Fréttablaðið - 24.11.2021, Síða 24
Við vorum með fjóra
til fimm landsliðs-
menn í leikmanna-
hópnum í fyrra en
núna er stór hluti
hópsins landsliðs-
konur.
Dagný Brynjarsdóttir
n Utan vallar
hoddi@frettabladid.is
Ársþing KSÍ er í febrúar og er víða
pottur brotinn enda hefur Knatt-
spyrnusambandið þurft að eiga við
mörg erfið mál undanfarið en ekk-
ert af þeim tengist því sem gerist
innan vallar.
Á ársþingi sambandsins í febrúar
verður kosið um formann og stjórn.
Vanda Sigurgeirsdóttir, sem kosin
var til bráðabirgða, setur stefnuna
á endurkjör og mátti heyra á henni
í útvarpsþætti Fótbolta.net á laugar-
dag að hún væri að undirbúa kosn-
ingabaráttuna. Ætlar Vanda að fara
að ferðast um landið á næstu vikum
og ræða við félögin.
Af samtali mínu við fólk í hreyf-
ingunni er ljóst að Vanda fær mót-
framboð. Á bak við tjöldin eru
aðilar sem skoða nú hvort þeir eigi
möguleika á því að ná kjöri. Vanda
er auðvitað nýlega tekin við en hún
hefur notið vinsælda hjá mörgum
og ljóst að baráttan um stólinn
verður áhugaverð í febrúar.
Fyrir fjórum árum steig Björn
Einarsson fram með þá hugmynd
að formaður KSÍ yrði ekki í fullu
starfi. Björn bauð sig fram gegn
Guðna Bergssyni en náði ekki kjöri.
Hugmyndin er þó enn góð og gild og
ljóst að hún gæti fengið hljómgrunn
í febrúar.
Hugmynd Björns var á þá leið
að formaður myndi stjórna sam-
bandinu í gegnum stjórnarfundi
einu sinni í viku en framkvæmda-
stjóri myndi sjá um reksturinn og
yfirmaður knattspyrnumála sæi
um hlutina sem gerast innan vallar.
Það þarf að horfa til framtíðar og
þetta gæti verið ein leið til þess að
fara nýja leið á skrifstofu KSÍ. n
Kosningabarátta hafin í Laugardal
20 Íþróttir 24. nóvember 2021 MIÐVIKUDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 24. nóvember 2021 MIÐVIKUDAGUR
Staðan hjá West Ham, liði
Dagnýjar Brynjarsdóttur,
hefur breyst mikið frá því að
hún mætti til liðsins. Eftir að
hafa bjargað sér frá falli í vor
er liðið núna í baráttunni um
sæti sem veitir rétt til þess að
spila í Meistaradeildinni.
hjorvaro@frettabladid.is
FÓTBOLTI Dagný Brynjarsdóttir,
landsliðskona í fótbolta, skoraði
sigurmark West Ham United þegar
liðið lagði Tottenham Hotspur að
velli með einu marki gegn engu í
ensku úrvalsdeildinni um síðustu
helgi. Dagný var svo valin í lið
vikunnar fyrir frammistöðu sína í
leiknum.
Dagný gekk til liðs við West Ham
United í lok janúar síðastliðins en þá
var liðið í slæmri stöðu í fallbaráttu
ensku úrvalsdeildarinnar en tókst
hins vegar að bjarga sér frá falli.
Sigur Hamranna gegn Tottenham
Hotspur þýðir að liðið er með tólf
stig eftir átta umferðir og er þremur
stigum frá sæti sem veitir þátttöku-
rétt í Meistaradeild Evrópu á næstu
leiktíð. Einungis fimm stig skilja
raunar að liðin sem sitja í þriðja til
tíunda sæti deildarinnar.
Landslagið allt annað núna
„Ég vissi það þegar ég kom til West
Ham United að planið var að styrkja
liðið umtalsvert og það var gert
í sumar. Við vorum með fjóra til
fimm landsliðsmenn í leikmanna-
hópnum í fyrra en núna er stór
hluti hópsins landsliðskonur,“ segir
Dagný sem var að skora sitt annað
mark í deildinni á yfirstandandi
leiktíð í sigrinum gegn Tottenham
Hotspur.
„Það fóru frá okkur rúmlega tíu
leikmenn eftir síðustu leiktíð og
við fengum svipaðan fjölda inn í
hópinn í staðinn. Svo vorum við
með leikmenn á Ólympíuleikunum
þannig að í upphafi tímabilsins var
ég að spila með leikmönnum sem ég
þekkti lítið sem ekkert.
Við höfum hins vegar náð að stilla
saman strengi okkar fljótt og vel og
erum í fínni stöðu í deildinni. Það
eru hins vegar þrír leikir sem sitja
í okkur en í þeim leikjum þar sem
við höfum gert jafntefli þá höfum
við tvisvar fengið á okkur jöfnunar-
mark í uppbótartíma.
Þá gerðum við jafntef li á móti
Birmingham sem náði þar í sitt eina
stig til þessa í deildinni þar sem þær
skoruðu aulamark úr eina færinu
sem þeir fengu.
Við hefðum viljað vera með fleiri
stig en það er gott að vera í kringum
sæti sem gefur sæti í Meistaradeild-
inni og finnast sem liðið eigi aðeins
meira inni,“ segir hún.
Nálægt sínu besta formi
Þegar Dagný kom til West Ham
United hafði hún verið að glíma við
meiðsli í fimm mánuði.
„Það var krefjandi að koma inn í
svona sterka deild eftir að hafa verið
lengi frá vegna meiðsla. Svo átti ég
minn besta leik skömmu eftir að ég
kom og þá fékk ég Covid.
Það tók langan tíma að vinna upp
þrek eftir veikindin og ég byrjaði að
spila of snemma. Ég náði hins vegar
að harka mér í gegnum það og við
sluppum við fall.
Undirbúningstímabilið var svo
gott hjá mér og við æfðum mjög vel.
Ég er meiðslalaus núna og komin
nálægt mínu besta líkamlega formi.
Þá er stemmingin í liðinu mjög
góð og samkeppnin í liðinu mikil
þannig að ég þarf að vera á tánum
og standa mig vel til þess að halda
sæti mínu í byrjunarliðinu.
Þannig vil ég hafa það og í þess
háttar umhverfi fíla ég mig best,“
segir landsliðskonan sem hefur
spilað sjö af átta deildarleikjum
West Ham United en í sex þeirra
hefur hún hún verið í byrjunarlið-
inu. Miðvallarleikmaðurinn missti
af fyrsta deildarleik tímabilsins
vegna höfuðhöggs.
Dagný er á leið í verkefni með
íslenska landsliðinu. Íslenska liðið
mætir Japan í vináttulandsleik í
Hollandi á morgun og svo Kýpur
ytra í undankeppni HM 2023 á
þriðjudaginn í næstu viku. n
Allt önnur staða í vetur
Dagnýju vantar fimm leiki til að brjóta hundrað leikja múrinn með íslenska kvennalandsliðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Holtagörðum, Reykjavík | Smáratorgi, Kópavogi | Dalsbraut 1, Akureyri | Skeiði 1, Ísafirði
20%
AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM
ALLA VIKUNA*
* Gildir ekki ofan á önnur tilboð, t.d. ef vara er fyrir
á jólaverði eða -tilboði né sérpöntunum.
Ekki missa af neinu, fylgdu
Fréttablaðinu á Facebook
HVER VANN?
Sportið á frettabladid.is færir þér
allar nýjust fréttirnar úr heimi
íþróttanna.