Heilsuvernd - 01.03.1949, Page 11

Heilsuvernd - 01.03.1949, Page 11
HEILSUVERND 3 Heldur hann djarft og hátt á lofti heilbrigðinnar helga merki, — ætti að vera að verki studdur af leiðtogum fólksins, lækni og klerki. En ýmsum gremju það aðeins vekur, illa siði ef á er hastað. Verða hneykslaðir vanans þrælar. Af stórlyndum mönnur er steinum kastað. En öflugri sókn skal áfram haldið. Lýði skal vinna, lönd og borgir. — Víkja skulu kvillar og vandi leysast, fjarlægjast dauði og flýja sorgir. Heilsuaðal heima tveggja — andlegs lífs og okkar jarðar — úr þjóð að skapa, það er markið, — málefnið, sem mestu varðar. Heill þér, félag heilsuverndar. Tíu ár eru tími naumur. Um heilsuaðal heima tveggja megi rætast þinn mikli draumur.

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.