Fréttablaðið - 24.11.2021, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 24.11.2021, Blaðsíða 26
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Sigurður Sverrir Gunnarsson byggingafræðingur, Suðurholti 3, Hafnarfirði, lést í faðmi fjölskyldunnar föstudaginn 12. nóvember. Útför hans fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 25. nóvember klukkan 15. Þeir sem vilja vera viðstaddir þurfa að sýna fram á neikvætt Covid-hraðpróf við innganginn, ekki eldra en 48 klst. Útförinni verður einnig streymt á https://bit.ly/utfor-Sverris Sigríður Gísladóttir Sigrún Sverrisdóttir Davíð Már Bjarnason Svanhvít Sverrisdóttir Axel Axelsson Elísa Sverrisdóttir Ársæll Þór Ársælsson og barnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Einar Pálmar Elíasson húsasmíðameistari og iðnrekandi, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju föstudaginn 26. nóvember kl. 14.00. Sýna þarf fram á neikvætt hraðpróf við komu í kirkju samkvæmt sóttvarnalögum. Streymt verður frá athöfninni á slóðinni: https://promynd.is/einarel og www.selfosskirkja.is Bergsteinn Einarsson Hafdís Jóna Kristjánsdóttir Örn Einarsson Steinunn Fjóla Sigurðardóttir Sigrún Helga Einarsdóttir Sverrir Einarsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Gunnþór Eiríksson Fífumóa 13, Reykjanesbæ, lést á Hjúkrunarheimilinu Víðihlíð, sunnudaginn 14. nóvember. Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag 24. nóvember klukkan 13. Í ljósi aðstæðna munu einungis nánustu aðstandendur vera viðstaddir athöfnina. Athöfninni verður streymt á Njarðvikurkirkjur-utfarir. Guðborg Elísdóttir Eiríkur Valgeir Gunnþórsson Guðbjörg Á. Stefánsdóttir Elís Jens Gunnþórsson Sigrún Svava Thoroddsen Inga Rós Gunnþórsdóttir Guðmundur F. Gunnarsson og barnabörn. Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, Sturla Þórðarson lögfræðingur, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni, sunnudaginn 14. nóvember. Útför hans fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 26. nóvember kl. 13.00. Í ljósi aðstæðna þurfa kirkjugestir að sýna fram á neikvætt Covid-hraðpróf við inngöngu, ekki eldra en 48 klukkustunda gamalt. Ásta Garðarsdóttir Kjartan Sturluson Kristín Gunnarsdóttir Halldór Sturluson Heba Eir Jónasdóttir Kjeld Gylfi Maron, Valgerður Gríma, Kára, Freyja og Hringur Alúðarþakkir til ykkar allra fyrir veittan stuðning og hlýju vegna andláts og útfarar okkar elskaða sonar og bróður, Snorra Harðarsonar Ljúf minning lifir. Sigríður Ása Einarsdóttir Einar Jón Soffía Guðrún Davíð Ernir og fjölskyldur. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, Guðrún Jóna Knútsdóttir Sautjándajúnítorgi 1, Garðabæ, lést á heimili sínu laugardaginn 13. nóvember. Útför fer fram frá Víðistaðakirkju föstudaginn 26. nóvember kl. 15. Kirkjugestir þurfa að sýna fram á neikvætt Covid-hraðpróf við innganginn, ekki eldra en 48 stunda. Útförinni verður einnig streymt á slóðinni www.sonik.is/jona Rúnar Sigursteinsson Knútur Rúnarsson Linda Wessman Aðalsteinn Rúnarsson Bettina Björg Hougaard Sara Liang Wessman Knútsdóttir Alma Rún Aðalsteinsdóttir Elín Ylfa Aðalsteinsdóttir Thelma Ósk Sigurgeirsdóttir Milla Kristín Sigurgeirsd. Fallin er frá fegursta rósin í dalnum. Ástkær eiginkona mín, systir okkar og mágkona, Sjöfn Kristjánsdóttir læknir, Lágholtsvegi 8, 107 Reykjavík, lést á Droplaugarstöðum 19. nóvember síðastliðinn. Útför verður gerð frá Neskirkju mánudaginn 6. desember kl. 13.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Íslandsdeild Amnesty International, UN Women Ísland eða Alzheimersamtökin. Allir eru velkomnir í kirkjuna en verða að sýna neikvætt hraðpróf sem er ekki eldra en 48 klst. Fríða Bonnie Andersen Andrea Elísabet Kristjánsdóttir, Margrét Kristjánsdóttir, Bragi Kristjánsson, Bjarnfríður Árnadóttir og fjölskyldur. Dásamlega móðir mín, amma og langamma, Brynhildur Sigurðardóttir Smyrilshólum 2, lést 18. nóvember síðastliðinn. Hildur Zoëga Diljá Ámundadóttir Zoëga Luna Zoëga Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Edda Jóhannsdóttir lést á Hrafnistu, Reykjavík, 5. nóvember. