Heilsuvernd - 01.12.1946, Page 20

Heilsuvernd - 01.12.1946, Page 20
12 HEILSUVERND sem höfundur lífsins hefir bent á. Hún er uppbyggingar- og þroskaleiðin. Hún stefnir upp á lífsins braut. Hin stefnan er niðurrifsstefnan, stefna sjúkdóma og hrörnunar. Það er leið undanhalds og eftirlátssemi við sjálfselsku og síngirni. En það er einnig leið vesaldóms og vansælu. Út úr þessu vanþekkingarforaði liafa menningarþjóð- irnar reynt að hjarga sér með byg'gingu nýrra og stærri sjúkrahúsa, þar sem fram fer lækning hinna sjúku og aðeins er ráðist að sjúkdómseinkennum, en ekki að sj úkdómsorsökum. Hin eðlilega afleiðing slíkra aðgerða er vaxandi mergð sjúkdóma, vaxandi kvillasemi og hnignun, þegar lil lengdar lætur. En hvílík sæla og hamingjuauki er það að vera vak- andi og gunnreif sál og' finna eld gleðinnar og starfs- þrárinnar streyma um æðar sér, að finna til gleði og tilhlökkunar yfir starfi komandi dags, yfir hinum verm- andi sólaryl, útsýn til blárra fjalla, útsýn yfir hafið, ýft af öldum eða spegilslétt, yfir fegurð blómanna, söng fug'lanna og suðu flugnanna, fjöri og leik alls heilbrigðs ungviðis og þrótti hins gróandi lífs, yfir velliðan sinni og andlegu samræmi. Ekkert annað en fullkomin heilbrigði fær slíku til vegar komið, það að vera frjáls vera, sem tekur þátt í liinu mikla framþróunarstarfi höfundar lífsins, vitandi vits um tilgang þess. Forðizt sjálfselsku og síngirni. Þessar hvatir snúast gegn þeim, er þær elur í brjósti. Lögmál náttúrunnar er sú guðs rödd og hugsun, sem oss er skylt að hlýða. Öll heilhrigði og sæla mannlífsins er því skilyrði bundin, að vér skipum oss undir merki vaxandi þróun- ar mannlífsins, vinnum að göfgun þess og fullkomnun sælla lífs á jörðu vorri. Ef vér gefum líkamslireysti vorri réttan gaum, auðg- um vér sálarlíf vort um leið.

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.