Heilsuvernd - 01.12.1946, Blaðsíða 33

Heilsuvernd - 01.12.1946, Blaðsíða 33
HEILSUVERND 25 En þar kom, að ég gafst alveg upp við það og ákvað að reyna eitthvað annað, ef betur mætti duga. Ég sný við blaðinu. Á því tímabili, er ég var sem verst- ur og reyndar miklu fyrr, voru ýmsir kunningjar mín- ir að segja mér öðru hvoru frá undraverðum árangri er Jónas Kistjánsson næði við lækningu á eksemi. Ég gaf þessu lítinn gaum í fyrstu, trúði því statt og stöðugt, að sérfræðin væri hámark allrar mannlegrar þekkingar á hverju sviði og að liér kæmi ekki annað til greina. En svo hregðast krosstré sem önnur tré, og ég fór því að hlusta á sögur og frásagnir af fólki, er hafði verið hræðilega útleikið og spillt af eksemi og fengið undra- verðan bata hjá Jónasi Kristjánssyni. Og jafnframt því sem trú min á sérfræðina dofnaði, fór ég að taka meira mark á þessum sögum og ákvað loks að reyna sjálfur. Nýjar leiðir. Svo var það milli jóla og nýjárs sama ár, að ég fór til Jónasar læknis Kristjánssonar og leitaði ráða lians, sem var auðsótt mál. Læknirinn skoðaði mig mjög nákvæmlega og taldi sjúkdóminn á slæmu stigi. Ráðlagði hann mér heit höð daglega fyrst í stað og lét mér jafnframt i té nákvæmar og strangar reglur varð- andi mataræði. Ég átti að hætta að borða m. a. eftir- taldar fæðutegundir: Kjöt, fisk, hvítt hveiti, hvítan syk- ur, fægð hrísgrjón. Þá átti ég að hætta að drekka kaffi og te. Hinsvegar skyldi ég neyta jarðepla, mjólkuraf- urða, grænmetis, krúska og sérstaklega nýrra ávaxta, ef tök væru á. Þá tók læknirinn það fram, að ég skyldi reyna að borða grænmetið hrátt, t. d. hvítkál, gulrætur, lauk, gúrkur, rauðrófur o. fl. Tóbak og áfengi var harðbannað. Eins og fyrr er sagt, byrjuðu þessar aðgerðir á milli jóla og nýjárs 1945, og verð ég að gera þá játningu, að ég var heldur vonlítill um bata, enda búinn að flækj- ast á milli lækna um margra ára skeið, án þess að fá hina minnstu lausn á þessum sjúkdómi mínum. En strax og ég fór að kynnast Jónasi Kristjánssyni per-

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.