Heilsuvernd - 01.12.1946, Blaðsíða 19
Are Waerland:
Hið sanna líf er lifandi blossi eða bál, ekki eyðandi,
heldur skapandi eldur. Að lifa er að starfa, að elska og
yrkja, að skapa andleg og efniskennd verðmæti, taka
virkan þátt í framþróunarstarfi höfundar lífsins. Tak-
mark mannlífsins er vaxandi þroski, fullkomin iieil-
brigði, en ekki sjúkdómar.
Starfið göfgar og bætir livern mann, eykur starfs-
hæfni hans og í'egrar sálarlífið og fulkomnar. Með því
kemst maður í nálægð skapara síns og' verður eins og
einn samhljómur í strengjaleik allífsins. Með því skap-
ast vaxandi vit, þróun og fulkomnun.
Eigingirnin og sjálfselskan snúast ætið gegn þeim, er
hana elur í brjósti. Þessir eiginleikar eru eins og Iiræ-
gammar, sem naga af limum fallins dýrs.
Að því er heilbrigði manna snertir, er aðeins um tvær
stefnur að ræða. Hin fyrri og hin eina rétta er sú leið,