Heilsuvernd - 01.12.1946, Blaðsíða 24
16
HEILSU'VERND
altítí, að læknar geta ekki, þrátt fyrir nákvæmar
rannsóknir á sjúklingnum, gefið sjúkdómi hans neitt
nafn. Og oft finna þeir ekkert athugavert við líffæri og
líkamlegt ástand sjúklingsins, jafnvel þótt hann sé sár-
þjáður.
Það er þvi ástæða til að spyrja: Eru miklar líkur til
þess, að læknirinn geti ráðið niðurlögum sjúkdómsins,
þegar hann veit ekki, af hverju hann stafar og þekkir
jafnvel ekki nafn lians? Er hægt að tala um „vísindr4
og „vísindalegar“ lækningaaðferðir, þegar sjálfa und-
irstöðuna vantar, þegar orsakirnar eru óþekktar? Er
ekki við því að húast, að baráttan við sjúkdóma, eða öllu
heldur við sjúkdcmseinkenni, án þekkingar á orsökum
þeirra og innbyrðis sambandi, verði óákveðið fálm og
árangurinn undir tilviljun kominn? En einmitt þetta
liefir skapað jarðveg fyrir náttúrulækningastefnuna.
Aðferðir náttúrulækna á hinn bóginn eru raunhæfar
og vísindalegar. Þær byggjast á þeim grundvelli, sem
lýst er í upphafi þessa máls, á lögmáli orsaka og afleið-
inga. Venjulegir læknar spyrja sjúklingin sjaldnast um
mataræði hans og lífsvenjur, og virðast líta svo á, að
þetta komi sjúkdóminum alls ekki við nema í viss-
um sjúkdómum, svo sem skyrbjúgi og öðrum „fjörefna-
sjúkdómum“. Náttúrulæknirinn yfirheyrir sjúklinginn
hinsvegar rækilega um allt líferni hans í fortið og nú-
íið og reynir þannig að finna, hvar skórinn kreppir. Á
þeirri yfirheyrslu, svo og ýtarlegri rannsókn á sjúkl-
ingnum sjálfum, byggir hann svo lækningaaðferðina.
Það er þvi á miklum misskilningi byggt, þegar því er
haldið fram, að aðferðir náttúrulækna séu óvísindaleg-
ar. Að sumu leyti byggist þessi misskilningur á því, sem
getið var hér á undan, að ekki eru allt náttúrulæknar,
sem kalla sig eða eru kallaðir því nafni; meðal þeirra
eru margir „fúskarar“, eins og meðal læknanna sjálfra.
Og á hinn bóginn stafar þessi misskilningur af því, að
náttúrulæknar nota minna af svonefndum „hálærð-