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Starfsfólki Hrafnistu eru færðar þakkir fyrir hlýju og góða umönnun. Sigríður Inga Brandsdóttir Bergur Oliversson Jóhann Brandsson Guðrún Eyjólfsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir minn, bróðir og mágur, Kjartan Már Hjálmarsson Hrísholti 18, Selfossi, lést á heimili sínu sunnudaginn 14. nóvember. Útför hans fer fram frá Selfosskirkju fimmtudaginn 25. nóvember kl. 14. Vegna fjöldatakmarkana verða aðeins nánustu aðstandendur og vinir viðstaddir. Alex Már Kjartansson Victor Már Hjálmarsson Magnea Ingólfsdóttir og fjölskylda. Kristjana Vigdís Ingvadóttir sagnfræðingur gerir grein fyrir 18. aldar hugmyndum um að leggja niður íslenskuna í nýrri bók sinni. arnartomas@frettabladid.is Þann 28. ágúst 1771 skrifaði Bjarni Jónsson, rektor Skálholtsskóla, bréf til danskra yfirvalda þar sem hann lagði til að íslenskan sem tungumál yrði lögð niður. Bar hann meðal annars fyrir sig að íslenskan væri orðin gagnslaus og skaðleg ímynd þjóðarinnar. „Hugmyndin kemur ekki beinlínis frá Bjarna sjálfum, heldur var það hluti af alþjóðlegu upplýsingarstefnunni að allir þegnar innan hvers ríkis ættu að tala sama mál og herraþjóðin,“ segir Krist- jana Vigdís Ingvadóttir, sagnfræðingur og skjalavörður, sem gerir grein fyrir stöðu íslenskunnar gegnum tíðina og erlendum áhrifum á hana í nýrri bók sinni, Þrautseigja og mikilvægi íslenskr- ar tungu. Hugmyndir rektors og annarra um niðurlagningu íslenskunnar urðu þó aldrei að veruleika. „Þetta virðast bara hafa verið nokkrir menn og dönsk stjórnvöld gáfu þessu aldrei mikinn gaum,“ segir Kristjana. „Þau lögðu aldrei áherslu á að kenna almenningi á Íslandi dönsku heldur var frekar lögð áhersla á að við fengjum að nota íslensku. Hugmyndin náði því aldrei flugi.“ Tungumálin glíma Bókin byggir á BA-ritgerð Kristjönu sem segir að auðvelt sé að rýna í tíðarandann með því að sjá hvernig og hvaða tungu- máli var beitt hverju sinni. „Þegar við tölum um þessar gömlu heimildir frá 18. og 19. öld kom mér eiginlega á óvart hvað mikið af þeim var á íslensku,“ segir hún. „Bréf sýslumanna, presta og almennings til amtmanna voru að langmestu leyti á íslensku á 18. öld svo það er ljóst að íslenskan var mikið notuð innan stjórnsýslunnar líka þá. “ Í upphafi 19. aldar var hins vegar miklu meira um dönsku en fyrir miðja öld var íslenskan orðin yfirsterkari. „Þá er eins og það verði aftur alger viðsnúningur, nær allt var aftur skrifað á íslensku,“ segir Kristjana. „Þá var orðið viðurkennt að við myndum nota íslensk- una hér innanlands. Sigur íslenskunnar var í höfn. Sú mikla gagnrýni sem var uppi um dönskunotkun á 19. öld virðist því hafa skilað sér í þessum „sigri“.“ Þá segir Kristjana að einnig hafi komið sér mikið á óvart hve mikla virð- ingu Danir og dönsk stjórnvöld virðast hafa borið fyrir íslensku og að það sé að mörgu leyti þeim að þakka líka að íslenskan lifði áfram. Hún segir líka að margar hliðstæður sé að finna í umræð- unni um stöðu íslenskunnar þá og nú. „Þegar ég var að lesa um hugmyndir fólks um áhrif dönskunnar og dönsku- sletta þá var margt sem minnti mig á umræðuna í dag um ensku,“ segir hún. „Vandinn sem steðjar að íslensku í dag er að miklu leyti sá sami og þegar Bjarni Jónsson skrifaði bréfið sitt nema að í dag er það enska en ekki danska.“ n Karpað um tungumál þegnríkja og herraþjóða Kristjana segir að margar hliðstæður sé að finna í um- ræðunni um stöðu íslenskunnar þá og nú. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR TÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 24. nóvember 2021 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.