Heilsuvernd - 01.12.1946, Side 35

Heilsuvernd - 01.12.1946, Side 35
HEILSUVERND 27 smámsaman upp á skaftið, og nú þoli ég vel 43—44 stig. Batinn. Ég tók nú þessi 25 böð og var batinn enginn, að því er ég bezt gat fundið. Ég liafði orð á þessu við lækninn, að illa gengi, og liafði allt á hornum mér. En liann tók öllu með ró bins umburðarlynda manns og stappaði i mig stálinu að gefast ekki upp, heldur halda áfam, unz markinu væri náð. Eftir 30 skipti fór ég' loks að finna fyrir greinilegum bata: Bólgan í andliti og á höndum fór smámsaman að lijaðna, ennfremur útbrotin á bol og útlimum, er einnig fóru mjög þverrandi. Og þegar hér var komið, fór mér svo að segja dagbatnandi, unz ég var orðinn laus við all- ar þjáningar, sviða og kláða eftir um það bil tvo mánuði. Sárið á fótleggnum. Þessi bati náði þó aðeins til út- brotanna, er ég fékk í byrjun desember, eins og fyrr er lýst. Taldi læknirinn þau hafa stafað frá súlfalyfjunum, sem ég tók inn i blóðeitruninni mánuði áður. En sárið, sem ég hafði á vinstri fótlegg og' var búinn að ganga með árum saman, var enn ógróið og illa útlítandi, þótt kláð- inn í því væri máske ekki eins mikill og áður. Allan þennan tíma var svo mikil úrferð úr sárinu, að furðu gegndi. Það vall og vessaði úr þvi svo að segja viðstöðu- laust, stundum svo að dögum skipti. Svo liætti úrferðin allt í ein, og sárið hélzt þá máske þurt í 6—8 tíma eða skemur, en þá byrjaði það aftur með sama liætti. En svo fór að líða æ lengra á milli þessara „nauðsyn- legu hreinsunartímabila“, eins og læknirinn orðaði það. Og að lokum liætti úrferðin alveg, og þá fyrst fór sárið að gróa, unz það var með öllu gróið í byrjun júli 1946. Þetta er í stuttu máli saga þessa sjúkdóms, er ég að lokum losnaði við að fullu fyrir aðgjörðir Jónasar læknis Kristjánssonar. Ný heilsa. En ég' get ekki skilizt svo við þessa frásögn, að ég minnist ekki lítilsháttar á lieilsufar mitt yfirleitt áður og eftir að ég breytti um mataræði og tók að stunda heit böð.

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.