Heilsuvernd - 01.03.1949, Side 12

Heilsuvernd - 01.03.1949, Side 12
HEILSUVERND Jónas Kristjánsson: í refilstipm Varðar mest til allra orða, að undirstaðarétt sé fundin. Þeim mönnum fer fjölgandi, sem kvarta undan bágu heilsufari og vanlíðan. Reynslan hefir sýnt, að heilsufari manna hefir hnignað 2 til 3 síðustu mannsaldrana. Ýmsir sjúkdómar hafa aukizt og nýir komið upp, og tekið við af þeim, sem áður voru tíðastir, en það voru hungurkvillar, óþrifnaðarkvillar og farsóttir. Áður dóu menn úr hungri. Nú deyja menn af ofáti og óhollri fæðu og ónáttúrlegri, og ofneyzlu skaðlegra nautnalyfja. Þetta sjá allir, sem hafa augun opin. En því miður virðast margir ekki skilja, að sjúkdómarnir eru bein afleiðing af yfirsjónum vor sjálfra, af röngum lífsvenjum, og fyrst og fremst af ónáttúrlegu fæði. Fjöldi frjálshuga lækna og vísindamanna hafa á síðustu tímum bent á þessar orsakir sjúkdómanna. Meðal þeirra má nefna hinn heimsfræga franska vísindamann Alexis Carrel, sem nú er nýlátinn, enska skurðlækninn Sir Arbuth- not Lane, sem taldi krabbamein stafa af innvortis eitrun líkamans, aðallega frá rotnun í þörmum vegna langvarandi hægðatregðu, Kellogg í Ameríku og marga fleiri.

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.