Heilsuvernd - 01.12.1946, Page 27

Heilsuvernd - 01.12.1946, Page 27
HEILSUVERND 19 orsök sjúkdómsins, og er þetta því mjög óvísindaleg aðferð. rlin rökrétta, náttúrlega og vísindalega aðferð er fólgin i því, að borða óspillt matvæli, sem innilialda gnægðir járns og fjörefna, svo sem spínat, salat, græn- kál og fleira grænmeti, nýtt og ósoðið, appelsinnr og fleii’i nýja ávexti, rúsínur og' ýmsa aðra þurrkaða á- vexti, gróft brauð o. s. frv., auk mikillar breyfingar og útivistar í sólskini og góðu lofti. 3. Eksem virðist alltaf vera að breiðast meira 0|g meira út. Læknar líta á það sem húðsjúkdóm. í raun réttri er það oftast blóðsjúkdómnr. Blóðið er lilaðið eit- urefnum, óhreinindum og úrgangsefnum. Sum eru kom- in inn í líkamann utan frá, svo sem eiturefni i kaffi, tóbaki og öðrum nautnalyfjum, salt, og margskonar skaðlegt krydd i mat, allskonar lyf o. s. frv. I öðru lagi komast eiturefni inn i blóðið úr þörmunum, einkum þegar hægðir eru tregar. Og' í þriðja lagi tekur blóðið við ýmsum úrgangs- og eiturefnum, sem myndast við eðlileg efnaskipti líkamans. Öll þessi efni eiga að kom- ast út úr líkamanum gegnum hreinsunartæki hans: þarma, nýru, lungu og húð. En þegar hlóðið ofhleðst þessum efnum vegna rangra lifnaðarhátta og hreins- unartækin eru auk þess ekki starfi sínu vaxin sakir skorts á réttri næringu, þá tekur líkaminn stundum til þess ráðs, að reyna að reka þau með valdi gegnum búðina. Þannig verður eksemið til. Náttúrulæknirinn örvar þessa hreinsunarstarfsemi húðarinnar og annarra líffæra með heitum böðum, hreyfingu o. s. frv., og tekur um leið fyrir óeðlilega eit- urmyndun innan líkamans með viðeigandi mataræði og' lifnaðarliáttum. Sérfræðingurinn í húðsjúkdómum fer að á annan veg. Hann tefur fyrir hreinsunarstarfsemi húðarinnar með þvi að maka hana smyrslum. Hann reynir að loka hin eitruðu efni inni í líkamanum. Honum fer líkt og bónda,

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.