 414-2700 | sala@idnvelar.is | www.idnvelar.is Tilefni skrifa minna er viðtal við Jón Arnór Stefánsson, fyrrverandi körfuknattleiksmann, sem birtist á Stöð 2/Visir.is en þar rifjar hann upp þegar hann sem ungur drengur búsettur í Laugardalnum þurfti að leita út úr hverfinu til að stunda sína eftirlætisíþrótt. Þegar Jón Arnór lítur yfir sviðið í dag, 30 árum síðar, sér hann óbreytta stöðu í hverfinu hvað varðar aðstöðu fyrir iðkun inniboltagreina fyrir sín börn. Í Laugardalnum eru glæsilegustu mannvirki landsins sem borgin hefur á liðnum árum byggt upp af myndarskap. Öll þessi mannvirki eru hugsuð frekar til notkunar fyrir alla landsmenn en íbúa Laugardals. Ég nefni Laugardalsvöllinn, Laugar- dalshöllina og sundlaugarnar í Laugardal. Í dalnum eru einnig sér- greinafélög sem sinna öllu höfuð- borgarsvæðinu s.s. TBR en þar er leikið badminton og borðtennis, SR með sína skautahöll, fimleikahús Ármanns, frjálsíþróttahöllin og loks íþróttahús fatlaðra við Hátún 14. Þegar svæðið, sem afmarkast af Sæbraut frá Katrínartúni/Höfða- túni og austur að Elliðaám og Suður- landsbraut vestur að Katrínartúni/ Höfðatúni, er skoðað sést að það er ekkert íþróttahús á þessu svæði til að stunda hefðbundnar innibolta- greinar s.s. körfubolta, handbolta eða blak sem íþróttafélag/félög hefur stjórn á til að skipuleggja og stjórna íþróttastarfi í hverfinu. Frá því að ég flutti í hverfið 1984 og fór að fylgjast með hefur lítið breyst. Ég starfaði við skólamál í dalnum í rúm þrjátíu ár og á þeim tíma var stöðugt bent á aðstöðuleysi skólanna, einkum Laugalækjar- skóla. Vinnuhópar voru stofnaðir, íþróttafélögin mynduðu þrýstihópa en ekkert hefur þokast áfram. Í Fréttablaðinu fyrir skömmu birtist greinin „Það vantar hús“ eftir Viggó H. Viggósson, stjórnarmann í ÍBR. Í greininni kynnir hann hug- mynd sem rædd hefur verið innan ÍBR í nokkurn tíma um uppbygg- ingu íþróttamannvirkis í Laugar- dalnum. Þessi hugmynd myndi í senn leysa fjölmörg vandamál s.s. aðstöðu fyrir landslið í innibolta- greinum, vanda Ármanns/Þróttar og skólanna í hverfinu og um leið vanda fjölmargra annarra íþrótta- greina. Ég bind vonir við að ríki, borg og sérsambönd ÍSÍ skoði þessa hugmynd enn frekar. Ég hef setið í stjórn ÍBR í 10 ár. Á þessum árum hef ég bent á það aðstöðuleysi sem íþróttafélögin og skólarnir í Laugardal búa við. Þrátt fyrir góða umræðu og velvilja þá hefur ekkert gerst. Börn og ung- menni í Laugardal eiga betra skilið. Á meðan ríki og borg eru í störu- keppni um þjóðarhöll gerist fátt. Þessi vonda staða bitnar ekki bara á körfu-, handbolta- og blakfólki, hún bitar miklu meira á börnum og ungmennum í Laugardalnum. Mér hefur fundist á liðnum árum íbúar dalsins hafa sýnt borgaryfirvöldum mikla þolinmæði og ekki myndað þann þrýsting sem þarf til að þoka málum áfram. Ég vona að Jón Arnór og hans góði hópur haldi áfram að benda á aðstöðuleysið og myndi þrýstihóp til að þoka þessu máli áfram – það eru kosningar í vor. n Störukeppni ríkis og borgar bitnar á börnum og ungmennum í Laugardal Björn M. Björgvinsson meðstjórnandi í stjórn Íþrótta- bandalags Reykjavíkur Þessi grein er ætluð þér, lesandi góður, sem ert á aldrinum átján til fjörutíu ára og er bæði söguskýring sem þú trúir kannski ekki, en jafn- framt hugsun fyrir þig til framtíðar. Snemma í byrjun síðustu aldar voru menn á Íslandi á móti sím- anum. Aðeins seinna á síðustu öld voru menn á Íslandi á móti áfengis- neyslu og sölu áfengis. Á sjöunda áratug síðustu aldar voru menn á Íslandi á móti sjónvarpsútsend- ingum og enn síðar voru menn á Íslandi á móti því að sjónvarpsút- sendingar yrðu sendar út í lit! En haldið ykkur nú fast, því næsta söguskýring er nær ykkur í tíma. Seinni part síðustu aldar, og þetta er alveg satt, máttu Íslendingar ekki kaupa bjór á Íslandi og enginn Íslendingur gat drukkið bjór nema fá hann með ákveðnum króka- leiðum. Það voru sem sagt menn á Íslandi sem voru á móti því að Íslendingar mættu kaupa bjór. Eruð þið ekki hissa og kjaftstopp að heyra þessa söguskýringu ? Nú er ég ekkert sérstaklega að mæla með bjórdrykkju þótt mér finnist kaldur bjór í f lösku góður, en jafnaldrar ykkar í Skandinavíu og annars staðar í Evrópu vita nákvæmlega hvað bjórinn sem þau drekka næsta sumar og þar- næsta sumar mun kosta í gjald- miðli þeirra heimalands. Bjórinn mun kosta það sama og hann kost- ar í dag. Það eru menn á Íslandi sem eru enn á móti því að þið fáið að vita hvað bjórinn ykkar kostar í íslenskum krónum fyrir næstu jól! n Bjórinn og íslenska krónan Karl Guðlaugsson tannlæknir og MPM MIÐVIKUDAGUR 24. nóvember 2021 Skoðun 17FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.